Sterkari í sameinaðri rödd Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 24. mars 2022 14:01 Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið. Ísland hefur við verið hluti af samstarfinu frá upphafi og á 7 fulltrúa í ráðinu. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Norðurlöndin mynda saman ellefta stærsta efnahagssvæði heimsins og hefur tekist að sníða velferðarkerfin sín að hnattrænu hafkerfi. Reynslan hefur sýnt að þegar Norðurlöndin stíga samstillt skref og eru sameinuð rödd þá hlustar alþjóðasamfélagið. Svo margt áunnist Það er svo margt sem hefur áunnist á þessum tíma, en vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur verið opinn og frjáls í rúmlega 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað flutt sig á milli þeirra óhindrað. Norðurlöndin leggja öll sem eitt mikið upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndunum. Vegna þessa eru Norðurlandabúar m.a. meðal þeirra best menntuðu í heimi. Lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum t.d. í loftslagsmálum. Þá stöndum við fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti og það hefur átt stóran þátt í því að skapa hagsæld á vinnumarkaði Norðurlandanna. Atvinnuþátttaka kvenna er ein sú hæsta í heiminum og svo höfum við skapað góðar aðstæður fyrir feður til að fara í fæðingarorlof í auknum mæli. Samvinnan er besta leiðin í krísustjórnun Í marbreytilegu samfélagi þjóða höfum við séð að sterkt og traust bandalag ríkja er ekki sjálfsagt. Því skiptir miklu máli að við stöndum þétt vörð um samstarfið og metum það sem samstarfið hefur haft fram að færa fyrir íslenskt samfélag og Norðurlöndin öll. Samstarfið byggir á gömlum og sterkum grunni sem við eflum með því að tryggja öflug og upplýsandi samskipti. Á þemaþingi Norðurlandaráðs þann 21. mars s.l., var innrás Rússneskra yfirvalda í Úkraínu helst til umræðu ásamt afleiðingum stríðsins. Það hefur haft áhrif á allar ákvarðanir bæði Norðurlandaráðs og norrænna ríkja, en það er aðeins dropi í hafinu til samræmis við þær hörmulegu afleiðingar sem úkraínska þjóðin þarf að þola um þessar mundir. Það skiptir máli að við séum með opin augun fyrir þeim hörmungum sem eiga sér stað. Þau sem koma verst út úr innrásinni eru fatlað fólk, konur, börn og aldraðir. Skilaboðin bæði frá íslenskum yfirvöldum og frá norrænum ríkjum eru skýr, en fordæmingin á hrottalega og tilgangslausa innrás í Úkraínu er algjör! Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og sýnt okkur að aukið milliríkjasamstarf um almannavarnir er nauðsynlegt. Tilmæli Norðurlandaráðs eru m.a. þau að við stofnum norræna almannavarnarsveit og að við leggjum upp með tilraunaverkefni um sameiginlegt útboð á bóluefni ásamt því að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Sömuleiðis var lagt til að stofnað yrði sérstakt ráðherraráð um innviðamál landanna. Með tilmælum Norðurlandaráðs hvetur ráðið norrænar ríkisstjórnir til að fylgja eftir tillögum svokallaðrar „Enestam“ skýrslu, sem fjallar um almannavarnir í Norðurlöndunum. Samvinna er eftir allt besta leiðin til að takast á við krísur og það höfum við Íslendingar svo sannarlega séð að undanförnu, en aðra eins samstöðu höfum við sjaldan séð og það skiptir öllu máli. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Utanríkismál Norðurlandaráð Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið. Ísland hefur við verið hluti af samstarfinu frá upphafi og á 7 fulltrúa í ráðinu. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Norðurlöndin mynda saman ellefta stærsta efnahagssvæði heimsins og hefur tekist að sníða velferðarkerfin sín að hnattrænu hafkerfi. Reynslan hefur sýnt að þegar Norðurlöndin stíga samstillt skref og eru sameinuð rödd þá hlustar alþjóðasamfélagið. Svo margt áunnist Það er svo margt sem hefur áunnist á þessum tíma, en vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur verið opinn og frjáls í rúmlega 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað flutt sig á milli þeirra óhindrað. Norðurlöndin leggja öll sem eitt mikið upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndunum. Vegna þessa eru Norðurlandabúar m.a. meðal þeirra best menntuðu í heimi. Lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum t.d. í loftslagsmálum. Þá stöndum við fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti og það hefur átt stóran þátt í því að skapa hagsæld á vinnumarkaði Norðurlandanna. Atvinnuþátttaka kvenna er ein sú hæsta í heiminum og svo höfum við skapað góðar aðstæður fyrir feður til að fara í fæðingarorlof í auknum mæli. Samvinnan er besta leiðin í krísustjórnun Í marbreytilegu samfélagi þjóða höfum við séð að sterkt og traust bandalag ríkja er ekki sjálfsagt. Því skiptir miklu máli að við stöndum þétt vörð um samstarfið og metum það sem samstarfið hefur haft fram að færa fyrir íslenskt samfélag og Norðurlöndin öll. Samstarfið byggir á gömlum og sterkum grunni sem við eflum með því að tryggja öflug og upplýsandi samskipti. Á þemaþingi Norðurlandaráðs þann 21. mars s.l., var innrás Rússneskra yfirvalda í Úkraínu helst til umræðu ásamt afleiðingum stríðsins. Það hefur haft áhrif á allar ákvarðanir bæði Norðurlandaráðs og norrænna ríkja, en það er aðeins dropi í hafinu til samræmis við þær hörmulegu afleiðingar sem úkraínska þjóðin þarf að þola um þessar mundir. Það skiptir máli að við séum með opin augun fyrir þeim hörmungum sem eiga sér stað. Þau sem koma verst út úr innrásinni eru fatlað fólk, konur, börn og aldraðir. Skilaboðin bæði frá íslenskum yfirvöldum og frá norrænum ríkjum eru skýr, en fordæmingin á hrottalega og tilgangslausa innrás í Úkraínu er algjör! Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og sýnt okkur að aukið milliríkjasamstarf um almannavarnir er nauðsynlegt. Tilmæli Norðurlandaráðs eru m.a. þau að við stofnum norræna almannavarnarsveit og að við leggjum upp með tilraunaverkefni um sameiginlegt útboð á bóluefni ásamt því að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Sömuleiðis var lagt til að stofnað yrði sérstakt ráðherraráð um innviðamál landanna. Með tilmælum Norðurlandaráðs hvetur ráðið norrænar ríkisstjórnir til að fylgja eftir tillögum svokallaðrar „Enestam“ skýrslu, sem fjallar um almannavarnir í Norðurlöndunum. Samvinna er eftir allt besta leiðin til að takast á við krísur og það höfum við Íslendingar svo sannarlega séð að undanförnu, en aðra eins samstöðu höfum við sjaldan séð og það skiptir öllu máli. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun