Tuchel ætlar ekki að flýja Chelsea-skipið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 10:31 Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, fagnar hér sigurmarki Kai Havertz í gær. Getty/Clive Mason Það er erfitt ástand hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að eigur eigandans Romans Abramovich voru frystar. Chelsea má ekki selja miða eða vörur og félagið hefur verið að missa auglýsingasamninga. Þá getur félagið ekki endurnýjað samning leikmanna sem eru að renna út í sumar. Það er ljóst að fjárhagsstaðan verður tvísýn í næstu framtíð. Thomas Tuchel on Chelsea s situation pic.twitter.com/iFWwFnGagl— B/R Football (@brfootball) March 13, 2022 Það er hins vegar enginn uppgjafartónn í Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, sem lofaði því í gær að hann ætlaði að klára þetta tímabil. Tuchel hefur stýrt Chelsea til sigurs í báðum leikjunum síðan að allt var sett í lás hjá félaginu. Kai Havertz tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle á 88. mínútu á Stamford Bridge í gær. „Það er enginn vafi á því að ég mun klára þetta tímabil. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist dag frá degi því allt getur breyst skyndilega,“ sagði Thomas Tuchel. Einhverjir hafa áhyggjur af því að það gæti verið erfitt fyrir Chelsea að komast til Frakklands til að spila seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórinn segir að liðið muni komast þangað hvort sem þeir fari með flugi, í lest eða í bíl. "We can go by plane. If not, we go by train. If not, we go by bus. If not, I drive a seven-seater!" Thomas Tuchel is letting nothing stop him from getting to Lille for Chelsea's midweek Champions League fixture... pic.twitter.com/IetZn2GRNT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2022 Tuchel segir sigurinn á Newcastle gefa félaginu mikið á þessum óvissu tímum. „Þetta eru áhrifamikil úrslit fyrir okkur og það gefur okkur mikið að geta glatt stuðningsmenn okkar á svona stundu,“ sagði Tuchel. „Við vitum vel hvað við höfum það gott. Þetta er stór klúbbur, við erum í sviðsljósinu en við njótum líka forréttinda. Það eru hundruð fólks í félaginu sem njóta þeirra ekki. Þau óttast um framtíðina miklu meira en við,“ sagði Tuchel. „Það er okkar ábyrgð að berjast fyrir þetta fólk, halda höfðinu hátt og gefast ekki upp. Það er eitthvað sem við getum gert og það er það sem þau krefjast af okkur,“ sagði Tuchel. Þessi yfirlýsing stjórans var áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Skjámynd/The Daily Express Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/Metro Sjámynd/The Daily Star Skjámynd/The Guardian Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Chelsea má ekki selja miða eða vörur og félagið hefur verið að missa auglýsingasamninga. Þá getur félagið ekki endurnýjað samning leikmanna sem eru að renna út í sumar. Það er ljóst að fjárhagsstaðan verður tvísýn í næstu framtíð. Thomas Tuchel on Chelsea s situation pic.twitter.com/iFWwFnGagl— B/R Football (@brfootball) March 13, 2022 Það er hins vegar enginn uppgjafartónn í Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, sem lofaði því í gær að hann ætlaði að klára þetta tímabil. Tuchel hefur stýrt Chelsea til sigurs í báðum leikjunum síðan að allt var sett í lás hjá félaginu. Kai Havertz tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle á 88. mínútu á Stamford Bridge í gær. „Það er enginn vafi á því að ég mun klára þetta tímabil. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist dag frá degi því allt getur breyst skyndilega,“ sagði Thomas Tuchel. Einhverjir hafa áhyggjur af því að það gæti verið erfitt fyrir Chelsea að komast til Frakklands til að spila seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórinn segir að liðið muni komast þangað hvort sem þeir fari með flugi, í lest eða í bíl. "We can go by plane. If not, we go by train. If not, we go by bus. If not, I drive a seven-seater!" Thomas Tuchel is letting nothing stop him from getting to Lille for Chelsea's midweek Champions League fixture... pic.twitter.com/IetZn2GRNT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2022 Tuchel segir sigurinn á Newcastle gefa félaginu mikið á þessum óvissu tímum. „Þetta eru áhrifamikil úrslit fyrir okkur og það gefur okkur mikið að geta glatt stuðningsmenn okkar á svona stundu,“ sagði Tuchel. „Við vitum vel hvað við höfum það gott. Þetta er stór klúbbur, við erum í sviðsljósinu en við njótum líka forréttinda. Það eru hundruð fólks í félaginu sem njóta þeirra ekki. Þau óttast um framtíðina miklu meira en við,“ sagði Tuchel. „Það er okkar ábyrgð að berjast fyrir þetta fólk, halda höfðinu hátt og gefast ekki upp. Það er eitthvað sem við getum gert og það er það sem þau krefjast af okkur,“ sagði Tuchel. Þessi yfirlýsing stjórans var áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Skjámynd/The Daily Express Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/Metro Sjámynd/The Daily Star Skjámynd/The Guardian
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira