Íbúar langþreyttir á rafmagnsleysi: „Þetta er bara fáranlegt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. mars 2022 19:18 Rafmagnsleysið er fátítt á sumrin en á myndinni er Búðardalur í Dalabyggð. Vísir/Vilhelm Íbúi í Dalabyggð er orðin dauðþreytt á langvarandi rafmagnsleysi. Hún segist aldrei hafa upplifað jafnslæman vetur - ekki síðan hún var barn. Íbúinn, sem ræddi við fréttastofu um málið, hefur búið í Dalabyggð frá fæðingu. Hún segir að ástandið sé orðið hreinlega fáránlegt. Slæmt veður hefur verið á landinu víða í dag með tilheyrandi rafmagnstruflunum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Rafmagnsbilanir hafa verið sérstaklega tíðar á suðvestur og vesturhorni landsins. Rauðu punktarnir tákna þær línur sem eru bilaðar en græni þann sem búið er að laga.RARIK Hún segir að rafmagnsleysinu fylgi einnig vatnsleysi og farsímar missi þar að auki símasamband: „Árið er 2022. Línurnar eru allar ónýtar. Ég hef ekki upplifað þetta síðan ég var barn - hversu oft er búið að vera rafmagnslaust í vetur. Við erum uppi í sveit og línurnar eru bara ónýtar. Ég veit að það er líka orðið lélegt í Borgarfirðinum. Systir mín er með stórt kúabú og það er oft að fara rafmagnið hjá þeim. Þetta er bara fáranlegt.“ Rarik leggi sig mikið fram Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik, segir að veturinn hafi verið óvenjuslæmur. Lægðagangurinn hafi reynst erfiður en hratt sé ráðist í viðgerðir um leið og rafmagn slær út. „Við vorum að keyra varaafl á meðan. Við fórum strax í að senda fólk í stöðuna til að keyra upp varaafl, til að setja eins marga inn á það eins og hægt var þannig að íbúar í Búðardal voru að minnsta kosti með rafmagn,“ segir hún um ástandið í Dalabyggð. Aðspurð segir hún að verið sé að skipta línukerfi landsins út. Það taki sinn tíma en búið sé að setja yfir 70% af dreifikerfi Rarik í streng. Hún telur að Rarik leggi um 3-400 kílómetra af línum í jörð ár hvert: „Við leggjum okkur öll fram við að reyna að losna við þessa veiku punkta í kerfinu,“ segir Helga. „Við erum á fullu við að reyna að losna við þessar veðurháðu bilanir. Þetta er náttúrulega mjög bagalegt, bæði fyrir notendur okkar og okkur, þetta er mannaflakrefjandi og tekur á þegar við fáum svona áhlaup. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik. Veður Orkumál Dalabyggð Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Íbúinn, sem ræddi við fréttastofu um málið, hefur búið í Dalabyggð frá fæðingu. Hún segir að ástandið sé orðið hreinlega fáránlegt. Slæmt veður hefur verið á landinu víða í dag með tilheyrandi rafmagnstruflunum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Rafmagnsbilanir hafa verið sérstaklega tíðar á suðvestur og vesturhorni landsins. Rauðu punktarnir tákna þær línur sem eru bilaðar en græni þann sem búið er að laga.RARIK Hún segir að rafmagnsleysinu fylgi einnig vatnsleysi og farsímar missi þar að auki símasamband: „Árið er 2022. Línurnar eru allar ónýtar. Ég hef ekki upplifað þetta síðan ég var barn - hversu oft er búið að vera rafmagnslaust í vetur. Við erum uppi í sveit og línurnar eru bara ónýtar. Ég veit að það er líka orðið lélegt í Borgarfirðinum. Systir mín er með stórt kúabú og það er oft að fara rafmagnið hjá þeim. Þetta er bara fáranlegt.“ Rarik leggi sig mikið fram Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik, segir að veturinn hafi verið óvenjuslæmur. Lægðagangurinn hafi reynst erfiður en hratt sé ráðist í viðgerðir um leið og rafmagn slær út. „Við vorum að keyra varaafl á meðan. Við fórum strax í að senda fólk í stöðuna til að keyra upp varaafl, til að setja eins marga inn á það eins og hægt var þannig að íbúar í Búðardal voru að minnsta kosti með rafmagn,“ segir hún um ástandið í Dalabyggð. Aðspurð segir hún að verið sé að skipta línukerfi landsins út. Það taki sinn tíma en búið sé að setja yfir 70% af dreifikerfi Rarik í streng. Hún telur að Rarik leggi um 3-400 kílómetra af línum í jörð ár hvert: „Við leggjum okkur öll fram við að reyna að losna við þessa veiku punkta í kerfinu,“ segir Helga. „Við erum á fullu við að reyna að losna við þessar veðurháðu bilanir. Þetta er náttúrulega mjög bagalegt, bæði fyrir notendur okkar og okkur, þetta er mannaflakrefjandi og tekur á þegar við fáum svona áhlaup. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik.
Veður Orkumál Dalabyggð Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira