Síminn, Vodafone og Nova – „Eru íbúar í dreifbýli minna virði en íbúar í þéttbýli?“ Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. mars 2022 11:31 Fyrir skemmstu var birt svar við fyrirspurn um farsímasamband í dreifbýli á vef Alþingis. Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur þingmanni er hér með þakkað fyrir að vekja athygli þingheims á þessu brýna máli. Í svari ráðherra kemur fram að árið 2021 voru 117 lögheimili með lítið eða ekkert símasamband og 1693 lögheimili með slitrótt eða stopult samband. Athugið "slitrótt samband" er ágætis samband utandyra en slitrótt innandyra og ólíklegt að merkið sé sterkt um allt húsið (gæti verið gott við glugga o.s.frv.). Semsagt 27% lögheimila í dreifbýli á Ísland búa við ekkert eða stopult farsímasamband árið 2021. Hlutfallið er 40% hér í Dalabyggð. Þó frábært sé að fá bætt netsamband með ljósleiðara er staðan sú í dreifbýli að þegar hann dettur út vegna bilana og/eða rafmagnsleysis þá er farsíminn eina fjarskiptaleiðin ef eitthvað kemur uppá eftir að fastlínusímkerfið var lagt niður. Í viðtali við mbl.is fyrr í vetur segir Guðrún Blöndal á Valþúfu sem býr við lélegt farsímasamband að „svör við fyrirspurn um símamastur sem myndi laga ástandið á Valþúfu og næsta bæ og jafnvel á Skógarströnd sem er hinum megin fjarðarins að það sé of dýr aðgerð fyrir jafn fáa íbúa.“ Er það virkilega svo að stjórnendur Símans, Vodafone og Nova meti íbúa í dreifbýli minna virði en íbúa í þéttbýli. Snýst allt um að hámark arðsemi eiginfjár hjá ykkar fyrirtækjum. Er engin samfélagsleg ábyrgð til staðar hjá ykkur. Allt tal um 99,9% samband á heimilum landsins er fyrirsláttur ef staðan er sú að ekki er hægt að ná samband þegar slys eða önnur óhöpp verða. Að ég tali nú ekki um stafræna þjónustu en það þarf farsímasamband til að virkja rafrænt auðkenni í síma til að sinna ýmsum erindum í stjórnkerfinu. Íbúar í dreifbýli gera sömu kröfu um þjónustu óháð búsetu og íbúar í þéttbýli. Ágætu fjarskiptafyrirtæki, kippið þessu í lag, ekki seinna en í gær. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Fjarskipti Byggðamál Skoðun: Kosningar 2022 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var birt svar við fyrirspurn um farsímasamband í dreifbýli á vef Alþingis. Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur þingmanni er hér með þakkað fyrir að vekja athygli þingheims á þessu brýna máli. Í svari ráðherra kemur fram að árið 2021 voru 117 lögheimili með lítið eða ekkert símasamband og 1693 lögheimili með slitrótt eða stopult samband. Athugið "slitrótt samband" er ágætis samband utandyra en slitrótt innandyra og ólíklegt að merkið sé sterkt um allt húsið (gæti verið gott við glugga o.s.frv.). Semsagt 27% lögheimila í dreifbýli á Ísland búa við ekkert eða stopult farsímasamband árið 2021. Hlutfallið er 40% hér í Dalabyggð. Þó frábært sé að fá bætt netsamband með ljósleiðara er staðan sú í dreifbýli að þegar hann dettur út vegna bilana og/eða rafmagnsleysis þá er farsíminn eina fjarskiptaleiðin ef eitthvað kemur uppá eftir að fastlínusímkerfið var lagt niður. Í viðtali við mbl.is fyrr í vetur segir Guðrún Blöndal á Valþúfu sem býr við lélegt farsímasamband að „svör við fyrirspurn um símamastur sem myndi laga ástandið á Valþúfu og næsta bæ og jafnvel á Skógarströnd sem er hinum megin fjarðarins að það sé of dýr aðgerð fyrir jafn fáa íbúa.“ Er það virkilega svo að stjórnendur Símans, Vodafone og Nova meti íbúa í dreifbýli minna virði en íbúa í þéttbýli. Snýst allt um að hámark arðsemi eiginfjár hjá ykkar fyrirtækjum. Er engin samfélagsleg ábyrgð til staðar hjá ykkur. Allt tal um 99,9% samband á heimilum landsins er fyrirsláttur ef staðan er sú að ekki er hægt að ná samband þegar slys eða önnur óhöpp verða. Að ég tali nú ekki um stafræna þjónustu en það þarf farsímasamband til að virkja rafrænt auðkenni í síma til að sinna ýmsum erindum í stjórnkerfinu. Íbúar í dreifbýli gera sömu kröfu um þjónustu óháð búsetu og íbúar í þéttbýli. Ágætu fjarskiptafyrirtæki, kippið þessu í lag, ekki seinna en í gær. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar