Vilja normalísera tilfinningar stráka og karla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. mars 2022 10:04 Þorsteinn V. Einarsson Vísir/Vilhelm Samfélags- og fræðslumiðilinn Karlmennskan stendur nú fyrir átakinu jákvæð karlmennska þar sem áhersla er á að normalísera tilfinningar stráka og karla. „Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um þetta verkefni Átakinu er ætlað að hvetja karla, sérstaklega pabba og afa, til að leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær, tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Þá eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverskonar áföllum eða eru að glíma við vanlíðan hvattir til að segja einhverjum frá því og mögulega leita sér faglegrar aðstoðar. Skömm, reiði, áföll og sjálfsvíghugsanir „Karlar upplifa allskonar tilfinningar og sumar eru erfiðari en aðrar. Hluti átaksins er fræðsla í hlaðvarpsformi um tilfinningar sem geta valdið drengjum og körlum og samferðafólki skaða.“ Fjórir hlaðvarpsþættir eru aðgengilegir á karlmennskan.is og helstu hlaðvarpsveitum um skömm, áföll, reiði og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í þáttunum fjalla sálfræðingar um að tilfinningar séu aldrei hættulegar heldur séu það hegðunin og túlkun okkar á aðstæðum sem geta gert okkur erfitt fyrir. Þá er sérstaklega slæmt ef drengjum er innrætt að hunsa eigin tilfinningar og fá ekki að læra á þær, finna og tjá við þau sem þeir treysta. Slík innræting getur fylgt körlum ævina á enda sem kann að skerða lífsgæði þeirra sjálfra. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Fræðsluefni í teiknuðum hreyfimyndum „Hluti átaksins eru teiknaðar skýringamyndir sem fjalla um mikilvægi tilfinningalæsis, að við leyfum okkur og strákum að upplifa tilfinningar og sérstaklega að setja þær í orð. Þrjár teiknimyndir eru aðgengilegar á karlmennskan.is sem fjalla um skömm, þunglyndi og vanlíðan og þriðja fjallar um karlmennskugrímuna svokölluðu. Hvernig strákar og karlar fela vanlíðan eða áföll og forðast að tala um þau við vini,“ útskýrir Þorsteinn. Næstu daga munu birtast fræðslupóstar á samfélagsmiðlinum Karlmennskan sem snúa að tilfinningum drengja og karla. Átakið er hannað af sálfræðingnum Huldu Tölgyes auk Þorsteins V. Einarssonar ábyrgðarmanns Karlmennskunnar. Allar upplýsingar má finna á karlmennskan.is og facebook- og Instagramsíðunni Karlmennskan. Samfélagsmiðlar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
„Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um þetta verkefni Átakinu er ætlað að hvetja karla, sérstaklega pabba og afa, til að leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær, tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Þá eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverskonar áföllum eða eru að glíma við vanlíðan hvattir til að segja einhverjum frá því og mögulega leita sér faglegrar aðstoðar. Skömm, reiði, áföll og sjálfsvíghugsanir „Karlar upplifa allskonar tilfinningar og sumar eru erfiðari en aðrar. Hluti átaksins er fræðsla í hlaðvarpsformi um tilfinningar sem geta valdið drengjum og körlum og samferðafólki skaða.“ Fjórir hlaðvarpsþættir eru aðgengilegir á karlmennskan.is og helstu hlaðvarpsveitum um skömm, áföll, reiði og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í þáttunum fjalla sálfræðingar um að tilfinningar séu aldrei hættulegar heldur séu það hegðunin og túlkun okkar á aðstæðum sem geta gert okkur erfitt fyrir. Þá er sérstaklega slæmt ef drengjum er innrætt að hunsa eigin tilfinningar og fá ekki að læra á þær, finna og tjá við þau sem þeir treysta. Slík innræting getur fylgt körlum ævina á enda sem kann að skerða lífsgæði þeirra sjálfra. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Fræðsluefni í teiknuðum hreyfimyndum „Hluti átaksins eru teiknaðar skýringamyndir sem fjalla um mikilvægi tilfinningalæsis, að við leyfum okkur og strákum að upplifa tilfinningar og sérstaklega að setja þær í orð. Þrjár teiknimyndir eru aðgengilegar á karlmennskan.is sem fjalla um skömm, þunglyndi og vanlíðan og þriðja fjallar um karlmennskugrímuna svokölluðu. Hvernig strákar og karlar fela vanlíðan eða áföll og forðast að tala um þau við vini,“ útskýrir Þorsteinn. Næstu daga munu birtast fræðslupóstar á samfélagsmiðlinum Karlmennskan sem snúa að tilfinningum drengja og karla. Átakið er hannað af sálfræðingnum Huldu Tölgyes auk Þorsteins V. Einarssonar ábyrgðarmanns Karlmennskunnar. Allar upplýsingar má finna á karlmennskan.is og facebook- og Instagramsíðunni Karlmennskan.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira