Sértrúarhópar Halldór Nikulás Lár skrifar 18. mars 2022 15:02 Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar. Hér er það orðið „sértrúarsöfnuður“ og langar mig að varpa aðeins ljósi á þá skilgreiningu sem almennt er samþykkt. Guðsþjónustuform safnaða, tónlistin og tjáningin er eitt og markast af hefðinni; löngun eða þörf til að vera í takt við samtímann; og svo einfaldlega smekk hvers og eins. Kennisetningar eru annað mál. Þeir hópar sem halda fram trúarlegum kenningum, sem aðrir hópar ekki þekkja, eða eru á skjön við þeirra eigin, eru gjarnan kallaðir sértrúarhópar. Þetta eru þá minnihlutahópar, sem á einhvern máta eru öðruvísi í sínum trúariðkunum en meirihlutinn. Slíkir hópar kunna að vera sértrúarhópar, sem standa utan við það sem almennt skilgreinir kristna kirkju í heiminum, en þeir eru það ekki endilega. Ef það að standa fyrir utan meirihlutahópinn gerir söfnuð að sértrúarhópi, þá eru allir söfnuðir á Íslandi sértrúarhópar, nema Þjóðkirkjan og kannski 3-4 aðrar lúterskar fríkirkjur. Vandamálið við þessa skilgreiningu er margvíslegt. Lúterskir söfnuðir eru t.d í meirihluta á Íslandi og á heimsvísu nálgast þeir 78 milljónir, en Hvítasunnukirkjan, sem margir álíta sértrúarsöfnuð, telur hins vegar um 300 milljónir meðlima á heimsvísu. Vandamálið við meirihluta-minnihluta skilgreininguna eykst svo til muna þegar við skoðum hvítasunnusöfnuði og karísmatíska fríkirkjusöfnuði heimsins saman, með nær 700 milljónir meðlima (karísmatískir söfnuðir leggja áherslu á verk og gjafir heilags anda í söfnuðinum, eins og hvítasunnusöfnuðir). Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hvítasunnukirkjan því alls ekki sértrúarsöfnuður í stóra samhenginu, en það er hins vegar Þjóðkirkjan. Þessi nálgun og flokkun í minnihluta- og meirihlutahópa eftir trúarkenningum er því ekki sú besta til að styðjast við. En það er til félagsleg flokkun og skilgreining á öllum trúarhópum (ekki bara kristnum), sem getur hjálpað hverjum sem vill, að þekkja sértrúarhópa frá öðrum. Félagsvísindaleg nálgun byggir á þeirri forsendu að trúarbrögð séu félagslegt fyrirbæri og verði aðeins skilin í samfélagslegu samhengi. Meredith B. McGuire, sem árið 2008 skrifaði bókina Religion: The social context, fjallar um mismunandi félagslega stöðu trúfélaga, formgerð þeirra og gagnvirk áhrif í samfélagslegu samhengi. Hún tekur þar saman fjóra aðalflokka við félagslega flokkun trúfélaga: kirkju (church), sértrúarhóp (sect), kirkjudeild (denomination) og einstaklingshyggjuhreyfingu (cult). Eingöngu sértrúarhóparnir eru til umræðu hér og eftirfarandi þættir (sumir eða allir) einkenna þessa hópa. Sértrúarhópur álítur sig vera bæði einstakan og lögmætan trúarhóp, með einu réttu leiðina. Þessir hópar eru gjarnan handhafi sannleikans, að minnsta kosti þess hluta sannleikans sem einhverju máli skiptir. Sértrúarhópur hefur „rétta“ kenningu, siðferðisgildi og starfsaðferðir, sem aðrir hafa ekki. Sértrúarhópur á í fremur neikvæðum samskiptum við samfélagsheildina og aðgreinir sig gjarnan frá henni sjálfviljugur. Aðganga að trúfélaginu er hverjum í sjálfsvald sett, svo fremi viðkomandi uppfylli uppsett trúarleg skilyrði og áherslan er á persónuleg samskipti og samheldni. Brottför úr trúfélaginu er oftar en ekki án einhvers áfellisdóms. Náðarvaldið (charisma – vald þess sem stjórnar, forstöðumanns; leiðtoga; safnaðarhirðis osf.), byggir á beinu sambandi við uppsprettuna, gjarnan fyrir hönd safnaðarmeðlima. Þetta vald er bundið við stofnendur hópsins (einstaklinga eða fjölskyldu), en ekki opið embætti innan safnaðarins. Erfitt getur verið fyrir sértrúarhóp að varðveitast til lengdar nema að til komi kerfisbundin endurskipulagning og söfnuðurinn taki breytingum í átt til hefðbundinnar kirkjudeildar eða kirkju með formfestingu náðarvaldsins - að valdið sé ekki eingöngu í höndum stofnanda eða afkomenda, heldur er embætti forstöðu opið öðrum. Dæmi um sértrúarhópaí samfélagslegu samhengi eru: Vottar Jehóva, Amish, Krossinn á ákveðnu tímaskeiði, sumir hvítasunnuhópar og þá hugsanlega smærri íslamskir trúarhópar sem á einhvern hátt aðgreina sig frá hinum stóru og almennu hópum eins og súnní og shía. Höfundur er mann- og trúarbragðafræðingur. Heimildir: McGuire, M. B. (2008). Religion: The social context (5. útgáfa). Long Grove: Waveland Press, Inc. Pétur Pétursson. (2011). Trúmaður á tímamótum: Ævisaga Haralds Níelssonar. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar. Hér er það orðið „sértrúarsöfnuður“ og langar mig að varpa aðeins ljósi á þá skilgreiningu sem almennt er samþykkt. Guðsþjónustuform safnaða, tónlistin og tjáningin er eitt og markast af hefðinni; löngun eða þörf til að vera í takt við samtímann; og svo einfaldlega smekk hvers og eins. Kennisetningar eru annað mál. Þeir hópar sem halda fram trúarlegum kenningum, sem aðrir hópar ekki þekkja, eða eru á skjön við þeirra eigin, eru gjarnan kallaðir sértrúarhópar. Þetta eru þá minnihlutahópar, sem á einhvern máta eru öðruvísi í sínum trúariðkunum en meirihlutinn. Slíkir hópar kunna að vera sértrúarhópar, sem standa utan við það sem almennt skilgreinir kristna kirkju í heiminum, en þeir eru það ekki endilega. Ef það að standa fyrir utan meirihlutahópinn gerir söfnuð að sértrúarhópi, þá eru allir söfnuðir á Íslandi sértrúarhópar, nema Þjóðkirkjan og kannski 3-4 aðrar lúterskar fríkirkjur. Vandamálið við þessa skilgreiningu er margvíslegt. Lúterskir söfnuðir eru t.d í meirihluta á Íslandi og á heimsvísu nálgast þeir 78 milljónir, en Hvítasunnukirkjan, sem margir álíta sértrúarsöfnuð, telur hins vegar um 300 milljónir meðlima á heimsvísu. Vandamálið við meirihluta-minnihluta skilgreininguna eykst svo til muna þegar við skoðum hvítasunnusöfnuði og karísmatíska fríkirkjusöfnuði heimsins saman, með nær 700 milljónir meðlima (karísmatískir söfnuðir leggja áherslu á verk og gjafir heilags anda í söfnuðinum, eins og hvítasunnusöfnuðir). Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hvítasunnukirkjan því alls ekki sértrúarsöfnuður í stóra samhenginu, en það er hins vegar Þjóðkirkjan. Þessi nálgun og flokkun í minnihluta- og meirihlutahópa eftir trúarkenningum er því ekki sú besta til að styðjast við. En það er til félagsleg flokkun og skilgreining á öllum trúarhópum (ekki bara kristnum), sem getur hjálpað hverjum sem vill, að þekkja sértrúarhópa frá öðrum. Félagsvísindaleg nálgun byggir á þeirri forsendu að trúarbrögð séu félagslegt fyrirbæri og verði aðeins skilin í samfélagslegu samhengi. Meredith B. McGuire, sem árið 2008 skrifaði bókina Religion: The social context, fjallar um mismunandi félagslega stöðu trúfélaga, formgerð þeirra og gagnvirk áhrif í samfélagslegu samhengi. Hún tekur þar saman fjóra aðalflokka við félagslega flokkun trúfélaga: kirkju (church), sértrúarhóp (sect), kirkjudeild (denomination) og einstaklingshyggjuhreyfingu (cult). Eingöngu sértrúarhóparnir eru til umræðu hér og eftirfarandi þættir (sumir eða allir) einkenna þessa hópa. Sértrúarhópur álítur sig vera bæði einstakan og lögmætan trúarhóp, með einu réttu leiðina. Þessir hópar eru gjarnan handhafi sannleikans, að minnsta kosti þess hluta sannleikans sem einhverju máli skiptir. Sértrúarhópur hefur „rétta“ kenningu, siðferðisgildi og starfsaðferðir, sem aðrir hafa ekki. Sértrúarhópur á í fremur neikvæðum samskiptum við samfélagsheildina og aðgreinir sig gjarnan frá henni sjálfviljugur. Aðganga að trúfélaginu er hverjum í sjálfsvald sett, svo fremi viðkomandi uppfylli uppsett trúarleg skilyrði og áherslan er á persónuleg samskipti og samheldni. Brottför úr trúfélaginu er oftar en ekki án einhvers áfellisdóms. Náðarvaldið (charisma – vald þess sem stjórnar, forstöðumanns; leiðtoga; safnaðarhirðis osf.), byggir á beinu sambandi við uppsprettuna, gjarnan fyrir hönd safnaðarmeðlima. Þetta vald er bundið við stofnendur hópsins (einstaklinga eða fjölskyldu), en ekki opið embætti innan safnaðarins. Erfitt getur verið fyrir sértrúarhóp að varðveitast til lengdar nema að til komi kerfisbundin endurskipulagning og söfnuðurinn taki breytingum í átt til hefðbundinnar kirkjudeildar eða kirkju með formfestingu náðarvaldsins - að valdið sé ekki eingöngu í höndum stofnanda eða afkomenda, heldur er embætti forstöðu opið öðrum. Dæmi um sértrúarhópaí samfélagslegu samhengi eru: Vottar Jehóva, Amish, Krossinn á ákveðnu tímaskeiði, sumir hvítasunnuhópar og þá hugsanlega smærri íslamskir trúarhópar sem á einhvern hátt aðgreina sig frá hinum stóru og almennu hópum eins og súnní og shía. Höfundur er mann- og trúarbragðafræðingur. Heimildir: McGuire, M. B. (2008). Religion: The social context (5. útgáfa). Long Grove: Waveland Press, Inc. Pétur Pétursson. (2011). Trúmaður á tímamótum: Ævisaga Haralds Níelssonar. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun