Sveindís ferðast til Lundúna Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2022 13:00 Sveindís Jane Jónsdóttir gæti mögulega tekið þátt í leiknum mikilvæga við Arsenal á morgun þrátt fyrir að hafa glímt við minni háttar meiðsli undanfarið. vísir/Sigurjón Sveindís Jane Jónsdóttir hefur jafnað sig af meiðslum fyrir leik Wolfsburg við Arsenal á Emirates-leikvanginum í Lundúnum — einn af stórleikjum vikunnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Sveindís stimplaði sig frábærlega inn í fyrsta byrjunarliðsleik sínum með Wolfsburg þegar hún skoraði tvö fyrstu mörkin í 5-1 sigri gegn Köln í þýsku deildinni 11. mars. Þá varð hún hins vegar að fara af velli í hálfleik vegna smávægilegrar tognunar í læri. Sveindís missti svo af síðustu tveimur leikjum, sigrum gegn Sand og Hoffenheim, en staðfesti við Vísi í dag að hún myndi ferðast með til Lundúna. Þangað fer reyndar 21 leikmaður Wolfsburg en 20 leikmenn verða svo í leikmannahópnum sem mætir Arsenal á morgun. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Wolfsburg komst í 8-liða úrslitin með því að vinna annað Lundúnalið, Chelsea, 4-0 í lokaumferð riðlakeppninnar sem jafnframt varð til þess að Chelsea, silfurlið Meistaradeildarinnar í fyrra, sat eftir með sárt ennið. Wolfsburg er núna á toppi þýsku deildarinnar en Arsenal, með hollensku markavélina Vivianne Miedema fremsta í flokki, er á toppi ensku úrvalseildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Chelsea sem á leik til góða. Kvennalið Arsenal spilar vanalega heimaleiki sína á hinum 5.000 manna Meadow Park en verður á hinum 60.000 manna Emirates-leikvangi á morgun, þar sem karlalið félagsins spilar sína heimaleiki. Seinni leikur Wolfsburg og Arsenal verður í Þýskalandi fimmtudaginn 31. mars. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Sjá meira
Sveindís stimplaði sig frábærlega inn í fyrsta byrjunarliðsleik sínum með Wolfsburg þegar hún skoraði tvö fyrstu mörkin í 5-1 sigri gegn Köln í þýsku deildinni 11. mars. Þá varð hún hins vegar að fara af velli í hálfleik vegna smávægilegrar tognunar í læri. Sveindís missti svo af síðustu tveimur leikjum, sigrum gegn Sand og Hoffenheim, en staðfesti við Vísi í dag að hún myndi ferðast með til Lundúna. Þangað fer reyndar 21 leikmaður Wolfsburg en 20 leikmenn verða svo í leikmannahópnum sem mætir Arsenal á morgun. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Wolfsburg komst í 8-liða úrslitin með því að vinna annað Lundúnalið, Chelsea, 4-0 í lokaumferð riðlakeppninnar sem jafnframt varð til þess að Chelsea, silfurlið Meistaradeildarinnar í fyrra, sat eftir með sárt ennið. Wolfsburg er núna á toppi þýsku deildarinnar en Arsenal, með hollensku markavélina Vivianne Miedema fremsta í flokki, er á toppi ensku úrvalseildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Chelsea sem á leik til góða. Kvennalið Arsenal spilar vanalega heimaleiki sína á hinum 5.000 manna Meadow Park en verður á hinum 60.000 manna Emirates-leikvangi á morgun, þar sem karlalið félagsins spilar sína heimaleiki. Seinni leikur Wolfsburg og Arsenal verður í Þýskalandi fimmtudaginn 31. mars.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Sjá meira