Íslendingaliðið með bakið upp við vegg gegn frönsku meisturunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. mars 2022 19:38 Glódís Perla Viggósdóttir í baráttu gegn PSG í kvöld. Sven Hoppe/picture alliance via Getty Images Bayern München, sem er með þrjá íslenska leikmenn í sínum röðum, tók á móti PSG í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld. Það voru Frakkarnir sem höfðu betur á útivelli, 1-2. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk PSG, það fyrra eftir tuttugu mínútna leik og það síðara þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Klara Buhl minnkaði muninn fyrir heimakonur á 84. mínútu. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru leikmenn Bayern og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að láni hjá félaginu frá Everton. Glódís Perla lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern, en Karólína og Cecilía komu ekki við sögu. Seinni leikur Bayern og PSG er í París miðvikudaginn 30. mars, en ljóst er að Íslendingaliðið á erfitt verkefni fyrir höndum. Leikurinn var í beinni og opinni útsendingu DAZN sem hægt er að horfa á hér að neðan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Bayern München, sem er með þrjá íslenska leikmenn í sínum röðum, tók á móti PSG í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld. Það voru Frakkarnir sem höfðu betur á útivelli, 1-2. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk PSG, það fyrra eftir tuttugu mínútna leik og það síðara þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Klara Buhl minnkaði muninn fyrir heimakonur á 84. mínútu. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru leikmenn Bayern og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að láni hjá félaginu frá Everton. Glódís Perla lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern, en Karólína og Cecilía komu ekki við sögu. Seinni leikur Bayern og PSG er í París miðvikudaginn 30. mars, en ljóst er að Íslendingaliðið á erfitt verkefni fyrir höndum. Leikurinn var í beinni og opinni útsendingu DAZN sem hægt er að horfa á hér að neðan.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti