Fótbolti

Elías tapaði en Árni og félagar björguðu stigi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elías Már Ómarsson og félagar töpuðu í kvöld.
Elías Már Ómarsson og félagar töpuðu í kvöld. Pim Waslander/Soccrates/Getty Images

Elías Már Ómarsson, leikmaður Nimes, þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Auxerre í frösnku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Á sama tíma björguðu Árni Vilhjálmsson og félagar hans í Rodez stigi gegn Guingamp í sömu deild.

Elías og félagar hans í Nimes tóku á móti Auxerre og máttu þola 2-1 tap, en öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik. Elías var í byrjunarliði Nimes en var tekinn af velli eftir klukkutíma leik.

Nimes situr í sjöunda sæti deildarinnar með 39 stig eftir 29 leiki, 15 stigum minna en Auxerre sem situr í þriðja sæti deildarinnar.

Þá var Árni Vilhjálmsson í byrjunarliði Rodez sem gerði 1-1 jafntefli gegn Guingamp. Jöfnunarmark Rodez skoraði Clement Depres af vítapunktinum þegar tæplega fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×