Fótbolti

MLS í nótt: Arnór Ingvi og Þorleifur komu báðir við sögu

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Arnór Ingvi í baráttunni á dögunum
Arnór Ingvi í baráttunni á dögunum EPA-EFE/Jose Mendez

Báðir íslensku leikmennirnir sem leika í MLS deildinni í Bandaríkjunum komu við sögu í leikjum sinna liða í deildinni í nótt.

Þorleifur Úlfarsson, sem var valinn af Houston Dynamo í nýliðavalinu á árinu, kom inná á 60. mínútu í jafntefli gegn Colorado Rapids á heimavelli í Houston. Mark Kaye kom Colorado yfir á 42. mínútu en Tyler Pasher jafnaði fyrir Houston á lokamínútu leiksins. Houston er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki.

Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í austurstrandarliðinu New England Revolution máttu þola tap, 3-1, á útivelli í Charlotte FC í Norður-Karólínu. Karol Swiderski kom Charlotte yfir strax á 6. mínútu. Carles Gil jafnaði úr víti fyrir New England snemma í síðari hálfleik áður en Swiderski bætti sínu öðru marki við. Bender Ben skoraði svo þriðja markið og innsiglaði sigur Charlotte. Arnór Ingvi Traustason kom inná á 72. mínútu.

MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×