Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar bæta við sig, VG dalar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2022 11:28 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi á sama tíma og annar samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn VG, tapar fylgi. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar bæta við sig mestu fylgi á milli mánaða samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Vinstri græn er eini stjórnarflokkurinn sem tapar fylgi á milli skoðanakannana. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,5 prósent fylgi. Mælist flokkurinn því með litlu meira fylgi en í alþingiskosningunum í september, þegar flokkurinn hlaut 24,4 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig frá síðustu könnum Maskínu í febrúar, þegar flokkurinn mældist með 21,9 prósent fylgi. Píratar bæta einnig við sig en þeir mælast nú með 13,7 prósent fylgi og er nú þriðji stærsti flokkur landsins. Í febrúar mældust Píratar með 10,3 prósent fylgi. Flokkkurinn hlaut 8,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Maskína hefur mælt fylgi flokkanna síðustu mánuði og má sjá samanburð í grafíkinni hér að neðan. Framsókn bætir einnig lítillega við sig fylgi á milli mánaða. Flokkurinn mælist nú með 17,2 prósent fylgi, bæting upp á 0,3 prósentustig á milli mánaða. Flokkurinn er á um það bil sama stað og í kosningunum þegar hann hlaut 17,3 prósent atkvæða. Fylgi þriðja stjórnarflokksins, Vinstri grænna, dalar í nýjustu könnum Maskínu. Flokkurinn mælist með 9,3 prósent fylgi en hann mældist með 12,9 prósent í könnum Maskínu í febrúar og hlaut 12,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Samfylkingin fer einnig niður á milli mánaða og mælist flokkurinn nú með 12,1 prósent fylgi, en mældist með 13,4 prósent í febrúar. Flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Píratar, flokkur Björns Levís Gunnarssonar þingmanns, bætir við sig fylgi.Vísir/Vilhelm Viðreisn og Flokkur fólksins tapa einnig fylgi á milli mánaða. Viðreisn mælist með 8,5 prósent fylgi en var með 9,7 prósent fylgi í febrúar. Flokkurinn er á sömu slóðum og í kosningunum í haust þegar flokkurinn hlaut 8,3 prósent atkvæða. Flokkur fólksins mælist með 7,1 prósent fylgi og tapar 0,5 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent fylgi í kosningunum. Miðflokkurinn bætir lítillega við sig en mælist enn undir fimm prósenta markinu. Fylgi flokksins er 4,3 prósent og bætir hann við sig 0,4 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurnn hlaut 5,4 prósent atkvæða í kosningunum. Sósíaslistaflokkurinn mælist með 3,4 prósent fylgi og bætir við sig 0,1 prósentustigi á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 4,1 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Könnunin fór fram dagana 17. febrúar til 9. mars og voru svarendur 2.333 sem tóku afstöðu. Könnunin var löðg fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru fólk hvaðanæva af landinu en allir átján ára og eldri. Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Vinstri græn Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,5 prósent fylgi. Mælist flokkurinn því með litlu meira fylgi en í alþingiskosningunum í september, þegar flokkurinn hlaut 24,4 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig frá síðustu könnum Maskínu í febrúar, þegar flokkurinn mældist með 21,9 prósent fylgi. Píratar bæta einnig við sig en þeir mælast nú með 13,7 prósent fylgi og er nú þriðji stærsti flokkur landsins. Í febrúar mældust Píratar með 10,3 prósent fylgi. Flokkkurinn hlaut 8,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Maskína hefur mælt fylgi flokkanna síðustu mánuði og má sjá samanburð í grafíkinni hér að neðan. Framsókn bætir einnig lítillega við sig fylgi á milli mánaða. Flokkurinn mælist nú með 17,2 prósent fylgi, bæting upp á 0,3 prósentustig á milli mánaða. Flokkurinn er á um það bil sama stað og í kosningunum þegar hann hlaut 17,3 prósent atkvæða. Fylgi þriðja stjórnarflokksins, Vinstri grænna, dalar í nýjustu könnum Maskínu. Flokkurinn mælist með 9,3 prósent fylgi en hann mældist með 12,9 prósent í könnum Maskínu í febrúar og hlaut 12,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Samfylkingin fer einnig niður á milli mánaða og mælist flokkurinn nú með 12,1 prósent fylgi, en mældist með 13,4 prósent í febrúar. Flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Píratar, flokkur Björns Levís Gunnarssonar þingmanns, bætir við sig fylgi.Vísir/Vilhelm Viðreisn og Flokkur fólksins tapa einnig fylgi á milli mánaða. Viðreisn mælist með 8,5 prósent fylgi en var með 9,7 prósent fylgi í febrúar. Flokkurinn er á sömu slóðum og í kosningunum í haust þegar flokkurinn hlaut 8,3 prósent atkvæða. Flokkur fólksins mælist með 7,1 prósent fylgi og tapar 0,5 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent fylgi í kosningunum. Miðflokkurinn bætir lítillega við sig en mælist enn undir fimm prósenta markinu. Fylgi flokksins er 4,3 prósent og bætir hann við sig 0,4 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurnn hlaut 5,4 prósent atkvæða í kosningunum. Sósíaslistaflokkurinn mælist með 3,4 prósent fylgi og bætir við sig 0,1 prósentustigi á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 4,1 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Könnunin fór fram dagana 17. febrúar til 9. mars og voru svarendur 2.333 sem tóku afstöðu. Könnunin var löðg fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru fólk hvaðanæva af landinu en allir átján ára og eldri.
Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Vinstri græn Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira