Borgarstjórar Liverpool og Manchester vilja færa undanúrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 07:02 Undanúrslit FA-bikarsins eiga að fara fram á Wembley. Blom UK via Getty Images Borgarstjórar Liverpool og Manchester vilja að undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verði færður af Wembley. Leikurinn verður spilaður helgina 16.-17. apríl, en vegna viðhalds munu engar lestir ganga á milli London og borganna tveggja dagana 15.-18. apríl. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, og Steve Rotheram, borgarstjóri Liverpool, segja báðir að leikurinn verði að fara fram á velli sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn liðanna. „Án skjótra og beinna lestarferða hafa margir stuðningsmenn ekki annarra kosta völ en að keyra, fljúga, eða bóka gistingu,“ segir í sameiginlegu bréfi Burnhams og Rotherams til enska knattspyrnusambandsins. „Þegar við tökum inn í myndina hækkandi olíuverð er ljóst að stuðningsmenn beggja liða standa frammi fyrir óhóflegum kostnaði og óþægindum - og það er áður en við horfum á þau umhverfislegu áhrif sem verða.“ Í bréfinu taka þeir kollegar einnig fram að þetta sé beint öryggismál þar sem þúsundir stuðningsmanna muni bætast við þá þungu umferð sem fylgir páskahátíðinni. „Eitt slys gæti orðið til þess að öll umferð á þjóðveginum yrði stopp sem gæti leitt til þess að stuðningsmenn missa af upphafsspynu leiksins.“ Enska knattspyrnusambandið vissi af viðhaldsvinnunni Eins og borgarstjórarnir tveir skilja málið þá var búið að skipuleggja þessar dagsetningar fyrir viðhald á lestarkerfinu árið 2019 og enska knattspyrnusambandið var sérstaklega látið vita af því seinasta haust. „Seinasta ár höfum við margoft heyrt slagorðið: Fótbolti er ekkert án áhorfenda. Ef ákvörðunin um að halda leikinn á Wembley stendur og fólk lendir í því að eiga ekki efni á því að koma á leikinn, eða kemst ekki af öðrum ástæðum, verða þessi orð merkingarlaus í eyrum margra.“ „Við teljum að augljósasta lausnin sé að færa leikinn á völl sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn og við bjóðum fram aðstoð okkar til að láta það gerast,“ sagði að lokum í bréfinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Chelsea og Crystal Palace en þar sem þau lið eru bæði staðsett í London ætti staðsetning Wembley ekki að hafa áhrif á ferðalög þeirra stuðningsmanna. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Leikurinn verður spilaður helgina 16.-17. apríl, en vegna viðhalds munu engar lestir ganga á milli London og borganna tveggja dagana 15.-18. apríl. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, og Steve Rotheram, borgarstjóri Liverpool, segja báðir að leikurinn verði að fara fram á velli sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn liðanna. „Án skjótra og beinna lestarferða hafa margir stuðningsmenn ekki annarra kosta völ en að keyra, fljúga, eða bóka gistingu,“ segir í sameiginlegu bréfi Burnhams og Rotherams til enska knattspyrnusambandsins. „Þegar við tökum inn í myndina hækkandi olíuverð er ljóst að stuðningsmenn beggja liða standa frammi fyrir óhóflegum kostnaði og óþægindum - og það er áður en við horfum á þau umhverfislegu áhrif sem verða.“ Í bréfinu taka þeir kollegar einnig fram að þetta sé beint öryggismál þar sem þúsundir stuðningsmanna muni bætast við þá þungu umferð sem fylgir páskahátíðinni. „Eitt slys gæti orðið til þess að öll umferð á þjóðveginum yrði stopp sem gæti leitt til þess að stuðningsmenn missa af upphafsspynu leiksins.“ Enska knattspyrnusambandið vissi af viðhaldsvinnunni Eins og borgarstjórarnir tveir skilja málið þá var búið að skipuleggja þessar dagsetningar fyrir viðhald á lestarkerfinu árið 2019 og enska knattspyrnusambandið var sérstaklega látið vita af því seinasta haust. „Seinasta ár höfum við margoft heyrt slagorðið: Fótbolti er ekkert án áhorfenda. Ef ákvörðunin um að halda leikinn á Wembley stendur og fólk lendir í því að eiga ekki efni á því að koma á leikinn, eða kemst ekki af öðrum ástæðum, verða þessi orð merkingarlaus í eyrum margra.“ „Við teljum að augljósasta lausnin sé að færa leikinn á völl sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn og við bjóðum fram aðstoð okkar til að láta það gerast,“ sagði að lokum í bréfinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Chelsea og Crystal Palace en þar sem þau lið eru bæði staðsett í London ætti staðsetning Wembley ekki að hafa áhrif á ferðalög þeirra stuðningsmanna.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira