KA spilar fyrstu heimaleikina á Dalvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 13:30 Úr leik á Greifavellinum á síðasta tímabili. KA spilar ekki þar í sumar. vísir/Óskar Ófeigur KA spilar væntanlega fyrstu heimaleiki sína í Bestu deild karla á Dalvík. Enn á eftir að leggja gervigras á nýjan framtíðarvöll KA. Í fyrra spilaði KA fyrstu fjóra heimaleiki sína á Dalvík áður liðið færði sig yfir á Greifavöllinn. Í sumar ætla KA-menn að láta langþráðan draum rætast og spila á KA-svæðinu. En hvenær það verður liggur ekki fyrir. „Það er ekki komin nein dagsetning hvenær á að byrja að leggja það. Mér skilst að það geti tekið þrjár vikur. Markmiðið var að byrja á því í byrjun apríl en ég veit ekki alveg stöðuna á því,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, við Vísi. „Auðvitað er þetta mikið rask. Það verða þrjár vikur þar sem er ekki hægt að nota völlinn. Það eru ekkert margir vellir sem er hægt að nota hérna á Akureyri. Við þurfum að leysa það, hvort sem það er að æfa inni í Boganum á morgnana eða keyra á Dalvík.“ Fleira þarf að gera en að leggja gervigras á völlinn á KA-svæðinu til að hann standist leyfiskerfi KSÍ varðandi aðstöðu fyrir áhorfendur, fjölmiðla og aðra. „Ég held að markmiðið sé að við getum spilað alla keppnisleiki á KA-svæðinu,“ sagði Arnar. „En ég geri ráð fyrir því að við byrjum á Dalvík. Það fer eftir því hvenær verður byrjað að leggja gervigrasið og koma upp stúku. Ég geri ráð fyrir að við spilum allavega tvo eða þrjá leiki á Dalvík. En við byrjum allavega þar. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Leikni. Menn ætluðu skipta á heimaleik og byrja í Breiðholtinu en þeir voru ekkert spenntir fyrir því þar sem grasið er ekki tilbúið.“ Fyrsti heimaleikur KA er gegn Leikni 20. apríl, annar gegn Keflavík 2. maí og sá þriðji gegn FH 11. maí. KA endaði í 4. sæti á síðasta tímabili sem er næstbesti árangur í sögu félagsins. KA-menn misstu af Evrópusæti í lokaumferðinni þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við FH. Besta deild karla KA Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í fyrra spilaði KA fyrstu fjóra heimaleiki sína á Dalvík áður liðið færði sig yfir á Greifavöllinn. Í sumar ætla KA-menn að láta langþráðan draum rætast og spila á KA-svæðinu. En hvenær það verður liggur ekki fyrir. „Það er ekki komin nein dagsetning hvenær á að byrja að leggja það. Mér skilst að það geti tekið þrjár vikur. Markmiðið var að byrja á því í byrjun apríl en ég veit ekki alveg stöðuna á því,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, við Vísi. „Auðvitað er þetta mikið rask. Það verða þrjár vikur þar sem er ekki hægt að nota völlinn. Það eru ekkert margir vellir sem er hægt að nota hérna á Akureyri. Við þurfum að leysa það, hvort sem það er að æfa inni í Boganum á morgnana eða keyra á Dalvík.“ Fleira þarf að gera en að leggja gervigras á völlinn á KA-svæðinu til að hann standist leyfiskerfi KSÍ varðandi aðstöðu fyrir áhorfendur, fjölmiðla og aðra. „Ég held að markmiðið sé að við getum spilað alla keppnisleiki á KA-svæðinu,“ sagði Arnar. „En ég geri ráð fyrir því að við byrjum á Dalvík. Það fer eftir því hvenær verður byrjað að leggja gervigrasið og koma upp stúku. Ég geri ráð fyrir að við spilum allavega tvo eða þrjá leiki á Dalvík. En við byrjum allavega þar. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Leikni. Menn ætluðu skipta á heimaleik og byrja í Breiðholtinu en þeir voru ekkert spenntir fyrir því þar sem grasið er ekki tilbúið.“ Fyrsti heimaleikur KA er gegn Leikni 20. apríl, annar gegn Keflavík 2. maí og sá þriðji gegn FH 11. maí. KA endaði í 4. sæti á síðasta tímabili sem er næstbesti árangur í sögu félagsins. KA-menn misstu af Evrópusæti í lokaumferðinni þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við FH.
Besta deild karla KA Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira