Ísland bætir hreinlætisaðstöðu í skólum í Úganda Heimsljós 18. mars 2022 14:35 gunnisal Ísland hefur ákveðið að styrkja UNICEF í Úganda um 40 milljónir króna í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar með því að bæta hreinlætisaðstöðu í 600 ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum í landinu. Skólar í Úganda voru opnaðir í janúar eftir tveggja ára lokun. „Ísland leggur áherslu á að styðja aðgerðir til að útrýma sjúkdómum, ólæsi og fátækt. Í Úganda hefur COVID-19 heimsfaraldurinn haft neikvæð áhrif á heilsu, nám og lífsviðurværi samfélaga, ekki síst stúlkur. Í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda leggjum við áherslu á handþvott með sápu til verndar börnum gegn niðurgangspestum og öndunarfærasýkingum, meðal annars kórónuveirunni. Bætt hreinlætisaðstaða bætir skólasókn sem leiðir til aukins þroska barna,“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala. Auk endurbóta á hreinlætisaðstöðu kostar Ísland gerð veggspjalda sem minna nemendur skólanna á mikilvægi persónulegra sóttvarna, handþvottar með sápu og hreinu vatni. „Mannréttindi eru áhersluatriði í stefnu Íslands í þróunarsamvinnu og UNICEF gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að réttindum og velferð barna í heim allan. Við erum ánægð með að leggja okkar af mörkum til þessa verkefnis UNICEF til að bæta hreinlætisaðstöðu í fyrrnefndum 600 skólum,“ segir Þórdís. „Í Úganda hafa skólar verið opnir í tvo mánuði og til að tryggja áframhaldandi starfsemi þeirra er mikilvægt að fjárfesta í sýkingavörnum og eftirliti með fullnægjandi vatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu. Þannig getum við takmarkað útsetningu fyrir sjúkdómum og smitum meðal nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólanna. Með þessari viðbótarfjárveitingu frá íslenskum stjórnvöldum stuðlar UNICEF að því að draga úr sjúkdómum í skólum landsins, bæði vatnsbornum sjúkdómum og þeim sem tengjast ófullnægjandi hreinlæti,“ segir Munir Safieldin fulltrúi UNICEF í Úganda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
„Ísland leggur áherslu á að styðja aðgerðir til að útrýma sjúkdómum, ólæsi og fátækt. Í Úganda hefur COVID-19 heimsfaraldurinn haft neikvæð áhrif á heilsu, nám og lífsviðurværi samfélaga, ekki síst stúlkur. Í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda leggjum við áherslu á handþvott með sápu til verndar börnum gegn niðurgangspestum og öndunarfærasýkingum, meðal annars kórónuveirunni. Bætt hreinlætisaðstaða bætir skólasókn sem leiðir til aukins þroska barna,“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala. Auk endurbóta á hreinlætisaðstöðu kostar Ísland gerð veggspjalda sem minna nemendur skólanna á mikilvægi persónulegra sóttvarna, handþvottar með sápu og hreinu vatni. „Mannréttindi eru áhersluatriði í stefnu Íslands í þróunarsamvinnu og UNICEF gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að réttindum og velferð barna í heim allan. Við erum ánægð með að leggja okkar af mörkum til þessa verkefnis UNICEF til að bæta hreinlætisaðstöðu í fyrrnefndum 600 skólum,“ segir Þórdís. „Í Úganda hafa skólar verið opnir í tvo mánuði og til að tryggja áframhaldandi starfsemi þeirra er mikilvægt að fjárfesta í sýkingavörnum og eftirliti með fullnægjandi vatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu. Þannig getum við takmarkað útsetningu fyrir sjúkdómum og smitum meðal nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólanna. Með þessari viðbótarfjárveitingu frá íslenskum stjórnvöldum stuðlar UNICEF að því að draga úr sjúkdómum í skólum landsins, bæði vatnsbornum sjúkdómum og þeim sem tengjast ófullnægjandi hreinlæti,“ segir Munir Safieldin fulltrúi UNICEF í Úganda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent