Bayern-stjarnan snýr aftur mánuðum eftir veirusmit Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2022 16:01 Alphonso Davies fagnar marki með samherjum sínum í Bayern í desember. Hann hefur ekki getað spilað með liðinu síðan í jólamánuðinum. Getty/Bernd Thissen Hinn 21 árs gamli Alphonso Davies mætti aftur til æfinga hjá knattspyrnuliði Bayern München í gær eftir að hafa verið frá keppni í þrjá mánuði. Mögulegt er að hann verði með liðinu í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Bayern greindi frá því 5. janúar að Davies, sem var fullbólusettur, hefði smitast af kórónuveirunni. Við læknisskoðun í kjölfarið var Davies greindur með væga hjartavöðvabólgu sem veirusýkingin getur valdið. Davies hefur því ekki spilað með Bayern eftir jólafríið, eða síðan 17. desember, en mætti til æfinga með bæði hlaupa- takkaskó í gær, á séræfingar með líkamsræktarþjálfara Bayern. Bæjarar munu þó fara sér að engu óðslega. For the first time in nearly two months, @AlphonsoDavies completed a running session at Säbener this morning #MiaSanMia pic.twitter.com/t9eKtRBPbA— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 13, 2022 „Hjartavöðvabólgan er farin. Bataferlið virðist hafa heppnast eins vel og hugsast gæti,“ sagði Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, eftir 1-1 jafnteflið við Hoffenheim í þýsku 1. deildinni um helgina. Nagelsmann sagði að Davies fengi sinn tíma til að jafna sig. „Ef allt gengur rosalega vel þá eru þrjár eða fjórar vikur í viðbót í hann,“ sagði Nagelsmann. Bayern er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en það skýrist á föstudaginn hverjir mótherjar liðsins verða þar. Leikirnir verða 5. eða 6. apríl og 12. eða 13. apríl, og því mögulegt að Davies verði þá klár í slaginn. Þrátt fyrir tvö jafntefli í röð er Bayern með sjö stiga forskot á Dortmund á toppi þýsku 1. deildarinnar en Dortmund á þó leik til góða. Þýski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Sjá meira
Bayern greindi frá því 5. janúar að Davies, sem var fullbólusettur, hefði smitast af kórónuveirunni. Við læknisskoðun í kjölfarið var Davies greindur með væga hjartavöðvabólgu sem veirusýkingin getur valdið. Davies hefur því ekki spilað með Bayern eftir jólafríið, eða síðan 17. desember, en mætti til æfinga með bæði hlaupa- takkaskó í gær, á séræfingar með líkamsræktarþjálfara Bayern. Bæjarar munu þó fara sér að engu óðslega. For the first time in nearly two months, @AlphonsoDavies completed a running session at Säbener this morning #MiaSanMia pic.twitter.com/t9eKtRBPbA— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 13, 2022 „Hjartavöðvabólgan er farin. Bataferlið virðist hafa heppnast eins vel og hugsast gæti,“ sagði Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, eftir 1-1 jafnteflið við Hoffenheim í þýsku 1. deildinni um helgina. Nagelsmann sagði að Davies fengi sinn tíma til að jafna sig. „Ef allt gengur rosalega vel þá eru þrjár eða fjórar vikur í viðbót í hann,“ sagði Nagelsmann. Bayern er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en það skýrist á föstudaginn hverjir mótherjar liðsins verða þar. Leikirnir verða 5. eða 6. apríl og 12. eða 13. apríl, og því mögulegt að Davies verði þá klár í slaginn. Þrátt fyrir tvö jafntefli í röð er Bayern með sjö stiga forskot á Dortmund á toppi þýsku 1. deildarinnar en Dortmund á þó leik til góða.
Þýski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Sjá meira