Innherji

Keldan setur nýja og uppfærða útgáfu í loftið

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Nýtt útlit Keldunnar sem hafði ekki breyst um langt skeið.
Nýtt útlit Keldunnar sem hafði ekki breyst um langt skeið.

Upplýsinga- og fréttaveitan Keldan setti nýja og uppfærða útgáfu í loftið í dag sem miðar að því að bæta notendaupplifun og virkni í farsímum og spjaldtölvum.

Í fréttatilkynningu frá Keldunni kemur fram að áhugi almennings á hlutabréfamarkaðnum hafi aukist mjög mikið undanfarin ár sem birtist í mikilli fjölgun meðal notenda Keldunnar. 

Örn Þórðarson, tæknistjóri fjártæknifyrirtækisins Kóða ehf, eiganda Keldunnar, segir ánægjulegt að hleypa nýjum vef af stokkunum eftir ítarlegar prófanir. 

„Aðgengi, læsileiki og stórbætt notendaupplifun var aðalmarkmið okkar með nýjum vef Keldunnar,“ segir Örn. „Þróunin heldur þó áfram og margar spennandi nýjungar í pípunum sem við hlökkum til að kynna á mánuðum.“

Á Keldunni, sem er með 100 þúsund notendur, má meðal annars finna upplýsingar um gengi gjaldmiðla, séreignarsjóða og þróun hluta- og skuldabréfaverðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×