Sport

68 milljónir fyrir bolta sem varð nánast verðlaus þegar Brady hætti við að hætta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Brady ætlar að spila áfram á næsta tímabili.
Tom Brady ætlar að spila áfram á næsta tímabili. EPA-EFE/SHAWN THEW

Það er ekki hægt annað en að finna til með aðilanum sem hélt að hann væri að kaupa sögulegan bolta á uppboði um helgina.

23 buðu í boltann sem var notaður þegar Tom Brady gaf síðustu snertimarkssendinguna sína á síðasta tímabili.

Þegar boltinn var boðinn upp þá vissu menn ekki betur en að Brady væri hættur og þessi bolti hafði verið notaður í síðustu snertimarkssendingu hans á tímabilinu.

Brady hafði fundið Mike Evans með 55 jarda sendingu og útherjinn skoraði snertimark þegar 3:20 voru eftir af leik Tampa Bay Buccaneers og Los Angeles Rams í úrslitakeppninni í janúar síðastliðnum. Rams-liðið vann í framlengingu og fór svo alla leið og vann NFL-titilinn.

Upphafsboðið var hundrað þúsund Bandaríkjadalir og boltinn endaði á að seljast á 518 þúsund dollara.

Vandamálið er að daginn eftir gaf Brady það út að hann væri hættur við að hætta. Boltinn varð fyrir vikið nánast verðlaus, að minnsta kosti ekki virði rúmra 68 milljóna króna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×