Gjaldþrota grunnskóli Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 22. mars 2022 20:31 Um daginn var ég gjörsamlega úrvinda eftir tvær vikur í grunnskólakennslu. En ekki af baki dottin, enda er ég með yndislega nemendur, eins og reyndar býsna margir. Hef þó töluvert sinnt afskiptum af öðrum. Hef reynslu af tættari bekkjum, þ.e. sem hafa haft tíð kennara skipti s.s. vegna veikindi kennara, kulnunar eða skorts á faglærðum í stéttinni. Sé það snemma á skólagöngunni hafa þau börn yfirleitt ekki lært að hlýða grundvallareglum í skóla svo haldi, eða liðið vel með nám. Enda upplifað þau óöryggi í sínu daglega lífi, fyrst og fremst vegna skorts á ramma og óöryggi vegna fjarveru kennara eða tíðra kennaraskipta. – Þetta hefur svo oftast því miður áhrif á alla þeirra grunnskólagöngu. Áttu barn í grunnskóla? Áttu barnabarn í grunnskóla? Er þér umhugað um velferð barna? Þekkirðu barn með sérþarfir sem hefur hefur farið illa fyrir í grunnskólakerfinu? - Afar fáir gera sé grein fyrir því, þar á meðal grunnskólakennarar sjálfir og forysta samtaka þeirra segir fátt um: Að það er stórt gap í löggjöf um starf grunnskóla annars vegar og fjárframlaga til að mæta þeirri löggjöf hins vegar. – Í sérfræðiskýrslum og ýmsum rannsóknum um íslenska grunnskóla er mest megnis þagað um þetta stóra bil. Sumsstaðar er þess þó getið stuttlega, jafnvel sem aukaatriðis, en séð hef ég hjá æðstu stjórnvöldum að sérfræði kennarans, jafnvel sjálfstraust hans og tilfinningalegt ástand er dregið í efa frekar en nokkuð annað. Hversu faglegt er það? Sumir halda því jafnvel fram að kennarar séu mótfallnir ríkjandi stefnu um skóla án aðgreiningar, sem felur í sér jafnrétti í víðum skilningi og lýðræði. Þessir þættir eru stór liður í námsskránni sem við fylgjum og því staðhæfing fjarri lagi. Undantekning er þó að margir með dæmigerða einhverfu þola engan veginn venjulegt skólaumhverfi, sem og nemendur með verstu hegðunarerfiðleikana eða geðraskanir. - En hvaða starfsstétt lætur bjóða sér margfalt vinnuálag eins og er í framkvæmd skóla án aðgreiningar án þess að láta í sér heyra? Að auki fyrir sömu hræðilegu launin? Athugið að sem sérfræðingar með 5 ára háskólanám eru kennarar 17% undir lágmarkslaunum annarra sérfræðinga. - Engir nema kennarar láta bjóða sé þessa vanvirðingu. Umsjónarkennarar þurfa skv. lögum og reglugerðum oft að vinna margvíslegar kennsluáætlanir í staðin fyrir eina áður (og stundum ekki bara tvær), margvíslegt kennsluefni að þyngdarstigi, sem er auk þess ekki tiltækt frá menntamálastofnun, en kannski hægt að leita af á netinu. Annars búa þeir það til sjálfir! Því það vantar líka tilfinnanlega fjárframlög til námsgagnagerðar. - Tillit þarf kennarinn að taka til mismunandi skilnings á íslensku, útbúa sérstakt næði fyrir kvíðna og einhverfa og ekki síður þá með ADHD. Natni við lesblinda. Einstaklingsferli er algengt og samskipti við fjölskyldur þeirra sem hafa lent í erfiðum fjölskylduaðstæðum, eiga við námsvanda eða hegðunarörðugleika að stríða geta tekið drjúgan tíma hjá sumum, jafnvel þótt aðeins sé um eitt barn að ræða. Vissulega er þetta mismunandi, en ég hef heyrt í allt of mörgum kennurum í allt of mörg ár í fjölmörgum skólum, sem glíma við sama vandann. Kannski er erfitt fyrir þá að tala því enginn vill kasta rýrð á eigin skóla? Er réttlætanlegt að hindra samstöðu um afar brýn mál með slíkum rökum? Hvaða kjánar eru kennarar í sinni baráttu fyrir betri starfskjörum? Bæta á sig margvíslegum verkefnum og skildum en fá ekki svo mikið sem einu sinni krónu fyrir. Eitthvað skárri sérfæðingaþjónustu fá þeir, en hún dugar ekki til og hjálpar takmarkað til inn í daglegu starfi í bekk. Hvers vegna er hvergi opinberlega talað um alls óásættanlegan mismun á kröfum til kennarans annars vegar, þ.á.m. sérkennara, og þeirra úrræða sem hann hefur til að fullnægja þeim skildum hins vegar? Þetta er ein sú hræðilegasta klemma sem nokkur starfsmaður getur lent í, þ.e. að vilja gera sitt besta en hafa ekki til þess bjargir. – Kulnun kennara er eðlilegra en nokkuð, sem og langtíma veikindaleyfi. Á meðan blæða börnin fyrir gjörsamlega fjársvelt grunnskólakerfi. Á meðan kennarinn á að þjóna öllum jafnt út frá stöðu s.s. með mismunandi þjóðlegan bakgrunn, dislexíu, ADHD, TS, kvíðröskun, seinþroska, einhverfu og mótþróaröskun þá fæst enginn fjárhagslegur stuðningur fyrir börnin nema að fyrir liggi læknisfræðilegar greiningar á allra alvarlegustu tilvikunum. Ekki t.d. dislexíu eða ADHD. - Biðtími eftir greiningu er svo aftur a.m.k. tvö ár. Mjög dýrmæt tvö ár í lífi barns, þar sem aðgerðarleysi hefur oftast afar slæm langtímaáhrif. Hjá barnalæknum og sálfræðingum er það fullkomlega á hreinu. Það sem kennarinn gerir í skólastofunni með 20-27 nemendur dugar allt of oft engan veginn til. - Fagmennirnir, þ.e. kennaranir o.fl. í skólakerfinu eru þá löngu búin að sjá hvert stefnir. Stuðningur við barnið, sem kemur svo eftir dúk og disk og nokkur ár, er svo aðallega í formi ófaglærðs starfsmanns á hrikalega lágum launum, auk örfárra tíma sem barnið fær fyrir sig ásamt nokkrum öðrum nemendum. - Bjargir til grunnskóla hvað, og hvað þá skóla án aðgreiningar? Í Covid og miklum veikindum almennt, barna og starfsmanna, verður undirliggjandi vandi enn meira áberandi. Í einni svipan fá börnin kannski ekki þjónustu þroskaþjálfa, sérkennara, tungumálkennara eða sjálfs umsjónarkennarans, jafnvel svo vikum eða mánuðum skiptir. Ég get lofað ykkur því að þeim líður alls ekki vel með það.Þrátt fyrir góðar menntastefnur, hugmyndir, þróunarverkefni, aukna teymisvinnu og tilraunir skólastjóra til betrum bóta, þá er íslenskt grunnskólakerfi algerlega gjaldþrota. Hundruðir okkar ef ekki þúsundir vita þetta, kennarar, stjórnendur og foreldrar, en fáir segja nokkuð og alls enginn hlustar. - Hvað ætlar þú að kjósa um í sveitastjórnarkosningunum í vor? Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Um daginn var ég gjörsamlega úrvinda eftir tvær vikur í grunnskólakennslu. En ekki af baki dottin, enda er ég með yndislega nemendur, eins og reyndar býsna margir. Hef þó töluvert sinnt afskiptum af öðrum. Hef reynslu af tættari bekkjum, þ.e. sem hafa haft tíð kennara skipti s.s. vegna veikindi kennara, kulnunar eða skorts á faglærðum í stéttinni. Sé það snemma á skólagöngunni hafa þau börn yfirleitt ekki lært að hlýða grundvallareglum í skóla svo haldi, eða liðið vel með nám. Enda upplifað þau óöryggi í sínu daglega lífi, fyrst og fremst vegna skorts á ramma og óöryggi vegna fjarveru kennara eða tíðra kennaraskipta. – Þetta hefur svo oftast því miður áhrif á alla þeirra grunnskólagöngu. Áttu barn í grunnskóla? Áttu barnabarn í grunnskóla? Er þér umhugað um velferð barna? Þekkirðu barn með sérþarfir sem hefur hefur farið illa fyrir í grunnskólakerfinu? - Afar fáir gera sé grein fyrir því, þar á meðal grunnskólakennarar sjálfir og forysta samtaka þeirra segir fátt um: Að það er stórt gap í löggjöf um starf grunnskóla annars vegar og fjárframlaga til að mæta þeirri löggjöf hins vegar. – Í sérfræðiskýrslum og ýmsum rannsóknum um íslenska grunnskóla er mest megnis þagað um þetta stóra bil. Sumsstaðar er þess þó getið stuttlega, jafnvel sem aukaatriðis, en séð hef ég hjá æðstu stjórnvöldum að sérfræði kennarans, jafnvel sjálfstraust hans og tilfinningalegt ástand er dregið í efa frekar en nokkuð annað. Hversu faglegt er það? Sumir halda því jafnvel fram að kennarar séu mótfallnir ríkjandi stefnu um skóla án aðgreiningar, sem felur í sér jafnrétti í víðum skilningi og lýðræði. Þessir þættir eru stór liður í námsskránni sem við fylgjum og því staðhæfing fjarri lagi. Undantekning er þó að margir með dæmigerða einhverfu þola engan veginn venjulegt skólaumhverfi, sem og nemendur með verstu hegðunarerfiðleikana eða geðraskanir. - En hvaða starfsstétt lætur bjóða sér margfalt vinnuálag eins og er í framkvæmd skóla án aðgreiningar án þess að láta í sér heyra? Að auki fyrir sömu hræðilegu launin? Athugið að sem sérfræðingar með 5 ára háskólanám eru kennarar 17% undir lágmarkslaunum annarra sérfræðinga. - Engir nema kennarar láta bjóða sé þessa vanvirðingu. Umsjónarkennarar þurfa skv. lögum og reglugerðum oft að vinna margvíslegar kennsluáætlanir í staðin fyrir eina áður (og stundum ekki bara tvær), margvíslegt kennsluefni að þyngdarstigi, sem er auk þess ekki tiltækt frá menntamálastofnun, en kannski hægt að leita af á netinu. Annars búa þeir það til sjálfir! Því það vantar líka tilfinnanlega fjárframlög til námsgagnagerðar. - Tillit þarf kennarinn að taka til mismunandi skilnings á íslensku, útbúa sérstakt næði fyrir kvíðna og einhverfa og ekki síður þá með ADHD. Natni við lesblinda. Einstaklingsferli er algengt og samskipti við fjölskyldur þeirra sem hafa lent í erfiðum fjölskylduaðstæðum, eiga við námsvanda eða hegðunarörðugleika að stríða geta tekið drjúgan tíma hjá sumum, jafnvel þótt aðeins sé um eitt barn að ræða. Vissulega er þetta mismunandi, en ég hef heyrt í allt of mörgum kennurum í allt of mörg ár í fjölmörgum skólum, sem glíma við sama vandann. Kannski er erfitt fyrir þá að tala því enginn vill kasta rýrð á eigin skóla? Er réttlætanlegt að hindra samstöðu um afar brýn mál með slíkum rökum? Hvaða kjánar eru kennarar í sinni baráttu fyrir betri starfskjörum? Bæta á sig margvíslegum verkefnum og skildum en fá ekki svo mikið sem einu sinni krónu fyrir. Eitthvað skárri sérfæðingaþjónustu fá þeir, en hún dugar ekki til og hjálpar takmarkað til inn í daglegu starfi í bekk. Hvers vegna er hvergi opinberlega talað um alls óásættanlegan mismun á kröfum til kennarans annars vegar, þ.á.m. sérkennara, og þeirra úrræða sem hann hefur til að fullnægja þeim skildum hins vegar? Þetta er ein sú hræðilegasta klemma sem nokkur starfsmaður getur lent í, þ.e. að vilja gera sitt besta en hafa ekki til þess bjargir. – Kulnun kennara er eðlilegra en nokkuð, sem og langtíma veikindaleyfi. Á meðan blæða börnin fyrir gjörsamlega fjársvelt grunnskólakerfi. Á meðan kennarinn á að þjóna öllum jafnt út frá stöðu s.s. með mismunandi þjóðlegan bakgrunn, dislexíu, ADHD, TS, kvíðröskun, seinþroska, einhverfu og mótþróaröskun þá fæst enginn fjárhagslegur stuðningur fyrir börnin nema að fyrir liggi læknisfræðilegar greiningar á allra alvarlegustu tilvikunum. Ekki t.d. dislexíu eða ADHD. - Biðtími eftir greiningu er svo aftur a.m.k. tvö ár. Mjög dýrmæt tvö ár í lífi barns, þar sem aðgerðarleysi hefur oftast afar slæm langtímaáhrif. Hjá barnalæknum og sálfræðingum er það fullkomlega á hreinu. Það sem kennarinn gerir í skólastofunni með 20-27 nemendur dugar allt of oft engan veginn til. - Fagmennirnir, þ.e. kennaranir o.fl. í skólakerfinu eru þá löngu búin að sjá hvert stefnir. Stuðningur við barnið, sem kemur svo eftir dúk og disk og nokkur ár, er svo aðallega í formi ófaglærðs starfsmanns á hrikalega lágum launum, auk örfárra tíma sem barnið fær fyrir sig ásamt nokkrum öðrum nemendum. - Bjargir til grunnskóla hvað, og hvað þá skóla án aðgreiningar? Í Covid og miklum veikindum almennt, barna og starfsmanna, verður undirliggjandi vandi enn meira áberandi. Í einni svipan fá börnin kannski ekki þjónustu þroskaþjálfa, sérkennara, tungumálkennara eða sjálfs umsjónarkennarans, jafnvel svo vikum eða mánuðum skiptir. Ég get lofað ykkur því að þeim líður alls ekki vel með það.Þrátt fyrir góðar menntastefnur, hugmyndir, þróunarverkefni, aukna teymisvinnu og tilraunir skólastjóra til betrum bóta, þá er íslenskt grunnskólakerfi algerlega gjaldþrota. Hundruðir okkar ef ekki þúsundir vita þetta, kennarar, stjórnendur og foreldrar, en fáir segja nokkuð og alls enginn hlustar. - Hvað ætlar þú að kjósa um í sveitastjórnarkosningunum í vor? Höfundur er grunnskólakennari.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun