Innlent

Ólafur Þór leiðir VG í Kópavogi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Efstu sex á lista VG í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Efstu sex á lista VG í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Aðsend

Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður, mun leiða lista Vinstri Grænna í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en efstu sex sæti listans í Kópavogi voru kynnt á félagsfundi í bænum í kvöld. Framboðslisti í heild verður lagður fram til samþykktar á næstu dögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni.

Efstu sex á lista VG í Kópavogi:

  1.  Ólafur Þór Gunnarsson, læknir
  2.  Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi
  3.  Anna Sigríður Hafliðadóttir, markaðssérfræðingur
  4.  Ársæll Már Arnarsson, prófessor.
  5.  Ásbjörn Þ. Björgvinsson, ferðamálafrömuður.
  6.  Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri.

Vinstri græn halda sveitarstjórnarráðstefnu á Hótel Natura í Reykjavík á laugardag og þar sem fulltrúar framboða og félagar víða um land ráða ráðum sínum og skipuleggja kosningabaráttuna fram undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×