Kinnhestar og kynferðisbrot Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar 16. mars 2022 09:01 Ég las frétt um daginn um nýfallinn dóm sem varðaði ógeðfelldan glæp. Faðir hafði misnotað dóttur sína og tvær systurdætur. Dóttir mannsins var 12 ára gamalt barn þegar hann braut á henni og systurdætur hans voru einnig á barnsaldri. Brot hans gagnvart börnunum voru óhugnanleg og skaðleg með öllu. Skýrt og augljóst merki um algjört siðferðisþrot gerandans. Enginn dómgreindarbrestur – heldur einbeittur brotavilji og sinnuleysi gagnvart líkamlegum skaða og sálarheill barna til að fullnægja eigin kynferðislegu þörfum. Gerandi sýndi algjöra vanhæfni í beitingu heilbrigðrar hluttekningar og hvatastjórnar sem eru lágmarkskröfur fyrir einstaklinga í samfélagi manna. Fyrir utan grófustu brotin þá var hann einnig fundinn sekur um að mynda kynfæri barnanna, hafa skoðað barnaníðsefni á netinu og haft slíkt efni í sinni vörslu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir þessi brot. Maðurinn játaði sök og einnig kemur fram í dómnum að hann hafi leitað sér aðstoðar eftir að málið kom upp. Það er alltaf eitthvað óbragð af loforði um iðrun, ábyrgð eða bætta hegðun eftir að brot kemst upp. Í þessu tilviki lyktar hvati til játningar af örvæntingu og án iðrunar í von um styttingu dóms. Sá siðblindi fer á stjá og hagar sér eftir hentugleika og væntanlegum ávinningi. Héraðsdómur dæmdi manninn til að greiða dóttur sinni þrjár milljónir í miskabætur. Önnur frænkan fékk eina og hálfa milljón og hin fékk eina milljón. Til að undirstrika siðleysi sitt sem og ábyrgðar- og skilningsleysi fyrir afleiðingum gjörða sinna þá kemur fram í dómi að gerandi taldi bótakröfur dóttur sinnar og systradætra of háar. Á svipuðum tíma norður í landi féll annar dómur. Af einhverjum ástæðum hefur það mál verið mun meira áberandi í fjölmiðlum en ólýsanleg þjáningarsaga barnanna þriggja. Sá dómur dæmdi kennara skaðabætur upp á átta milljónir króna. Kennari sá sló barn. Kennarinn var ósáttur við að hafa verið sagt upp fyrir að slá krakka, höfðaði mál fyrir ólögmæta uppsögn og vann. Sitt sýndist hverjum um framgöngu kennarans og athugasemdarkerfi fóru á flug og skiptist fólk í fylkingar. Barnið hafði nefnilega slegið þann fullorðna fyrst. Málið þróaðist svo á þann hátt að foreldrar barnsins fundu sig knúna til að stíga fram fyrir hönd dóttur sinnar þar sem þeim fannst fjölmiðlaumfjöllunin um málið einhliða og mikið til kennaranum í vil. Þau töldu mikilvægt að forsaga málsins kæmi fram, þ.e. að barnið hafði glímt við alvarleg geðræn vandamál og upplifað virkar sjálfsvígshugsanir yfir einhvern tíma. Þessi vanlíðan var orðin svo ráðandi að foreldrarnir þurftu á einum tímapunkti að leita til bráðamóttökunnar vegna sjálfsvígshugsana barnsins. Rökrétt er því að álykta út frá þessum upplýsingum að sterkar líkur séu á að erfiðar tilfinningar og vanmáttarkennd hafi borið barnið ofurliði umræddan dag og hegðun þess hafi verið í samræmi við ástand og hugræna getu barns í vanlíðan. Hinsvegar í stað skilnings og samkenndar mætti því kinnhestur og skömm. Dalvíkurbær gerði sér hinsvegar grein fyrir valdaójafnvæginu og muninum á milli hugrænnar getu barns og fullorðins þegar kemur að úrvinnslu erfiðra tilfinninga og vék kennaranum úr starfi. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst síðar að þeirri niðurstöðu að kinnhesturinn sem kennarinn veitti barninu væri ekki gróft brot í starfi og gæti þar af leiðandi ekki réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur kennarans. En af hverju fá börn sem sætt hafa kynferðisofbeldi aðeins brot af þeim bótum sem kennari fær við atvinnumissi eftir að hafa slegið barn? Kynferðisofbeldi er þýðingarmikil ógn við heilsu einstaklinga. Kynferðisofbeldi hefur fjölmörg birtingarform. Þegar talað er um kynferðisofbeldi er m.a. átt við: Nauðgun, kynferðisofbeldi gagnvart börnum, klám, vændi, stafrænt kynferðislegt ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðislegar þvinganir. Vettvangur þessarar siðlausu og refsiverðu hegðunar er víða að finna. Þetta getur gerst milli ókunnugra en langtum algengara er að þetta eigi sér stað milli vina og kunningja, samstarfsfélaga, fjölskyldumeðlima og annarra sem eru bundnir tengslum trausts. Konur og börn eru lang oftast þolendur og gerendurnir eru í yfirgnæfandi meirihluta karlar. Fullyrðing þessi er byggð á tölfræðilegum upplýsingum úr rannsóknum og gagnreyndri þekkingu en ekki fyrirtíðarspennu og hatursham leiðinlegra kvenna. Afleiðingar af kynferðisofbeldi eru hættulegar sálarheill allra og þá sérstaklega barna. Í máli barnanna þriggja kom fram í dómnum að með þessari háttsemi föðurins var lífi, heilsu og velferð dóttur hans ógnað á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Mjög algengt er að andlegri og líkamlegri heilsu þolenda hraki í kjölfar brots og verður mörgum oft brött brekkan í lífinu. Í þeim fáu kynferðisafbrotamálum sem hljóta náð fyrir augum dómara er ekki dæmdur miski í samræmi við alvarleika afleiðinga þeirra. Það er bæði ósanngjarnt og óboðlegt í upplýstri veröld. Kynferðisofbeldi í æsku eykur líkur á fjölmörgum alvarlegum heilsufarsbrestum á fullorðinsárum Margar rannsóknir hafa sýnt fram á skýr tengsl á milli ofbeldis á uppvaxtarárum og heilsufarsvanda síðar á lífsleiðinni. Það sem þessar rannsóknir segja okkur er að áhrif áfalla hefur mælanleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og hægt er að áætla út frá þeim á stærri hópa með svipaða reynslu. Ein þessara rannsókna er Adverse Childhood Experience (ACE) sem rannsakar erfiðar upplifanir í æsku og áhrif á heilsufar síðar á lífsleiðinni. ACE er þekktasta rannsóknin á þessui sviði og var unnin af dr. Vincent Felitti og teymi hans í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á sterk tengsl á milli fjölda áfalla, eða ACE-stiga, andlegs, líkamlegs og félagslegs vanda á fullorðinsárum. Fjöldi stiga endurspeglaði vaxandi áhættu á heilsufars- og félagsvanda síðar á ævinni. Þegar ACE rannsóknin talar um erfiðar upplifanir er sérstaklega verið að tala um afmörkuð og skilgreind áföll. Þessi áföll gerast í æsku og eru skilgreind sem eftirfarandi: Heimilisofbeldi, tilfinningaleg vanræksla, dauði eða andlegir erfiðleikar náins ástvinar eða kynferðisofbeldi. Þegar eitthvað eitt af þessu kemur fyrir í barnæsku þá stóraukast líkurnar að viðkomandi þrói með sér ákveðna heilsufarsbresti síðar á lífsleiðinni. Fíknihegðun og geðsjúkdómar fara þar fremstir í flokki. Á eftir fylgja auknar líkur á m.a. atvinnumissi, offitu, sykursýki, þunglyndi, heilablóðfalli, krabbameini og hjartasjúkdómum. Eins eru þolendur útsettari fyrir því að taka eigið líf. Þessar líkur er hægt að reikna og nota sem rökstuðning þegar kemur að manneskjuvænni miskabótum sem taka mið að kostnaði við bataferli þolenda. Það bataferli tekur gjarnan lengri tíma en samfélagið, ríkiskassi og atvinnulíf gera ráð fyrir. Að meta hugrænt tjón til fjár Þegar ég var að reyna að átta mig á því hróplega ósamræmi milli þeirra fjárhagslegu bóta sem ríkiskassi áleit rökréttan í málunum tveimur sem rakin eru hér að ofan þá leitaði ég útskýringa hjá lögfræðingum. Hlutirnir þaðan voru skýrir. Auðvelt er að reikna bætur þar sem fjárhagslegur skaði er augljós, t.d. þegar stað á sér ólögmæt uppsögn og fólk verður af beinum peningum. Eins þegar eigur eru skemmdar eða önnur atvik þar sem hreint fjármagn eða munir eru hrifsaðir í burtu frá eigendum. Fer þá eitthvað kerfisbundið mælitæki í gang í formi reiknivéla sem metur skaðann. Til að einfalda málið þá er mælitækið hlutlægt og tekur því ekki tillit til hugræns skaða eða tilfinninga. Miskabætur, líkt og misnotuðu börnin þrjú fengu, eru hinsvegar skilgreindar sem ófjárhagslegt tjón. Í lögum kemur fram að við mat á miska, verður að styðjast við einstaklingsbundnar hugmyndir manna um verðmæti þeirra gæða sem raskað hefur verið. Í tilfelli barnanna þriggja er hægt að rökstyðja með gagnreyndri þekkingu og aragrúa rannsókna, líkt og ACE, að gæðin sem um ræðir í þeirra máli er möguleg lífsgæðaskerðing fyrr eða síðar. Engar einstaklingabundnar geðþóttadrifnar hugmyndir um afleiðingar kynferðisofbeldis þarf að styðjast við. Rannsóknirnar eru skýrar og hafa sýnt fram á með afgerandi hætti að skýr tengsl eru á milli ofbeldis í æsku og alvarlegs heilsufarsvanda síðar á lífsleiðinni. Lögin virðast hinsvegar ekki taka mið af nýjustu rannsóknum né sannreyndri þekkingu sem hefur verið sjálfsögð og vel þekkt í þessum málaflokki lengi. Að mati réttarríkisins er hugrænn skaði ekki mælanlegur. Því er ég ósammála. Hann er vel mælanlegur. Mælitækið sjálft er hinsvegar ekki til og þar af leiðandi taka miskabætur eins og í tilfelli barnanna þriggja ekki mið af vandkvæðum þeirra síðar á lífsleiðinni. Miskabæturnar eru því móðgun og lýsandi fyrir stöðnuð viðhorf þar sem þær taka ekki tillit til kostnaðar af meðferðum né þekktum, algengum og langvarandi afleiðingum af kynferðisofbeldi. Það eitt og sér hlýtur á endanum að kosta ríkissjóð meira en mannsæmandi miskabætur til barns sem hægt er beita skilmerkilega og á áhrifaríkan hátt í forvarnarskyni gegn afleiðingum af kynferðisofbeldi. Óháð því hvað okkur finnst um kynbundið ofbeldi þá hljótum við öll að geta fylgt okkur að baki barna sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að venjuvæða vitneskjuna um alvarleika afleiðinga kynferðisofbeldis í æsku og búa til manneskjulegt mælitæki miska sem tekur mið af þeim langvarandi hugrænu- og líkamlegu afleiðingum og þeim lífsgæðaskorti sem getur fylgt þeim. Er ekki bara betra að slá krakka? Til að vekja athygli á hugsanaskekkjum í nútíma samfélagi þarf oft að beina athyglinni að því hve fjarstæðukennd viðhorf og ráðandi gildi eru með öfgakenndum hætti. Gerum það hér og nú.Óhjákvæmilegt er í ljósi ofangreindra tjóna, bóta, skaða og miska að bera saman þann sálræna skaða sem hlýst af því að verða fyrir kynferðisofbeldi sem barn og síðan af því að hljóta kinnhest sem fullorðinn einstaklingur. Nú veit ég vel að málið var sótt vegna ólögmætrar uppsagnar en ef það hefði ekki verið fyrir þessa umdeildu kinnhesta sem fóru þeim fullorðna og barninu á víxl þá hefði aldrei komið til þessa máls eða bóta. Kinnhestur er þungamiðjan í málinu. Afleiðingar af kynferðisofbeldi eru upptaldar. Þær eru fjölmargar, alvarlegar og viðamiklar. Rannsakaðar af sérfræðingum og öðru fagfólki með gögnum sem hafa fengist m.a. frá grasrótinni, heilbrigðisstéttinni og reynslu þolenda. Þessar afleiðingar geta verið alvarlega lífsgæðaskerðandi og dunið á þér upp úr þurru á ólíkum tímum í lífi þínu. Umhverfi og samhengi í því tilviki þarf alltaf að taka til greina. Menningin mótar orðræðuna og bráðnauðsynlegar byltingar geta komið af stað streituflóði og minningamartröðum hjá þolendum. Einfaldir streituvaldar geta orðið að erfiðum fjöllum, stórum fjallagörðum og stundum himnastigum. Kynferðisofbeldi getur tekið þolendur langan tíma að vinna úr. Sértæk meðferð er dýr og sé hún endurgjaldslaus er oftast langur biðlisti. Aftur á móti þegar ég leitaði að langvarandi afleiðingum þess af því að vera slegin einu sinni í framan sem fullorðinn einstaklingur af barni þá fann ég ekkert því tengt. Hvorki ritrýnt efni né rannsakað. Hinsvegar fann ég feikinóg af efni þar sem rætt var um alvarlegar afleiðingar þess að vera slegið sem barn. Svo virðist vera að langvarandi sálrænar og líkamlegar afleiðingar af einum stökum kinnhesti gagnvart fullorðnum einstaklingi sé ekki rannsóknar vert vegna fátíðra eða jafnvel engra aukaverkana og afleiðinga. Þrátt fyrir sterkar aðleiddar röksemdarfærslur í fræðilegu samhengi, framúrskarandi rannsóknir sem hægt er að álykta út frá og reynslu og þekkingu fagfólks um afleiðingar ofbeldis þá virðumst við samt sem áður búa í samfélagi þar sem það er metinn sem meiri skaði að slá krakka en að verða fyrir nauðgun sem barn. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég las frétt um daginn um nýfallinn dóm sem varðaði ógeðfelldan glæp. Faðir hafði misnotað dóttur sína og tvær systurdætur. Dóttir mannsins var 12 ára gamalt barn þegar hann braut á henni og systurdætur hans voru einnig á barnsaldri. Brot hans gagnvart börnunum voru óhugnanleg og skaðleg með öllu. Skýrt og augljóst merki um algjört siðferðisþrot gerandans. Enginn dómgreindarbrestur – heldur einbeittur brotavilji og sinnuleysi gagnvart líkamlegum skaða og sálarheill barna til að fullnægja eigin kynferðislegu þörfum. Gerandi sýndi algjöra vanhæfni í beitingu heilbrigðrar hluttekningar og hvatastjórnar sem eru lágmarkskröfur fyrir einstaklinga í samfélagi manna. Fyrir utan grófustu brotin þá var hann einnig fundinn sekur um að mynda kynfæri barnanna, hafa skoðað barnaníðsefni á netinu og haft slíkt efni í sinni vörslu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir þessi brot. Maðurinn játaði sök og einnig kemur fram í dómnum að hann hafi leitað sér aðstoðar eftir að málið kom upp. Það er alltaf eitthvað óbragð af loforði um iðrun, ábyrgð eða bætta hegðun eftir að brot kemst upp. Í þessu tilviki lyktar hvati til játningar af örvæntingu og án iðrunar í von um styttingu dóms. Sá siðblindi fer á stjá og hagar sér eftir hentugleika og væntanlegum ávinningi. Héraðsdómur dæmdi manninn til að greiða dóttur sinni þrjár milljónir í miskabætur. Önnur frænkan fékk eina og hálfa milljón og hin fékk eina milljón. Til að undirstrika siðleysi sitt sem og ábyrgðar- og skilningsleysi fyrir afleiðingum gjörða sinna þá kemur fram í dómi að gerandi taldi bótakröfur dóttur sinnar og systradætra of háar. Á svipuðum tíma norður í landi féll annar dómur. Af einhverjum ástæðum hefur það mál verið mun meira áberandi í fjölmiðlum en ólýsanleg þjáningarsaga barnanna þriggja. Sá dómur dæmdi kennara skaðabætur upp á átta milljónir króna. Kennari sá sló barn. Kennarinn var ósáttur við að hafa verið sagt upp fyrir að slá krakka, höfðaði mál fyrir ólögmæta uppsögn og vann. Sitt sýndist hverjum um framgöngu kennarans og athugasemdarkerfi fóru á flug og skiptist fólk í fylkingar. Barnið hafði nefnilega slegið þann fullorðna fyrst. Málið þróaðist svo á þann hátt að foreldrar barnsins fundu sig knúna til að stíga fram fyrir hönd dóttur sinnar þar sem þeim fannst fjölmiðlaumfjöllunin um málið einhliða og mikið til kennaranum í vil. Þau töldu mikilvægt að forsaga málsins kæmi fram, þ.e. að barnið hafði glímt við alvarleg geðræn vandamál og upplifað virkar sjálfsvígshugsanir yfir einhvern tíma. Þessi vanlíðan var orðin svo ráðandi að foreldrarnir þurftu á einum tímapunkti að leita til bráðamóttökunnar vegna sjálfsvígshugsana barnsins. Rökrétt er því að álykta út frá þessum upplýsingum að sterkar líkur séu á að erfiðar tilfinningar og vanmáttarkennd hafi borið barnið ofurliði umræddan dag og hegðun þess hafi verið í samræmi við ástand og hugræna getu barns í vanlíðan. Hinsvegar í stað skilnings og samkenndar mætti því kinnhestur og skömm. Dalvíkurbær gerði sér hinsvegar grein fyrir valdaójafnvæginu og muninum á milli hugrænnar getu barns og fullorðins þegar kemur að úrvinnslu erfiðra tilfinninga og vék kennaranum úr starfi. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst síðar að þeirri niðurstöðu að kinnhesturinn sem kennarinn veitti barninu væri ekki gróft brot í starfi og gæti þar af leiðandi ekki réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur kennarans. En af hverju fá börn sem sætt hafa kynferðisofbeldi aðeins brot af þeim bótum sem kennari fær við atvinnumissi eftir að hafa slegið barn? Kynferðisofbeldi er þýðingarmikil ógn við heilsu einstaklinga. Kynferðisofbeldi hefur fjölmörg birtingarform. Þegar talað er um kynferðisofbeldi er m.a. átt við: Nauðgun, kynferðisofbeldi gagnvart börnum, klám, vændi, stafrænt kynferðislegt ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðislegar þvinganir. Vettvangur þessarar siðlausu og refsiverðu hegðunar er víða að finna. Þetta getur gerst milli ókunnugra en langtum algengara er að þetta eigi sér stað milli vina og kunningja, samstarfsfélaga, fjölskyldumeðlima og annarra sem eru bundnir tengslum trausts. Konur og börn eru lang oftast þolendur og gerendurnir eru í yfirgnæfandi meirihluta karlar. Fullyrðing þessi er byggð á tölfræðilegum upplýsingum úr rannsóknum og gagnreyndri þekkingu en ekki fyrirtíðarspennu og hatursham leiðinlegra kvenna. Afleiðingar af kynferðisofbeldi eru hættulegar sálarheill allra og þá sérstaklega barna. Í máli barnanna þriggja kom fram í dómnum að með þessari háttsemi föðurins var lífi, heilsu og velferð dóttur hans ógnað á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Mjög algengt er að andlegri og líkamlegri heilsu þolenda hraki í kjölfar brots og verður mörgum oft brött brekkan í lífinu. Í þeim fáu kynferðisafbrotamálum sem hljóta náð fyrir augum dómara er ekki dæmdur miski í samræmi við alvarleika afleiðinga þeirra. Það er bæði ósanngjarnt og óboðlegt í upplýstri veröld. Kynferðisofbeldi í æsku eykur líkur á fjölmörgum alvarlegum heilsufarsbrestum á fullorðinsárum Margar rannsóknir hafa sýnt fram á skýr tengsl á milli ofbeldis á uppvaxtarárum og heilsufarsvanda síðar á lífsleiðinni. Það sem þessar rannsóknir segja okkur er að áhrif áfalla hefur mælanleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og hægt er að áætla út frá þeim á stærri hópa með svipaða reynslu. Ein þessara rannsókna er Adverse Childhood Experience (ACE) sem rannsakar erfiðar upplifanir í æsku og áhrif á heilsufar síðar á lífsleiðinni. ACE er þekktasta rannsóknin á þessui sviði og var unnin af dr. Vincent Felitti og teymi hans í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á sterk tengsl á milli fjölda áfalla, eða ACE-stiga, andlegs, líkamlegs og félagslegs vanda á fullorðinsárum. Fjöldi stiga endurspeglaði vaxandi áhættu á heilsufars- og félagsvanda síðar á ævinni. Þegar ACE rannsóknin talar um erfiðar upplifanir er sérstaklega verið að tala um afmörkuð og skilgreind áföll. Þessi áföll gerast í æsku og eru skilgreind sem eftirfarandi: Heimilisofbeldi, tilfinningaleg vanræksla, dauði eða andlegir erfiðleikar náins ástvinar eða kynferðisofbeldi. Þegar eitthvað eitt af þessu kemur fyrir í barnæsku þá stóraukast líkurnar að viðkomandi þrói með sér ákveðna heilsufarsbresti síðar á lífsleiðinni. Fíknihegðun og geðsjúkdómar fara þar fremstir í flokki. Á eftir fylgja auknar líkur á m.a. atvinnumissi, offitu, sykursýki, þunglyndi, heilablóðfalli, krabbameini og hjartasjúkdómum. Eins eru þolendur útsettari fyrir því að taka eigið líf. Þessar líkur er hægt að reikna og nota sem rökstuðning þegar kemur að manneskjuvænni miskabótum sem taka mið að kostnaði við bataferli þolenda. Það bataferli tekur gjarnan lengri tíma en samfélagið, ríkiskassi og atvinnulíf gera ráð fyrir. Að meta hugrænt tjón til fjár Þegar ég var að reyna að átta mig á því hróplega ósamræmi milli þeirra fjárhagslegu bóta sem ríkiskassi áleit rökréttan í málunum tveimur sem rakin eru hér að ofan þá leitaði ég útskýringa hjá lögfræðingum. Hlutirnir þaðan voru skýrir. Auðvelt er að reikna bætur þar sem fjárhagslegur skaði er augljós, t.d. þegar stað á sér ólögmæt uppsögn og fólk verður af beinum peningum. Eins þegar eigur eru skemmdar eða önnur atvik þar sem hreint fjármagn eða munir eru hrifsaðir í burtu frá eigendum. Fer þá eitthvað kerfisbundið mælitæki í gang í formi reiknivéla sem metur skaðann. Til að einfalda málið þá er mælitækið hlutlægt og tekur því ekki tillit til hugræns skaða eða tilfinninga. Miskabætur, líkt og misnotuðu börnin þrjú fengu, eru hinsvegar skilgreindar sem ófjárhagslegt tjón. Í lögum kemur fram að við mat á miska, verður að styðjast við einstaklingsbundnar hugmyndir manna um verðmæti þeirra gæða sem raskað hefur verið. Í tilfelli barnanna þriggja er hægt að rökstyðja með gagnreyndri þekkingu og aragrúa rannsókna, líkt og ACE, að gæðin sem um ræðir í þeirra máli er möguleg lífsgæðaskerðing fyrr eða síðar. Engar einstaklingabundnar geðþóttadrifnar hugmyndir um afleiðingar kynferðisofbeldis þarf að styðjast við. Rannsóknirnar eru skýrar og hafa sýnt fram á með afgerandi hætti að skýr tengsl eru á milli ofbeldis í æsku og alvarlegs heilsufarsvanda síðar á lífsleiðinni. Lögin virðast hinsvegar ekki taka mið af nýjustu rannsóknum né sannreyndri þekkingu sem hefur verið sjálfsögð og vel þekkt í þessum málaflokki lengi. Að mati réttarríkisins er hugrænn skaði ekki mælanlegur. Því er ég ósammála. Hann er vel mælanlegur. Mælitækið sjálft er hinsvegar ekki til og þar af leiðandi taka miskabætur eins og í tilfelli barnanna þriggja ekki mið af vandkvæðum þeirra síðar á lífsleiðinni. Miskabæturnar eru því móðgun og lýsandi fyrir stöðnuð viðhorf þar sem þær taka ekki tillit til kostnaðar af meðferðum né þekktum, algengum og langvarandi afleiðingum af kynferðisofbeldi. Það eitt og sér hlýtur á endanum að kosta ríkissjóð meira en mannsæmandi miskabætur til barns sem hægt er beita skilmerkilega og á áhrifaríkan hátt í forvarnarskyni gegn afleiðingum af kynferðisofbeldi. Óháð því hvað okkur finnst um kynbundið ofbeldi þá hljótum við öll að geta fylgt okkur að baki barna sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að venjuvæða vitneskjuna um alvarleika afleiðinga kynferðisofbeldis í æsku og búa til manneskjulegt mælitæki miska sem tekur mið af þeim langvarandi hugrænu- og líkamlegu afleiðingum og þeim lífsgæðaskorti sem getur fylgt þeim. Er ekki bara betra að slá krakka? Til að vekja athygli á hugsanaskekkjum í nútíma samfélagi þarf oft að beina athyglinni að því hve fjarstæðukennd viðhorf og ráðandi gildi eru með öfgakenndum hætti. Gerum það hér og nú.Óhjákvæmilegt er í ljósi ofangreindra tjóna, bóta, skaða og miska að bera saman þann sálræna skaða sem hlýst af því að verða fyrir kynferðisofbeldi sem barn og síðan af því að hljóta kinnhest sem fullorðinn einstaklingur. Nú veit ég vel að málið var sótt vegna ólögmætrar uppsagnar en ef það hefði ekki verið fyrir þessa umdeildu kinnhesta sem fóru þeim fullorðna og barninu á víxl þá hefði aldrei komið til þessa máls eða bóta. Kinnhestur er þungamiðjan í málinu. Afleiðingar af kynferðisofbeldi eru upptaldar. Þær eru fjölmargar, alvarlegar og viðamiklar. Rannsakaðar af sérfræðingum og öðru fagfólki með gögnum sem hafa fengist m.a. frá grasrótinni, heilbrigðisstéttinni og reynslu þolenda. Þessar afleiðingar geta verið alvarlega lífsgæðaskerðandi og dunið á þér upp úr þurru á ólíkum tímum í lífi þínu. Umhverfi og samhengi í því tilviki þarf alltaf að taka til greina. Menningin mótar orðræðuna og bráðnauðsynlegar byltingar geta komið af stað streituflóði og minningamartröðum hjá þolendum. Einfaldir streituvaldar geta orðið að erfiðum fjöllum, stórum fjallagörðum og stundum himnastigum. Kynferðisofbeldi getur tekið þolendur langan tíma að vinna úr. Sértæk meðferð er dýr og sé hún endurgjaldslaus er oftast langur biðlisti. Aftur á móti þegar ég leitaði að langvarandi afleiðingum þess af því að vera slegin einu sinni í framan sem fullorðinn einstaklingur af barni þá fann ég ekkert því tengt. Hvorki ritrýnt efni né rannsakað. Hinsvegar fann ég feikinóg af efni þar sem rætt var um alvarlegar afleiðingar þess að vera slegið sem barn. Svo virðist vera að langvarandi sálrænar og líkamlegar afleiðingar af einum stökum kinnhesti gagnvart fullorðnum einstaklingi sé ekki rannsóknar vert vegna fátíðra eða jafnvel engra aukaverkana og afleiðinga. Þrátt fyrir sterkar aðleiddar röksemdarfærslur í fræðilegu samhengi, framúrskarandi rannsóknir sem hægt er að álykta út frá og reynslu og þekkingu fagfólks um afleiðingar ofbeldis þá virðumst við samt sem áður búa í samfélagi þar sem það er metinn sem meiri skaði að slá krakka en að verða fyrir nauðgun sem barn. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar