237 hafa sótt um vernd hér á landi frá því að átökin hófust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 15:59 Hátt í þrjár milljónir manna hafa flúið stríðsátökin í Úkraínu undanfarnar vikur. AP/Markus Schreiber Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæplega þremur vikum hafa 237 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd. Miðað við þann fjölda er áætlað að 280 sæki um vernd það sem eftir er mars. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu frá landamærasviði ríkislögreglustjóra. Meirihluti þeirra sem sótt hafa um vernd eru konur og börn, eða 192 í heildina. Síðastliðna sjö daga hafa 134 sótt um vernd eða að meðaltali 19 á dag. Samhæfingarstjórn almannavarna hefur verið virkjuð vegna komu flóttamanna til landsins og fundar hún annan hvern dag. Helstu verkefni samhæfingarstjórnarinnar eru nú meðal annars að finna stærra og hentugra húsnæði fyrir móttökumiðstöð til að ráða við aukningu í fjölda umsækjenda, tryggja langtíma- og skammtímahúsnæði, og tryggja mannafla og fjármagn. Öll búsetuúrræði hjá sveitarfélögunum sem Útlendingastofnun er með samninga við eru fullnýtt og er heildarnýting skammtímaúrræða sem stofnunin hefur yfir að ráða komin í 74 prósent nýtingu. 649 einstaklingar eru nú í þjónustu hjá Útlendingastofnun, þar af 107 með tengsl við Úkraínu. Að því er kemur fram í stöðuskýrslunni hafa nú hátt í þrjár milljónir manna þurft að flýja Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu frá því að stríðsátökin hófust en rúmlega helmingur þeirra hefur leitað til Póllands. Evrópuríki hafa flest virkjað sínar viðbragðsáætlanir til að bregðast við miklum fjölda flóttamanna en gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem eru að flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og er nú áætlað að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála milli Úkraínu og Rússlands í vaktinni hér á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. 15. mars 2022 21:48 Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. 14. mars 2022 19:54 Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. 15. mars 2022 19:21 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Meirihluti þeirra sem sótt hafa um vernd eru konur og börn, eða 192 í heildina. Síðastliðna sjö daga hafa 134 sótt um vernd eða að meðaltali 19 á dag. Samhæfingarstjórn almannavarna hefur verið virkjuð vegna komu flóttamanna til landsins og fundar hún annan hvern dag. Helstu verkefni samhæfingarstjórnarinnar eru nú meðal annars að finna stærra og hentugra húsnæði fyrir móttökumiðstöð til að ráða við aukningu í fjölda umsækjenda, tryggja langtíma- og skammtímahúsnæði, og tryggja mannafla og fjármagn. Öll búsetuúrræði hjá sveitarfélögunum sem Útlendingastofnun er með samninga við eru fullnýtt og er heildarnýting skammtímaúrræða sem stofnunin hefur yfir að ráða komin í 74 prósent nýtingu. 649 einstaklingar eru nú í þjónustu hjá Útlendingastofnun, þar af 107 með tengsl við Úkraínu. Að því er kemur fram í stöðuskýrslunni hafa nú hátt í þrjár milljónir manna þurft að flýja Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu frá því að stríðsátökin hófust en rúmlega helmingur þeirra hefur leitað til Póllands. Evrópuríki hafa flest virkjað sínar viðbragðsáætlanir til að bregðast við miklum fjölda flóttamanna en gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem eru að flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og er nú áætlað að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála milli Úkraínu og Rússlands í vaktinni hér á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. 15. mars 2022 21:48 Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. 14. mars 2022 19:54 Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. 15. mars 2022 19:21 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. 15. mars 2022 21:48
Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. 14. mars 2022 19:54
Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. 15. mars 2022 19:21