Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2022 19:01 Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálboðaliða sem hafa sinnt verkefnum tengdum flóttafólki frá Úkarínu síðustu vikur . Hann segir hópinn hafa lyft grettistaki. Vísir/Sigurjón Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 284 íbúar landsins sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálfboðaliða sem hafa sinnt fólkinu síðustu vikur ásamt öðrum segir gríðarmörg verkefni í gangi á vegum hópsins þar á meðal umsjón mötuneytis í Guðrúnartúni. Þar hafi undanfarið verið tekið á móti um 150 manns daglega í mat. „Hópurinn er til dæmis með með þrjár rútur á sínum snærum fyrir flóttafólkið. Við ætlum að opna aðstöðu þar sem börn og foreldrar geta dvalið og fengið smá hvíld. Við erum líka með alls konar afleidda þjónustu í óstofnuðum samtökum sem telja nú 250 manns. Þetta er meira og minna gert í samráði við Gylfa Þór Þorsteinsson sem leiðir sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu, Þjóðkirkjuna og fleiri hjálparsamtök. Við munum að sjálfsögðu skila allri þessari vinnu til hans þegar hið miðlæga batterí er endanlega tilbúið,“ segir Sveinn. Flóttafólk frá Úkraínu dvelur m.a. á Fosshóteli Rauðará. Á myndinni eru sjálfboðaliðar og fleiri.Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun heldur utan um húsnæði fyrir flóttafólkið. Stjórnvöld tilkynntu til að mynda í gær að búið væri að leigja tvö íbúðahótel til viðbótar þeim sem eru þegar til staðar fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eitt í Reykjavík og hitt á Bifröst Sveinn gagnrýnir hversu sumir hlutir gangi hægt á vegum Útlendingastofnunar því mikilvægt sé að flóttafólkið geti notið allrar grunnþjónustu sem fyrst. „Það skiptir máli að hér séu innviðir til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að geta dreift huganum og haft eitthvað fyrir stafni annað en að vera inn á herbergjum og fá til sín matarbakka. Ég er afar þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hlaupið á þeim hraða sem vænst er af íslenskri þjóð og útvegað alls kyns nauðsynjar. Það er því miður ekki hægt að segja alveg það sama um Útlendingastofnun, en stofnunin hefur haft nokkrar vikur til að útvega fólkinu þvottavélar svo það geti þvegið af sér en enn þá bólar ekkert á þeim,“ segir Sveinn Rúnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16 Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 284 íbúar landsins sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálfboðaliða sem hafa sinnt fólkinu síðustu vikur ásamt öðrum segir gríðarmörg verkefni í gangi á vegum hópsins þar á meðal umsjón mötuneytis í Guðrúnartúni. Þar hafi undanfarið verið tekið á móti um 150 manns daglega í mat. „Hópurinn er til dæmis með með þrjár rútur á sínum snærum fyrir flóttafólkið. Við ætlum að opna aðstöðu þar sem börn og foreldrar geta dvalið og fengið smá hvíld. Við erum líka með alls konar afleidda þjónustu í óstofnuðum samtökum sem telja nú 250 manns. Þetta er meira og minna gert í samráði við Gylfa Þór Þorsteinsson sem leiðir sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu, Þjóðkirkjuna og fleiri hjálparsamtök. Við munum að sjálfsögðu skila allri þessari vinnu til hans þegar hið miðlæga batterí er endanlega tilbúið,“ segir Sveinn. Flóttafólk frá Úkraínu dvelur m.a. á Fosshóteli Rauðará. Á myndinni eru sjálfboðaliðar og fleiri.Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun heldur utan um húsnæði fyrir flóttafólkið. Stjórnvöld tilkynntu til að mynda í gær að búið væri að leigja tvö íbúðahótel til viðbótar þeim sem eru þegar til staðar fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eitt í Reykjavík og hitt á Bifröst Sveinn gagnrýnir hversu sumir hlutir gangi hægt á vegum Útlendingastofnunar því mikilvægt sé að flóttafólkið geti notið allrar grunnþjónustu sem fyrst. „Það skiptir máli að hér séu innviðir til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að geta dreift huganum og haft eitthvað fyrir stafni annað en að vera inn á herbergjum og fá til sín matarbakka. Ég er afar þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hlaupið á þeim hraða sem vænst er af íslenskri þjóð og útvegað alls kyns nauðsynjar. Það er því miður ekki hægt að segja alveg það sama um Útlendingastofnun, en stofnunin hefur haft nokkrar vikur til að útvega fólkinu þvottavélar svo það geti þvegið af sér en enn þá bólar ekkert á þeim,“ segir Sveinn Rúnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16 Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16
Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45