Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2022 23:15 Vilhjálmur Birgisson hefur verið formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. Björn Snæbjörnsson fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins tilkynnti að hann hygðist hætta formennsku í lok þessa mánaðar eftir 12 ára formannssetu. Kosningar hófust á þingi sambandsins klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og standa fram á föstudag. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þakklátur fyrir stuðning „Það skiptir miklu máli að vera með stuðning eins og frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki, alla vega að stórum hluta til. Og svo veit ég að ég hef stuðning frá Húsavík og Grindavík og jafnvel víðar, þannig þetta verður bara spennandi,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu og bætir við að úrslitin verði að koma í ljós. Hann segir að sínar áherslur séu að byggja komandi kjaraviðræður á sama grunni og gert var í lífskjarasamningnum. Sá samningur hafi heilt yfir verið góður handa lágtekjufólki enda hafi tekist að semja eingöngu með krónutölum. Það leggi hann mikla áherslu á. „Það er algjörlega útilokað mál að vera með lágmarkskjör þar sem að fólk getur ekki haldið mannlegri reisn og framfleytt sér frá mánuði til mánaðar. Það er bara útilokað mál,“ segir Vilhjálmur. Geti unnið með öllum Aðspurður kveðst hann ekki boða hallarbyltingu innan sambandsins, nái hann kjöri, enda telur hann sig geta unnið með öllum. „Ég tel það mjög brýnt að formaður í Starfsgreinasambandinu geti verið formaður allra stéttarfélaga sem eiga aðild að stéttarfélaginu. Ég held að ég sé alveg fullfær um að gera slíkt. Ég hef alla tíð sýnt það að ég geti unnið með öllum og það er bara mikilvægt að við náum að stilla saman strengi okkar fyrir erfiðar kjaraviðræður sem munu hefjast mjög fljótlega,“ segir Vilhjálmur. Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Björn Snæbjörnsson fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins tilkynnti að hann hygðist hætta formennsku í lok þessa mánaðar eftir 12 ára formannssetu. Kosningar hófust á þingi sambandsins klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og standa fram á föstudag. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þakklátur fyrir stuðning „Það skiptir miklu máli að vera með stuðning eins og frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki, alla vega að stórum hluta til. Og svo veit ég að ég hef stuðning frá Húsavík og Grindavík og jafnvel víðar, þannig þetta verður bara spennandi,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu og bætir við að úrslitin verði að koma í ljós. Hann segir að sínar áherslur séu að byggja komandi kjaraviðræður á sama grunni og gert var í lífskjarasamningnum. Sá samningur hafi heilt yfir verið góður handa lágtekjufólki enda hafi tekist að semja eingöngu með krónutölum. Það leggi hann mikla áherslu á. „Það er algjörlega útilokað mál að vera með lágmarkskjör þar sem að fólk getur ekki haldið mannlegri reisn og framfleytt sér frá mánuði til mánaðar. Það er bara útilokað mál,“ segir Vilhjálmur. Geti unnið með öllum Aðspurður kveðst hann ekki boða hallarbyltingu innan sambandsins, nái hann kjöri, enda telur hann sig geta unnið með öllum. „Ég tel það mjög brýnt að formaður í Starfsgreinasambandinu geti verið formaður allra stéttarfélaga sem eiga aðild að stéttarfélaginu. Ég held að ég sé alveg fullfær um að gera slíkt. Ég hef alla tíð sýnt það að ég geti unnið með öllum og það er bara mikilvægt að við náum að stilla saman strengi okkar fyrir erfiðar kjaraviðræður sem munu hefjast mjög fljótlega,“ segir Vilhjálmur.
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. 23. mars 2022 14:13
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34
Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5. mars 2022 09:11