„Varnarleikurinn í seinni hálfleik ekki til fyrirmyndar“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. mars 2022 20:25 Helgi Magnússon ræddi við Kristinn Óskarsson, dómara, í leiknum. Vísir/Vilhelm KR tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli með 16 stigum 84-100. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var svekktur með tap kvöldsins. „Sóknarfráköst Þórs Þorlákshafnar fóru illa með okkur. Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki til fyrirmyndar en þessi leikur tapast á sóknarfráköstum og síðan setti Massarelli tvö stór skot,“ sagði Helgi Magnússon, eftir leik. KR spilaði vel í þriðja leikhluta og saxaði forskot Þórs niður í tvö stig sem Helgi var ánægður með. „Vörnin var góð og við hreyfðum boltann vel í sókninni. Þetta var síðan mjög einhæft hjá okkur, Þór er með gott lið en við verðum að geta fundið betri lausnir heldur en við gerðum.“ „Við létum það fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik hvað leikurinn var hægur en ég reyndi að segja við mína menn að það væri okkur í hag. Ég þekki það sjálfur að maður getur verið pirraður þegar leikurinn er hægur og maður snertir ekki boltann en mér fannst að við hefðum átt að halda haus á þeim tímapunkti.“ Helgi viðurkenndi að það hafi farið mikil orka í að saxa niður forskot Þórs og þegar heimamenn minnkuðu forskotið niður í tvö stig var tankurinn tómur og Þór Þorlákshöfn gekk á lagið. Isaiah Joseph Manderson, Bandaríkjamaður KR, lék sinn þriðja leik með liðinu og fannst Helga hann eiga mikið inni. „Mér finnst hann koma ágætlega inn í liðið, það eru hlutir sem hann þarf að bæta og gera betur. Mér fannst hann standa sig ágætlega í leiknum og ekkert sérstakt út á hann að setja,“ sagði Helgi og taldi síðan upp það sem Manderson þarf að bæta. „Ég væri til í að sjá hann rúlla betur á körfuna, gefa betri hindranir og þá getur hann búið til vandræði þar sem við erum með leikmenn fyrir utan sem geta refsað. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga og á það ekki bara við um hann,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
„Sóknarfráköst Þórs Þorlákshafnar fóru illa með okkur. Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki til fyrirmyndar en þessi leikur tapast á sóknarfráköstum og síðan setti Massarelli tvö stór skot,“ sagði Helgi Magnússon, eftir leik. KR spilaði vel í þriðja leikhluta og saxaði forskot Þórs niður í tvö stig sem Helgi var ánægður með. „Vörnin var góð og við hreyfðum boltann vel í sókninni. Þetta var síðan mjög einhæft hjá okkur, Þór er með gott lið en við verðum að geta fundið betri lausnir heldur en við gerðum.“ „Við létum það fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik hvað leikurinn var hægur en ég reyndi að segja við mína menn að það væri okkur í hag. Ég þekki það sjálfur að maður getur verið pirraður þegar leikurinn er hægur og maður snertir ekki boltann en mér fannst að við hefðum átt að halda haus á þeim tímapunkti.“ Helgi viðurkenndi að það hafi farið mikil orka í að saxa niður forskot Þórs og þegar heimamenn minnkuðu forskotið niður í tvö stig var tankurinn tómur og Þór Þorlákshöfn gekk á lagið. Isaiah Joseph Manderson, Bandaríkjamaður KR, lék sinn þriðja leik með liðinu og fannst Helga hann eiga mikið inni. „Mér finnst hann koma ágætlega inn í liðið, það eru hlutir sem hann þarf að bæta og gera betur. Mér fannst hann standa sig ágætlega í leiknum og ekkert sérstakt út á hann að setja,“ sagði Helgi og taldi síðan upp það sem Manderson þarf að bæta. „Ég væri til í að sjá hann rúlla betur á körfuna, gefa betri hindranir og þá getur hann búið til vandræði þar sem við erum með leikmenn fyrir utan sem geta refsað. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga og á það ekki bara við um hann,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira