Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2022 07:37 Jón Ármann Gíslason er sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði. Einar Árnason „Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segir Jón Ármann okkur frá sögu staðarins. Við kynnumst samfélaginu í Öxarfirði, hefðbundnum sauðfjárbúskap og nýjum tækifærum í ferðaþjónustu, fiskeldi og úrvinnslugreinum landbúnaðar. Horft frá Skinnastað í átt til Ásbyrgis og sandanna sem Jökulsá flæmist um á leið sinni til sjávar í Öxarfirði.Einar Árnason „Sennilega er Skinnastaður ennþá þekktastur í sögunni fyrir þessa ágætu galdrapresta sem hér eru sagðir hafa setið,“ segir Jón Ármann, en Jón greipaglennir var einn galdraprestanna á öldum áður. Sumir prestanna áttu galdrabók. Við höfum orð á því að slík fræði geti vart hafa talist sérstaklega kristileg. „Nei, þetta voru menn sem voru sennilega að leggja stund á náttúruvísindi eða einhver sérhæfð fræði þess tíma og voru þessvegna orðaðir við galdra. Og eins líka hitt, að þeir áttu náttúrlega líka í útistöðum við sveitungana og fengu þannig misjafnt orð á sig. Kirkjan á Skinnastað í Öxarfirði er frá árinu 1854. Séð í átt til Lundar og Sandfells.Einar Árnason En svo gátu þeir líka gert ýmsa góða hluti. Einn þeirra er sagður hafa seitt til sín hval á reka þegar var hart í ári í sveitinni og allir sem vildu gátu fengið að njóta góðs af því,“ segir séra Jón Ármann. Skinnastaðaprestur þjónar einnig Garði, kirkjustað Keldhverfinga, sem hætti að vera prestsetur á nítjándu öld. Garður er núna í eigu bændanna á Hóli, hjónanna Hrundar Ásgeirsdóttur og Rúnars Tryggvasonar, sem reka þar gistiheimili og sérhæfa þau sig í veiðimönnum. „Kelduhverfi er gríðarlega vinsæll gæsastaður. Hér dregur fyrir sólu þegar gæsin hefur sig til lofts,“ segir Rúnar. Bændurnir á Hóli í Kelduhverfi, hjónin Hrund Ásgeirsdóttir og Rúnar Tryggvason. Hún er jafnframt skólastjóri Öxarfjarðarskóla og hann vélaverktaki.Einar Árnason Þau leigja húsið út til fleiri hópa ferðamanna, eins og hestamanna, gönguhópa og hlaupahópa. Þau búa aðeins fjórtán kílómetra frá Ásbyrgi en þaðan liggur hinn nýi Dettifossvegur þannig að stutt er að fara til að skoða stórbrotna náttúruna í Jökulsárgljúfrum. „Nú er Dettifossvegurinn loksins kominn og við erum búin að fá þessa hringtengingu við Mývatnssveitina sem er náttúrlega líka mikið aðdráttarafl. Og við gerum okkur vonir um að það verði auðveldara að byggja upp ferðaþjónustu hér í Kelduhverfi eftir þessar samgöngubætur, sem eru verulega miklar og góðar,“ segir Rúnar. Þáttinn má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá átta mínútna upphafskafla þáttarins: Þessi fyrri þáttur af tveimur um samfélagið í Öxarfirði fjallar einkum um Kelduhverfi og gamla Öxarfjarðarhrepp en í þeim síðari, sem er á dagskrá á mánudagskvöld, verður farið á Kópasker: Um land allt Norðurþing Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Tengdar fréttir Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44 Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segir Jón Ármann okkur frá sögu staðarins. Við kynnumst samfélaginu í Öxarfirði, hefðbundnum sauðfjárbúskap og nýjum tækifærum í ferðaþjónustu, fiskeldi og úrvinnslugreinum landbúnaðar. Horft frá Skinnastað í átt til Ásbyrgis og sandanna sem Jökulsá flæmist um á leið sinni til sjávar í Öxarfirði.Einar Árnason „Sennilega er Skinnastaður ennþá þekktastur í sögunni fyrir þessa ágætu galdrapresta sem hér eru sagðir hafa setið,“ segir Jón Ármann, en Jón greipaglennir var einn galdraprestanna á öldum áður. Sumir prestanna áttu galdrabók. Við höfum orð á því að slík fræði geti vart hafa talist sérstaklega kristileg. „Nei, þetta voru menn sem voru sennilega að leggja stund á náttúruvísindi eða einhver sérhæfð fræði þess tíma og voru þessvegna orðaðir við galdra. Og eins líka hitt, að þeir áttu náttúrlega líka í útistöðum við sveitungana og fengu þannig misjafnt orð á sig. Kirkjan á Skinnastað í Öxarfirði er frá árinu 1854. Séð í átt til Lundar og Sandfells.Einar Árnason En svo gátu þeir líka gert ýmsa góða hluti. Einn þeirra er sagður hafa seitt til sín hval á reka þegar var hart í ári í sveitinni og allir sem vildu gátu fengið að njóta góðs af því,“ segir séra Jón Ármann. Skinnastaðaprestur þjónar einnig Garði, kirkjustað Keldhverfinga, sem hætti að vera prestsetur á nítjándu öld. Garður er núna í eigu bændanna á Hóli, hjónanna Hrundar Ásgeirsdóttur og Rúnars Tryggvasonar, sem reka þar gistiheimili og sérhæfa þau sig í veiðimönnum. „Kelduhverfi er gríðarlega vinsæll gæsastaður. Hér dregur fyrir sólu þegar gæsin hefur sig til lofts,“ segir Rúnar. Bændurnir á Hóli í Kelduhverfi, hjónin Hrund Ásgeirsdóttir og Rúnar Tryggvason. Hún er jafnframt skólastjóri Öxarfjarðarskóla og hann vélaverktaki.Einar Árnason Þau leigja húsið út til fleiri hópa ferðamanna, eins og hestamanna, gönguhópa og hlaupahópa. Þau búa aðeins fjórtán kílómetra frá Ásbyrgi en þaðan liggur hinn nýi Dettifossvegur þannig að stutt er að fara til að skoða stórbrotna náttúruna í Jökulsárgljúfrum. „Nú er Dettifossvegurinn loksins kominn og við erum búin að fá þessa hringtengingu við Mývatnssveitina sem er náttúrlega líka mikið aðdráttarafl. Og við gerum okkur vonir um að það verði auðveldara að byggja upp ferðaþjónustu hér í Kelduhverfi eftir þessar samgöngubætur, sem eru verulega miklar og góðar,“ segir Rúnar. Þáttinn má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá átta mínútna upphafskafla þáttarins: Þessi fyrri þáttur af tveimur um samfélagið í Öxarfirði fjallar einkum um Kelduhverfi og gamla Öxarfjarðarhrepp en í þeim síðari, sem er á dagskrá á mánudagskvöld, verður farið á Kópasker:
Um land allt Norðurþing Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Tengdar fréttir Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44 Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44
Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13