„Svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu“ Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 11:53 Fjármálaráðherra segir að hátt söluverð hafi ekki verið eina markmiðið með sölu Íslandsbanka. Hann segir þingmann Pírata stunda hundalógík, þegar hann segir bankann hafa verið seldan á undirverði. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að alger sjálfsblekking hafi ríkt á meðal stjórnarliða, um að salan á Íslandsbanka hafi hingað til verið vel heppnuð. Hann benti á að á meðal markmiða stjórnvalda með sölunni hafi verið að fá hámarksverð fyrir bankann, sem hann telur að hafi ekki fengist. „Hvað svo sem ráðherra segir þá var það eitt helsta markmiðið, alla vega það sem þingið fékk í hendurnar, að hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Og raunin var sú að þrjátíu milljarða munur var á söluverði og markaðsverði. Ekki 55 milljarðar eins og ríkið fékk, heldur 85 milljarðar, sem það hefði átt að vera. Hvernig getur ráðherra sagt að salan hafi verið vel heppnuð þegar ríkissjóður tapaði 30 milljörðum króna?“ sagði Björn Leví. „Fengum mjög gott verð“ Útboðsgengið sem bankinn var seldur á var um fjórum prósentum lægra en markaðsvirði þá stundina. Það er sagt tíðkast í útboðum af þessari gerð. Bjarni sagði að hámarksverð fyrir bankann hafi ekki verið eina markmiðið með sölunni. Taka þyrfti mið af heildarniðurstöðunni. „Vorum við að fá fjárfesta sem vildu halda hlutnum til lengri tíma til dæmis, er það eftirsóknarvert yfirhöfuð að hafa dreift eignarhald, er skynsamlegt að leggja áherslu á að hafa bæði innlenda og erlenda aðila? Ég segi já við öllum þessum spurningum og með því erum við að segja að verðið ræður ekki eitt, en við fengum bæði í fyrra og í nýafstöðnu útboði mjög gott verð. Mjög gott verð,“ sagði Bjarni. Björn Leví spurði aftur: Eru þessir þættir sem þarna er lýst þrjátíu milljarða króna virði, af því að þeir skipti svo miklu máli líka? Bjarni sagði þá að í sambærilegum útboðum sé fyrirséð að verð félags hækki eftir útboð. „Tökum Síldarvinnsluna til dæmis. Gáfu eigendur Síldarvinnslunnar tugi milljarða með því að setja félagið á markað? Voru þeir að gefa nýjum hluthöfum tugi milljarða, en félagið hefur einmitt hækkað um tugi milljarða síðan það var skráð? Þetta er svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að alger sjálfsblekking hafi ríkt á meðal stjórnarliða, um að salan á Íslandsbanka hafi hingað til verið vel heppnuð. Hann benti á að á meðal markmiða stjórnvalda með sölunni hafi verið að fá hámarksverð fyrir bankann, sem hann telur að hafi ekki fengist. „Hvað svo sem ráðherra segir þá var það eitt helsta markmiðið, alla vega það sem þingið fékk í hendurnar, að hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Og raunin var sú að þrjátíu milljarða munur var á söluverði og markaðsverði. Ekki 55 milljarðar eins og ríkið fékk, heldur 85 milljarðar, sem það hefði átt að vera. Hvernig getur ráðherra sagt að salan hafi verið vel heppnuð þegar ríkissjóður tapaði 30 milljörðum króna?“ sagði Björn Leví. „Fengum mjög gott verð“ Útboðsgengið sem bankinn var seldur á var um fjórum prósentum lægra en markaðsvirði þá stundina. Það er sagt tíðkast í útboðum af þessari gerð. Bjarni sagði að hámarksverð fyrir bankann hafi ekki verið eina markmiðið með sölunni. Taka þyrfti mið af heildarniðurstöðunni. „Vorum við að fá fjárfesta sem vildu halda hlutnum til lengri tíma til dæmis, er það eftirsóknarvert yfirhöfuð að hafa dreift eignarhald, er skynsamlegt að leggja áherslu á að hafa bæði innlenda og erlenda aðila? Ég segi já við öllum þessum spurningum og með því erum við að segja að verðið ræður ekki eitt, en við fengum bæði í fyrra og í nýafstöðnu útboði mjög gott verð. Mjög gott verð,“ sagði Bjarni. Björn Leví spurði aftur: Eru þessir þættir sem þarna er lýst þrjátíu milljarða króna virði, af því að þeir skipti svo miklu máli líka? Bjarni sagði þá að í sambærilegum útboðum sé fyrirséð að verð félags hækki eftir útboð. „Tökum Síldarvinnsluna til dæmis. Gáfu eigendur Síldarvinnslunnar tugi milljarða með því að setja félagið á markað? Voru þeir að gefa nýjum hluthöfum tugi milljarða, en félagið hefur einmitt hækkað um tugi milljarða síðan það var skráð? Þetta er svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira