Chelsea dregur beiðnina um að leika fyrir luktum dyrum til baka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. mars 2022 17:45 Chelsea hefur dregið beiðni sína um að leika fyrir luktum dyrum gegn Middlesbrough í átta liða úrslitum FA-bikarsins til baka. James Gill - Danehouse/Getty Images Fyrr í dag bárust fregnir af því að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi biðlað til enska knattspyrnusambandsins um að leikur liðsins gegn Middlesbrough í FA-bikarnum næstkomandi laugardag færi fram fyrir luktum dyrum. Félagið hefur nú dregið þá beiðni til baka. Sú ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að frysta eigur Romans Abramovich, eiganda Chelsea, hefur haft töluverð áhrif á starfsemi félagsins. Það má til að mynda ekki selja miða á leiki og aðeins ársmiðahafar mega mæta á þá. Félagið ákvað því að senda inn formlega beiðni til enska knattspyrnufélagsins um að bikarleikur liðsins gegn Middlebrough næstkomandi laugardag yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Það hefði þá þýtt að ekki einu sinni stuðningsmenn Middlesbrough hefðu mátt mæta á leikinn, en forráðamenn B-deildarliðsins skildu hvorki upp né niður í þessari beiðni. „Það að leggja það til að Middlesbrough og stuðningsmenn félagsins verði refsað er ekki bara gríðarlega óréttlátt heldur er enginn fótur fyrir beiðninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að forráðamönnum Middlesbrough þættu útskýringar Chelsea á beiðninni kaldhæðnislegar. „Í ljósi ástæðunnar fyrir því að Chelsea var beitt refsiaðgerðum er það mjög kaldhæðnislegt að félagið tali um heiðarleika í íþróttum sem ástæðu þess að spila ætti leikinn án áhorfenda.“ Enska knattspyrnusambandið ætlaði að taka málið fyrir á morgun, en nú hefur Chelsea hins vegar dregið beiðnina til baka. Stuðningsmenn Middlesbrough ættu því að geta mætt á heimavöll liðsins næstkomandi laugardag þegar Chelsea mætir í heimsókn í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Middlesbrough hefur nú þegar slegið Manchester United og Tottenham úr leik, en takist þeim að skáka Evrópumeisturunum tryggir liðið sér sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti síðan 2006. Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Sú ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að frysta eigur Romans Abramovich, eiganda Chelsea, hefur haft töluverð áhrif á starfsemi félagsins. Það má til að mynda ekki selja miða á leiki og aðeins ársmiðahafar mega mæta á þá. Félagið ákvað því að senda inn formlega beiðni til enska knattspyrnufélagsins um að bikarleikur liðsins gegn Middlebrough næstkomandi laugardag yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Það hefði þá þýtt að ekki einu sinni stuðningsmenn Middlesbrough hefðu mátt mæta á leikinn, en forráðamenn B-deildarliðsins skildu hvorki upp né niður í þessari beiðni. „Það að leggja það til að Middlesbrough og stuðningsmenn félagsins verði refsað er ekki bara gríðarlega óréttlátt heldur er enginn fótur fyrir beiðninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að forráðamönnum Middlesbrough þættu útskýringar Chelsea á beiðninni kaldhæðnislegar. „Í ljósi ástæðunnar fyrir því að Chelsea var beitt refsiaðgerðum er það mjög kaldhæðnislegt að félagið tali um heiðarleika í íþróttum sem ástæðu þess að spila ætti leikinn án áhorfenda.“ Enska knattspyrnusambandið ætlaði að taka málið fyrir á morgun, en nú hefur Chelsea hins vegar dregið beiðnina til baka. Stuðningsmenn Middlesbrough ættu því að geta mætt á heimavöll liðsins næstkomandi laugardag þegar Chelsea mætir í heimsókn í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Middlesbrough hefur nú þegar slegið Manchester United og Tottenham úr leik, en takist þeim að skáka Evrópumeisturunum tryggir liðið sér sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti síðan 2006.
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira