Rússar skutu almennan borgara sem hafði hendur á lofti til bana Árni Sæberg skrifar 15. mars 2022 18:01 Rússnesk skriðdrekasveit drap manninn. Stringer/Getty Þann 7. mars síðastliðinn skutu rússneskir hermenn almennan úkraínskan borgara til bana þrátt fyrir að hann hafi reitt hendur á loft. Þýska sjónvarpsstöðin ZDF hefur myndefni úr dróna undir höndum sem sýnir rússnesku hermennina skjóta manninn til bana á vegi örfáa kílómetra frá Kænugarði. Myndbandið sýnir manninn stöðva bifreið sína þegar hann sér rússneska skriðdrekahersveit í vegkantinum. Hann stígur síðan út úr bílnum með hendur á lofti en er skotinn nánast samstundis. Fundu drónaflugmanninn Fréttaskýringaþætti ZDF, Frontal, barst myndefnið frá ónafngreindum heimildarmanni og fréttamenn ákváðu að nauðsynlegt væri að staðreyna sannleiksgildi myndbandsins. „Til að sannreyna það leituðum við drónaflugmannsins. Við fundum hann í kjallara í Kænugarði,“ Sá heitir Zanoza og er sjálfboðaliði í Úkraínuher og greindi stríðsfréttariturum Frontal frá því sem hann sá þann 7. mars. „Faðirinn steig út úr bílnum, lyfti höndum hátt í loft, og var einfaldlega skotinn af rússneskum hermönnum,“ segir hann. Fréttaritarar gátu staðfest staðsetningu og tímasetningu skotárásarinnar með því að afla frekari myndbanda af henni. Drepinn fyrir framan fjölskyldu sína „Svo virðist sem þeir hafi framið stríðsglæp. Þetta er almennur borgari sem er skotinn, og kona hans og dóttir eða sonur, það sést ekki skýrt á myndbandi hvors kyns barnið er, voru síðan leidd á brott af rússnesku hermönnunum,“ segir Arndt Ginzel, fréttaritari Frontal í Úkraínu. „Myndefnið frá 7. Mars sýnir að fullyrðing Pútíns, um að innrás Rússa í Úkraínu sé sérstök hernaðaraðgerð þar sem engir almennir borgarar eru drepnir, er ekkert annað en lygi,“ segir í lok fréttar Frontal sem sjá má hér að neðan. #Putin spricht von einer Spezialaktion in der #Ukraine, die sich nicht gegen Zivilisten richte. Eine Drohne filmte allerdings wenige Kilometer westlich von Kiew, wie ein Zivilist von offenbar russischen Soldaten erschossen wird. #ZDFfrontal exklusiv, mehr zum Krieg 21.15 Uhr @ZDF pic.twitter.com/1FDdD7v9Ww— frontal (@ZDFfrontal) March 15, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þýska sjónvarpsstöðin ZDF hefur myndefni úr dróna undir höndum sem sýnir rússnesku hermennina skjóta manninn til bana á vegi örfáa kílómetra frá Kænugarði. Myndbandið sýnir manninn stöðva bifreið sína þegar hann sér rússneska skriðdrekahersveit í vegkantinum. Hann stígur síðan út úr bílnum með hendur á lofti en er skotinn nánast samstundis. Fundu drónaflugmanninn Fréttaskýringaþætti ZDF, Frontal, barst myndefnið frá ónafngreindum heimildarmanni og fréttamenn ákváðu að nauðsynlegt væri að staðreyna sannleiksgildi myndbandsins. „Til að sannreyna það leituðum við drónaflugmannsins. Við fundum hann í kjallara í Kænugarði,“ Sá heitir Zanoza og er sjálfboðaliði í Úkraínuher og greindi stríðsfréttariturum Frontal frá því sem hann sá þann 7. mars. „Faðirinn steig út úr bílnum, lyfti höndum hátt í loft, og var einfaldlega skotinn af rússneskum hermönnum,“ segir hann. Fréttaritarar gátu staðfest staðsetningu og tímasetningu skotárásarinnar með því að afla frekari myndbanda af henni. Drepinn fyrir framan fjölskyldu sína „Svo virðist sem þeir hafi framið stríðsglæp. Þetta er almennur borgari sem er skotinn, og kona hans og dóttir eða sonur, það sést ekki skýrt á myndbandi hvors kyns barnið er, voru síðan leidd á brott af rússnesku hermönnunum,“ segir Arndt Ginzel, fréttaritari Frontal í Úkraínu. „Myndefnið frá 7. Mars sýnir að fullyrðing Pútíns, um að innrás Rússa í Úkraínu sé sérstök hernaðaraðgerð þar sem engir almennir borgarar eru drepnir, er ekkert annað en lygi,“ segir í lok fréttar Frontal sem sjá má hér að neðan. #Putin spricht von einer Spezialaktion in der #Ukraine, die sich nicht gegen Zivilisten richte. Eine Drohne filmte allerdings wenige Kilometer westlich von Kiew, wie ein Zivilist von offenbar russischen Soldaten erschossen wird. #ZDFfrontal exklusiv, mehr zum Krieg 21.15 Uhr @ZDF pic.twitter.com/1FDdD7v9Ww— frontal (@ZDFfrontal) March 15, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira