Deila með tíu í sannleikann, annars trúir þessu enginn Markell Productions 23. mars 2022 12:24 Þorsteinn Backmann og Sigurður Sigurjónsson fara á kostum sem tengdafeðgar í Allra síðustu veiðiferðinni. „Viðtökurnar eru frábærar. Fólk þyrstir í vor og náttúru, gleði og vitleysu enda veitir ekki af núna,“ segir Örn Marínó, annar handritshöfunda og leikstjóra kvikmyndarinnar Allra síðasta veiðiferðin sem frumsýnd var um helgina. Klippa: Allra síðasta veiðiferðin - sýnishorn Hátt í tíu þúsund manns hafa þegar skellt sér í bíó en myndin er sjálfstætt framhald af Síðustu veiðiferðinni sem kom út 2020. Sú mynd þótti óstjórnlega fyndin, mikið um berrassaða karla og vandræðalegar uppákomur og ef marka má titil nýrrar smáskífu úr myndinni sem kom út á Spotify í gær eftir tónskáld myndarinnar, Hall Ingólfsson, er það sama uppi á teningnum í nýju myndinni. „Lagið heitir sem sagt Sverðdansinn og er úr atriði sem vakið hefur mikla kátínu. Ég vil meina að Sverðdansinn sé fallegt líkamlegt listaverk, án þess að fara nánar út í það. Hallur er algjör snillingur,“ segir Örn og hefur engar áhyggjur af því að hafa gengið of langt í vitleysisganginum í nýju myndinni. Myndin fjalli í raun um vináttuna og svo hafi landinn bara gott af því að láta hrista aðeins upp í sér. „Allra síðasta veiðiferðin er öll stærri og tja, klúrari á köflum en sú fyrri en þetta er allt á góðum nótum. Það þarf aðeins að stuða fólk í dag, það þýðir ekki að vera með of mikinn tepruskap. Við erum ekki að endurtaka sömu myndina, leikarahópurinn er stærri og kvenhlutverkin eru stærri og svo þróast sagan í meðförum leikaranna og í klippiherberginu.“ Lögreglustjórinn sem leikinn er af Halldóru Geirharðsdóttur þarf að hafa nokkur afskipti af vinahópnum. Myndin hverfist um sama vinahópinn nema nú er Valur orðinn ráðherra og tekur tengdapabba sinn með í ferðina, forsætisráðherrann, sem Sigurður Sigurjónsson leikur. Það má því ekkert klikka í þessum túr og Valur leggur áherslu á það við félaga sína að þeir hagi sér vel. Það gengur svo sannarlega ekki eftir. Er þetta kannski heimildarmynd um mannlegt eðli? „Eru ekki allar myndir heimildamyndir?,“ segir Örn sposkur. „Við Þorkell Harðarson byggjum handritið á sönnum veiðisögum. Við sperrum eyrum hvar sem við komum í hús og fáum líka símtöl og tölvupósta þar sem fólk segir okkur krassandi sögur. Við drögum reyndar mikið úr í myndinni, það er nefnilega þannig að sannleikurinn tekur langt fram úr því skáldaða og það þarf yfirleitt að deila í hann með tíu, annars trúir þessu enginn,“ segir Örn. Handritið er byggt á sönnum sögum, sem þurfti víst að draga mikið úr. Samkvæmt titli myndarinnar ættu veiðiferðirnar ekki að verða fleiri en þeir Örn og Þorkell eru víst ekki hættir. „Næsta veiðiferð er komin í ferli og vonandi hefjast tökur í sumar!“ Sagan fjallar auðvitað fyrst og fremst um vináttuna. Matseðillinn er mjög mikilvægur í veiðiferðum sem þessum. Hilmir Snær, Halldór Gylfason og Þorsteinn Bachman eru meðal leikara sem snúa aftur í myndinni. Gunnar Helgason fer með hlutverk í nýju myndinni, enda annálaður veiðimaður. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Stangveiði Tengdar fréttir Stemning á forsýningu Allra síðustu veiðiferðarinnar Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýndum sýnishorn úr myndinni í síðasta mánuði hér á Lífinu á Vísi. 11. mars 2022 13:31 „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Sjá meira
Klippa: Allra síðasta veiðiferðin - sýnishorn Hátt í tíu þúsund manns hafa þegar skellt sér í bíó en myndin er sjálfstætt framhald af Síðustu veiðiferðinni sem kom út 2020. Sú mynd þótti óstjórnlega fyndin, mikið um berrassaða karla og vandræðalegar uppákomur og ef marka má titil nýrrar smáskífu úr myndinni sem kom út á Spotify í gær eftir tónskáld myndarinnar, Hall Ingólfsson, er það sama uppi á teningnum í nýju myndinni. „Lagið heitir sem sagt Sverðdansinn og er úr atriði sem vakið hefur mikla kátínu. Ég vil meina að Sverðdansinn sé fallegt líkamlegt listaverk, án þess að fara nánar út í það. Hallur er algjör snillingur,“ segir Örn og hefur engar áhyggjur af því að hafa gengið of langt í vitleysisganginum í nýju myndinni. Myndin fjalli í raun um vináttuna og svo hafi landinn bara gott af því að láta hrista aðeins upp í sér. „Allra síðasta veiðiferðin er öll stærri og tja, klúrari á köflum en sú fyrri en þetta er allt á góðum nótum. Það þarf aðeins að stuða fólk í dag, það þýðir ekki að vera með of mikinn tepruskap. Við erum ekki að endurtaka sömu myndina, leikarahópurinn er stærri og kvenhlutverkin eru stærri og svo þróast sagan í meðförum leikaranna og í klippiherberginu.“ Lögreglustjórinn sem leikinn er af Halldóru Geirharðsdóttur þarf að hafa nokkur afskipti af vinahópnum. Myndin hverfist um sama vinahópinn nema nú er Valur orðinn ráðherra og tekur tengdapabba sinn með í ferðina, forsætisráðherrann, sem Sigurður Sigurjónsson leikur. Það má því ekkert klikka í þessum túr og Valur leggur áherslu á það við félaga sína að þeir hagi sér vel. Það gengur svo sannarlega ekki eftir. Er þetta kannski heimildarmynd um mannlegt eðli? „Eru ekki allar myndir heimildamyndir?,“ segir Örn sposkur. „Við Þorkell Harðarson byggjum handritið á sönnum veiðisögum. Við sperrum eyrum hvar sem við komum í hús og fáum líka símtöl og tölvupósta þar sem fólk segir okkur krassandi sögur. Við drögum reyndar mikið úr í myndinni, það er nefnilega þannig að sannleikurinn tekur langt fram úr því skáldaða og það þarf yfirleitt að deila í hann með tíu, annars trúir þessu enginn,“ segir Örn. Handritið er byggt á sönnum sögum, sem þurfti víst að draga mikið úr. Samkvæmt titli myndarinnar ættu veiðiferðirnar ekki að verða fleiri en þeir Örn og Þorkell eru víst ekki hættir. „Næsta veiðiferð er komin í ferli og vonandi hefjast tökur í sumar!“ Sagan fjallar auðvitað fyrst og fremst um vináttuna. Matseðillinn er mjög mikilvægur í veiðiferðum sem þessum. Hilmir Snær, Halldór Gylfason og Þorsteinn Bachman eru meðal leikara sem snúa aftur í myndinni. Gunnar Helgason fer með hlutverk í nýju myndinni, enda annálaður veiðimaður.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Stangveiði Tengdar fréttir Stemning á forsýningu Allra síðustu veiðiferðarinnar Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýndum sýnishorn úr myndinni í síðasta mánuði hér á Lífinu á Vísi. 11. mars 2022 13:31 „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Sjá meira
Stemning á forsýningu Allra síðustu veiðiferðarinnar Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýndum sýnishorn úr myndinni í síðasta mánuði hér á Lífinu á Vísi. 11. mars 2022 13:31
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31