„Mætum vel gíraðir og vonandi með alla Höfnina með okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2022 15:31 Þjálfarinn Lárus Jónsson, Ástrós Ragnarsdóttir og Ragnar Örn Bragason voru mætt fyrir hönd Þórs úr Þorlákshöfn á fjölmiðlafund KKÍ í gær. vísir/Sigurjón „Okkur langar í þennan. Hinn kom í fyrra og núna er vonandi kominn tími á þennan,“ sagði Ragnar Örn Bragason um bikarmeistaratitilinn sem er mögulega í boði fyrir Íslandsmeistara Þórs Þorlákshöfn ef þeir vinna Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í dag. Fyrir sex dögum unnu Þórsarar öruggan 88-69 sigur gegn Val í Þorlákshöfn, í Subway-deildinni, en Ragnar vill ekki meina að það hjálpi neitt í Smáranum í dag: „Við byrjum á núlli og þetta verður bara eins og að við höfum aldrei keppt við þá áður. Ég held að það skipti engu máli hvort að við kepptum við þá fyrir viku síðan eða ekki. Þetta verður bara týpískur bikarleikur. Þessi lið eru með tvo ólíka leikstíla og ætli þessi leikur snúist ekki um það hvoru liðinu tekst að stýra tempóinu betur, og hleypi hinu liðinu ekki inn í sinn leik,“ segir Ragnar sem mætti í viðtal með Ástrós dóttur sinni eins og sjá má hér að neðan: Klippa: Ragnar Þórsari fyrir bikarslaginn Þór hefur unnið sjö leiki í röð og sjálfstraustið er þar af leiðandi mikið í liðinu: „Að sjálfsögðu erum við með kassann úti og höfum trú á því í öllum leikjum að við getum unnið. Við mætum vel gíraðir og vonandi með alla Höfnina með okkur,“ segir Ragnar sem er einn af þeim sem léku með liðinu í fyrra þegar það varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn: „Það hjálpar klárlega til að við höfum séð hvað þarf til að vinna og vonandi tökum við það með okkur í þessa keppni líka.“ Undanúrslit VÍS-bikars karla eru í dag. Stjarnan og Keflavík mætast klukkan 17.15 en Þór Þ. og Valur klukkan 20 og eru báðir leikir í Smáranum í Kópavogi. Úrslitaleikurinn er svo á sama stað á laugardag. Allir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Fyrir sex dögum unnu Þórsarar öruggan 88-69 sigur gegn Val í Þorlákshöfn, í Subway-deildinni, en Ragnar vill ekki meina að það hjálpi neitt í Smáranum í dag: „Við byrjum á núlli og þetta verður bara eins og að við höfum aldrei keppt við þá áður. Ég held að það skipti engu máli hvort að við kepptum við þá fyrir viku síðan eða ekki. Þetta verður bara týpískur bikarleikur. Þessi lið eru með tvo ólíka leikstíla og ætli þessi leikur snúist ekki um það hvoru liðinu tekst að stýra tempóinu betur, og hleypi hinu liðinu ekki inn í sinn leik,“ segir Ragnar sem mætti í viðtal með Ástrós dóttur sinni eins og sjá má hér að neðan: Klippa: Ragnar Þórsari fyrir bikarslaginn Þór hefur unnið sjö leiki í röð og sjálfstraustið er þar af leiðandi mikið í liðinu: „Að sjálfsögðu erum við með kassann úti og höfum trú á því í öllum leikjum að við getum unnið. Við mætum vel gíraðir og vonandi með alla Höfnina með okkur,“ segir Ragnar sem er einn af þeim sem léku með liðinu í fyrra þegar það varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn: „Það hjálpar klárlega til að við höfum séð hvað þarf til að vinna og vonandi tökum við það með okkur í þessa keppni líka.“ Undanúrslit VÍS-bikars karla eru í dag. Stjarnan og Keflavík mætast klukkan 17.15 en Þór Þ. og Valur klukkan 20 og eru báðir leikir í Smáranum í Kópavogi. Úrslitaleikurinn er svo á sama stað á laugardag. Allir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum