„Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 21:35 Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn. Vísir/Vilhelm Eftir tíu marka tap á Selfossi í kvöld er HK fallið úr Olís-deild karla í handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum sem var spilaður, en er þó bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir allt. „Já, 100 prósent. Við erum búnir að spila 18 leiki og erum þar af búnir að taka tvo hauskúpuleiki þar sem við höfum bara verið slakir á öllum vígstöðum. Þetta var annar af þeim,“ sagði Basti að leikslokum. „Við fengum rosalega lítið út úr vörn og sókn og við höfum ekki gert svona marga tæknifeila síðan í október. Við höfum verið með svona að meðaltali sex til átta í seinustu kannski tíu leikjum og þetta eru gríðarleg vonbrigði. En þessir leikir koma hjá öllum liðum inn á milli. Því miður kom hann í kvöld hjá okkur og Selfoss þurfti í raun og veru ekkert að hafa fyrir þessu. Þannig að já, þessi úrslit gefa alveg klárlega hárrétta mynd af leiknum.“ Þrátt fyrir þessi orð þjálfarans þá voru HK-ingar inni í leiknum lengi vel. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Selfyssingar sigldu fram úr í síðari hálfleik. Basti segir að bæði hafi liðið verið að gera mikið af tæknifeilum og klikka á dauðafærum og það hafi farið með leikinn. „Við náttúrulega gerum aragrúa af tæknifeilum í fyrri hálfleik, það er klárt. En við vorum líka að fara með aragrúa af dauðafærum. Hann [Vilius Rasimas] var ekkert að verja þetta með höndunum. Hann var ekkert að hafa fyrir því að verja þetta. Við skutum bara í brjóstkassann og magann á honum og hann er stór.“ „Kannski fór það eitthvað rangt í okkur að það vantaði nokkra lykilmenn hjá þeim en það er líka búið að vanta lykilmenn hjá okkur í allan vetur þannig að það á ekki að vera nein afsökun. Við vorum bara slakir í dag og við verðum bara að taka það á kassann og mæta tilbúnir í næsta leik. Við höfum sýnt frábæran karakter í vetur og ég á ekki von á öðru en að við verðum klárir í að svara fyrir þetta á sunnudaginn.“ Þegar viðtalið við Basta var tekið hafði Grótta fjögurra marka forystu gegn Stjörnunni þegar nokkrar mínútur voru eftir. Grótta vann að lokum leikinn, 30-27, en þau úrslit þýða að HK-ingar eru fallnir úr Olís-deildinni. „Ég held að það sé alveg búið að vera viðbúið í einhvern tíma. Við erum búnir að missa af nokkrum dauðafærum til þess að halda okkur uppi. Við eigum að vera búnir að vinna báða leikina við Aftureldingu og Fram. Við áttum ekki að gera jafntefli á móti ÍBV og spurningamerki hvort við áttum að gera jafntefli við Hauka, en jú jú, við náðum svo sem í gott stig þar.“ „En það höfðu nú ekki margir trú á þessu liði í vetur og við erum búnir að gefa deildinni miklu fleiri góða leiki en flestir gerðu ráð fyrir. Við erum búnir að sýna betri frammistöðu en mörg af liðunum sem eru fyrir ofan okkur svona heilt yfir þó að stigin hafi ekki komið. Tíminn er vinur okkar og ég held að það sýni bara ótrúlega trú og ánægju leikmanna að við erum að fara niður, en það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt því að við erum bara að fara að missa einn leikmann. Við erum kannski ekki að vinna inni á vellinum, en við erum klárlega að vinna utan vallar. Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina,“ sagði Basti að lokum. Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - HK 33-23 | Selfyssingar sigldu fram úr á lokametrunum Selfyssingar unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-23. 23. mars 2022 20:53 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
„Já, 100 prósent. Við erum búnir að spila 18 leiki og erum þar af búnir að taka tvo hauskúpuleiki þar sem við höfum bara verið slakir á öllum vígstöðum. Þetta var annar af þeim,“ sagði Basti að leikslokum. „Við fengum rosalega lítið út úr vörn og sókn og við höfum ekki gert svona marga tæknifeila síðan í október. Við höfum verið með svona að meðaltali sex til átta í seinustu kannski tíu leikjum og þetta eru gríðarleg vonbrigði. En þessir leikir koma hjá öllum liðum inn á milli. Því miður kom hann í kvöld hjá okkur og Selfoss þurfti í raun og veru ekkert að hafa fyrir þessu. Þannig að já, þessi úrslit gefa alveg klárlega hárrétta mynd af leiknum.“ Þrátt fyrir þessi orð þjálfarans þá voru HK-ingar inni í leiknum lengi vel. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Selfyssingar sigldu fram úr í síðari hálfleik. Basti segir að bæði hafi liðið verið að gera mikið af tæknifeilum og klikka á dauðafærum og það hafi farið með leikinn. „Við náttúrulega gerum aragrúa af tæknifeilum í fyrri hálfleik, það er klárt. En við vorum líka að fara með aragrúa af dauðafærum. Hann [Vilius Rasimas] var ekkert að verja þetta með höndunum. Hann var ekkert að hafa fyrir því að verja þetta. Við skutum bara í brjóstkassann og magann á honum og hann er stór.“ „Kannski fór það eitthvað rangt í okkur að það vantaði nokkra lykilmenn hjá þeim en það er líka búið að vanta lykilmenn hjá okkur í allan vetur þannig að það á ekki að vera nein afsökun. Við vorum bara slakir í dag og við verðum bara að taka það á kassann og mæta tilbúnir í næsta leik. Við höfum sýnt frábæran karakter í vetur og ég á ekki von á öðru en að við verðum klárir í að svara fyrir þetta á sunnudaginn.“ Þegar viðtalið við Basta var tekið hafði Grótta fjögurra marka forystu gegn Stjörnunni þegar nokkrar mínútur voru eftir. Grótta vann að lokum leikinn, 30-27, en þau úrslit þýða að HK-ingar eru fallnir úr Olís-deildinni. „Ég held að það sé alveg búið að vera viðbúið í einhvern tíma. Við erum búnir að missa af nokkrum dauðafærum til þess að halda okkur uppi. Við eigum að vera búnir að vinna báða leikina við Aftureldingu og Fram. Við áttum ekki að gera jafntefli á móti ÍBV og spurningamerki hvort við áttum að gera jafntefli við Hauka, en jú jú, við náðum svo sem í gott stig þar.“ „En það höfðu nú ekki margir trú á þessu liði í vetur og við erum búnir að gefa deildinni miklu fleiri góða leiki en flestir gerðu ráð fyrir. Við erum búnir að sýna betri frammistöðu en mörg af liðunum sem eru fyrir ofan okkur svona heilt yfir þó að stigin hafi ekki komið. Tíminn er vinur okkar og ég held að það sýni bara ótrúlega trú og ánægju leikmanna að við erum að fara niður, en það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt því að við erum bara að fara að missa einn leikmann. Við erum kannski ekki að vinna inni á vellinum, en við erum klárlega að vinna utan vallar. Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina,“ sagði Basti að lokum.
Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - HK 33-23 | Selfyssingar sigldu fram úr á lokametrunum Selfyssingar unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-23. 23. mars 2022 20:53 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - HK 33-23 | Selfyssingar sigldu fram úr á lokametrunum Selfyssingar unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-23. 23. mars 2022 20:53