„Væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 14:31 Kristófer Acox vill að titlaþurrð Vals ljúki um helgina. vísir/sigurjón Kristófer Acox segir spennandi fyrir Valsmenn að vera loksins komnir í baráttu um stóra titla. Valur mætir Íslandsmeisturum Þórs Þ. í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum nýbúnir að spila við þá og það fór kannski ekki alveg eins og við áttum von á. En við vitum að það er töluvert stærri leikur á morgun [í dag] og ég held að allir séu stemmdir og klárir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi í gær. Þór og Valur mættust í Þorlákshöfn í Subway-deildinni í síðustu viku þar sem Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 88-69. Þegar lið mætast með skömmu millibili í deild og bikar skipta liðin oftar en ekki sigrunum á milli sín og Kristófer vonar að sú verði raunin. „Ég myndi fíla það. Fyrst þeir tóku deildina væri ég sáttur með að taka undanúrslitin. En auðvitað er erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð. Við verðum að mæta töluvert betri og grimmari í leikinn heldur en við gerðum fyrir helgi,“ sagði Kristófer. Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Segja má að tveir andstæðir pólar mætist í kvöld en leikstílar Vals og Þórs er afar ólíkir. „Þeir spila hraðan og góðan bolta og hafa verið bestir í allan vetur. Þeir eru mjög stöðugir í því sem þeir gera. En við þurfum bara að finna einhver ráð hvernig við getum mætt þeim og refsað þeim. Þeir eru kannski ekki með mikla hæð en miklar skyttur út um allt. Við þurfum að finna hvernig við getum aðeins hægt á leiknum og spilað okkar bolta,“ sagði Kristófer. Valur hefur ekki unnið stóran titil síðan liðið varð Íslands- og bikarmeistari 1983. Valsmenn aðeins tveimur sigrum frá því að binda endi á þessu löngu bið. „Auðvitað er þetta stórt fyrir félagið. Það hefur verið uppsveifla í liðinu síðustu ár. Við erum á ágætis stað í deildinni og í undanúrslitum í bikarnum þannig ég held að fólk á Hlíðarenda sé mjög spennt fyrir því sem er að gerast í körfunni. Það væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn,“ sagði Kristófer að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Valur Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum nýbúnir að spila við þá og það fór kannski ekki alveg eins og við áttum von á. En við vitum að það er töluvert stærri leikur á morgun [í dag] og ég held að allir séu stemmdir og klárir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi í gær. Þór og Valur mættust í Þorlákshöfn í Subway-deildinni í síðustu viku þar sem Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 88-69. Þegar lið mætast með skömmu millibili í deild og bikar skipta liðin oftar en ekki sigrunum á milli sín og Kristófer vonar að sú verði raunin. „Ég myndi fíla það. Fyrst þeir tóku deildina væri ég sáttur með að taka undanúrslitin. En auðvitað er erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð. Við verðum að mæta töluvert betri og grimmari í leikinn heldur en við gerðum fyrir helgi,“ sagði Kristófer. Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Segja má að tveir andstæðir pólar mætist í kvöld en leikstílar Vals og Þórs er afar ólíkir. „Þeir spila hraðan og góðan bolta og hafa verið bestir í allan vetur. Þeir eru mjög stöðugir í því sem þeir gera. En við þurfum bara að finna einhver ráð hvernig við getum mætt þeim og refsað þeim. Þeir eru kannski ekki með mikla hæð en miklar skyttur út um allt. Við þurfum að finna hvernig við getum aðeins hægt á leiknum og spilað okkar bolta,“ sagði Kristófer. Valur hefur ekki unnið stóran titil síðan liðið varð Íslands- og bikarmeistari 1983. Valsmenn aðeins tveimur sigrum frá því að binda endi á þessu löngu bið. „Auðvitað er þetta stórt fyrir félagið. Það hefur verið uppsveifla í liðinu síðustu ár. Við erum á ágætis stað í deildinni og í undanúrslitum í bikarnum þannig ég held að fólk á Hlíðarenda sé mjög spennt fyrir því sem er að gerast í körfunni. Það væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn,“ sagði Kristófer að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira