Tvö þúsund kílómetra flótti endaði með úkraínsku HM gulli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 09:32 Yaroslava Mahuchikh sést hér með gullið sitt eftir að hafa unnið hástökkið á HM innanhúss í Belgrad í Serbíu um helgina. AP/Darko Vojinovic Yaroslava Mahuchikh var án efa ein af eftirminnilegustu heimsmeisturum helgarinnar á HM innanhúss í frjálsum íþróttum í Belgrad. Yaroslava Mahuchikh clears 2.02m to win an emotional #WorldIndoorChamps high jump gold for Ukraine — World Athletics (@WorldAthletics) March 19, 2022 Mahuchikh tryggði sér heimsmeistaratitilinn í hástökki kvenna með því að stökkva 2,02 metra og gera betur en Ástralinn Eleanor Patterson (2,00 metrar) og Kasakinn Nadezhda Dubovitskaya (1,98 metrar). Þessi tvítuga úkraínska frjálsíþróttakona er nefnilega búin að upplifa afar erfiða tíma síðustu vikur eftir að hún þurfti að flýja heimili sitt í Dnipro eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fyrir þremur vikum þá flúði hún heimaborga sína og ferðaðist um tvö þúsund kílómetra leið í bíl til Belgrad í Serbíu. Ferðalagið tók þrjá daga en hún þurfti meðal annars að fela sig í kjallara á leiðinni. The world was cheering on Yaroslava Mahuchikh Gold in the women s high jump for Ukraine at the #WorldIndoorChamps after a long journey to even get to the start (h/t @KatharineMerry) pic.twitter.com/TJo1dlZ6k5— CITIUS MAG (@CitiusMag) March 19, 2022 Hún ferðaðist alla þessa leið með það markmið að ná því að keppa á heimsmeistaramótinu. Ekki beint draumaundirbúningur fyrir íþróttamann en henni tókst engu að síður að stökkva hærra en allir í hástökkskeppninni. Hún var ekki að ná góðum árangri í fyrsta sinn því hún varð önnur á HM 2019 og í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Úkraína eignaðist tvo verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu í ár því Maryna Bekh-Romanchuk vann silfurverðlaun í þrístökkinu þar sem Yulimar Rojas frá Venesúela setti heimsmet og vann gull. Congratulations girls! In an amazing moment, Ukrainian athletes won 2 medals at the World Indoor Athletics Championships in Belgrade! Gold:Yaroslava Mahuchikh (high jump, 2.02m) Silver:Maryna Bekh-Romanchuk (triple jump, 14.74m) #StandWithUkraine pic.twitter.com/kspL7AK6N4— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) March 21, 2022 Auðvitað hjálpaði það Yaroslavu að þurfa ekki að keppa við hina rússnesku Mariya Lasitskene. Rússum var bannað að taka þátt í heimsmeistaramótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Lasitskene var ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira
Yaroslava Mahuchikh clears 2.02m to win an emotional #WorldIndoorChamps high jump gold for Ukraine — World Athletics (@WorldAthletics) March 19, 2022 Mahuchikh tryggði sér heimsmeistaratitilinn í hástökki kvenna með því að stökkva 2,02 metra og gera betur en Ástralinn Eleanor Patterson (2,00 metrar) og Kasakinn Nadezhda Dubovitskaya (1,98 metrar). Þessi tvítuga úkraínska frjálsíþróttakona er nefnilega búin að upplifa afar erfiða tíma síðustu vikur eftir að hún þurfti að flýja heimili sitt í Dnipro eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fyrir þremur vikum þá flúði hún heimaborga sína og ferðaðist um tvö þúsund kílómetra leið í bíl til Belgrad í Serbíu. Ferðalagið tók þrjá daga en hún þurfti meðal annars að fela sig í kjallara á leiðinni. The world was cheering on Yaroslava Mahuchikh Gold in the women s high jump for Ukraine at the #WorldIndoorChamps after a long journey to even get to the start (h/t @KatharineMerry) pic.twitter.com/TJo1dlZ6k5— CITIUS MAG (@CitiusMag) March 19, 2022 Hún ferðaðist alla þessa leið með það markmið að ná því að keppa á heimsmeistaramótinu. Ekki beint draumaundirbúningur fyrir íþróttamann en henni tókst engu að síður að stökkva hærra en allir í hástökkskeppninni. Hún var ekki að ná góðum árangri í fyrsta sinn því hún varð önnur á HM 2019 og í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Úkraína eignaðist tvo verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu í ár því Maryna Bekh-Romanchuk vann silfurverðlaun í þrístökkinu þar sem Yulimar Rojas frá Venesúela setti heimsmet og vann gull. Congratulations girls! In an amazing moment, Ukrainian athletes won 2 medals at the World Indoor Athletics Championships in Belgrade! Gold:Yaroslava Mahuchikh (high jump, 2.02m) Silver:Maryna Bekh-Romanchuk (triple jump, 14.74m) #StandWithUkraine pic.twitter.com/kspL7AK6N4— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) March 21, 2022 Auðvitað hjálpaði það Yaroslavu að þurfa ekki að keppa við hina rússnesku Mariya Lasitskene. Rússum var bannað að taka þátt í heimsmeistaramótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Lasitskene var ríkjandi heims- og Ólympíumeistari.
Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira