Kópavogur-Kharkiv Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 21. mars 2022 11:31 Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis. Vinabæir í Úkraínu Við, herlaus friðelskandi þjóð, eigum kannski erfitt með að skilja hverjum dettur í hug að leysa vandamál sín með því að skjóta á nágrannann, en það er sá raunveruleiki sem árásarliðið reynir að selja heiminum. En við verðum að bregðast við. Með þeim hætti sem við kunnum og getum. Við getum opnað dyr fyrir flóttafólk, tekið á móti því. Við getum tekið upp samskipti við úkraínskar borgir og bæi, gert þær að vinabæjum okkar hér á Íslandi. Þannig getur Kópavogur komið á samskiptum við næst stærstu borgina í Úkraínu, Kharkiv, og önnur sveitarfélög boðið sambærileg samskipti við aðrar borgir og bæi. Sendum skýr skilaboð Við getum ekki tekið á móti öllum íbúum Úkraínu, en við getum búið til pláss fyrir þau í hugum okkar, með samskiptum og hvatningu, fjárstuðningi og annarri aðstoð. Þannig færum við þau nær okkur, og setjum okkur þau verkefni að láta þau okkur varða með beinum hætti. Við eigum líka að taka á móti fólki frá Úkraínu og það á að vera metnaður sveitarfélaganna að gera það vel. Þannig sendum við skýr skilaboð til Úkraínu og alls heimsins að okkur er ekki sama og að við viljum gera það sem við getum til að hjálpa. Höfundur er læknir og skipar 1.sæti á lista VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Innrás Rússa í Úkraínu Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis. Vinabæir í Úkraínu Við, herlaus friðelskandi þjóð, eigum kannski erfitt með að skilja hverjum dettur í hug að leysa vandamál sín með því að skjóta á nágrannann, en það er sá raunveruleiki sem árásarliðið reynir að selja heiminum. En við verðum að bregðast við. Með þeim hætti sem við kunnum og getum. Við getum opnað dyr fyrir flóttafólk, tekið á móti því. Við getum tekið upp samskipti við úkraínskar borgir og bæi, gert þær að vinabæjum okkar hér á Íslandi. Þannig getur Kópavogur komið á samskiptum við næst stærstu borgina í Úkraínu, Kharkiv, og önnur sveitarfélög boðið sambærileg samskipti við aðrar borgir og bæi. Sendum skýr skilaboð Við getum ekki tekið á móti öllum íbúum Úkraínu, en við getum búið til pláss fyrir þau í hugum okkar, með samskiptum og hvatningu, fjárstuðningi og annarri aðstoð. Þannig færum við þau nær okkur, og setjum okkur þau verkefni að láta þau okkur varða með beinum hætti. Við eigum líka að taka á móti fólki frá Úkraínu og það á að vera metnaður sveitarfélaganna að gera það vel. Þannig sendum við skýr skilaboð til Úkraínu og alls heimsins að okkur er ekki sama og að við viljum gera það sem við getum til að hjálpa. Höfundur er læknir og skipar 1.sæti á lista VG í Kópavogi.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar