Tíu leikmenn Everton unnu dramatískan sigur gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2022 21:50 Alex Iwobi skoraði markið mikilvæga fyrir Everton í kvöld. Stu Forster/Getty Images Everton vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fyrir leik var orðið ljóst að Everton þyrfti að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það eina sem hélt Everton fyrir ofan fallsvæðið fyrir leik var markatalan. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það hitnaði þó í kolunum í síðari hálfleik, en aðeins nokkrum mínútum eftir að leikurinn var flautaður í gang á ný þurfti að gera hlé á leiknum. Þá hafði áhorfandi náð að koma sér inn á völlinn og binda sig við stöngina á marki Everton. Nokkurn tíma tók að losa áhorfandan sem var í bol sem á stóð „Just Stop Oil,“ eða „Stöðvið olíu.“ Það tókst þó loks á endanum þegar vallarstarfsmenn sóttu stóru klippurnar og báru manninn af velli. Everton vs Newcastle was interrupted after a protestor tied himself to a goalpost. pic.twitter.com/rF3dw96U24— GOAL (@goal) March 17, 2022 Gestirnir í Newcastle fengu nokkur fín færi til að brjóta ísinn, en inn vildi boltinn ekki. Ekki batnaði það fyrir heimamenn í Everton þegar miðjumaðurinn Allan fékk að líta beint rautt spjald á 83. mínútu fyrir brot á Allan Saint-Maximin þegar sá síðarnefndi hélt af stað í skyndisókn. Eftir allar tafirnar sem höfðu orðið á leiknum var 14 mínútum bætt við. Gestirnir í Newcastle fengu því rúmlega tuttugu mínútur til að nýta sér liðsmuninn. Það voru hins vegar heimamenn í Everton sem brutu loks ísinn á níundu mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni Alex Iwobi eftir snoturt samspil við Dominic Calwert-Lewin. Everton situr nú í 17. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 27 leiki, þremur stigi fyrir ofan fallsvæðið. Newcastle situr hins vegar í 14. sæti með 31 stig og er liðið komið langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Fyrir leik var orðið ljóst að Everton þyrfti að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það eina sem hélt Everton fyrir ofan fallsvæðið fyrir leik var markatalan. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það hitnaði þó í kolunum í síðari hálfleik, en aðeins nokkrum mínútum eftir að leikurinn var flautaður í gang á ný þurfti að gera hlé á leiknum. Þá hafði áhorfandi náð að koma sér inn á völlinn og binda sig við stöngina á marki Everton. Nokkurn tíma tók að losa áhorfandan sem var í bol sem á stóð „Just Stop Oil,“ eða „Stöðvið olíu.“ Það tókst þó loks á endanum þegar vallarstarfsmenn sóttu stóru klippurnar og báru manninn af velli. Everton vs Newcastle was interrupted after a protestor tied himself to a goalpost. pic.twitter.com/rF3dw96U24— GOAL (@goal) March 17, 2022 Gestirnir í Newcastle fengu nokkur fín færi til að brjóta ísinn, en inn vildi boltinn ekki. Ekki batnaði það fyrir heimamenn í Everton þegar miðjumaðurinn Allan fékk að líta beint rautt spjald á 83. mínútu fyrir brot á Allan Saint-Maximin þegar sá síðarnefndi hélt af stað í skyndisókn. Eftir allar tafirnar sem höfðu orðið á leiknum var 14 mínútum bætt við. Gestirnir í Newcastle fengu því rúmlega tuttugu mínútur til að nýta sér liðsmuninn. Það voru hins vegar heimamenn í Everton sem brutu loks ísinn á níundu mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni Alex Iwobi eftir snoturt samspil við Dominic Calwert-Lewin. Everton situr nú í 17. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 27 leiki, þremur stigi fyrir ofan fallsvæðið. Newcastle situr hins vegar í 14. sæti með 31 stig og er liðið komið langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira