Þjóðarleikvanga á nýja staði Friðjón R. Friðjónsson skrifar 14. mars 2022 07:31 Eitt verkefna borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að leiða til lykta málefni þjóðaleikvanga landsins, það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni. Fyrir liggur að áhugi er á að hafa þjóðarleikvang í knattspyrnu í Kópavogi. En borgarstjóri hefur ýtt málinu á undan sér og á sama tíma komist upp með að vanrækja íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns, sem eru núna með gríðarlega umfangsmikið barnastarf sem mun aukast enn meira með ákvörðun um að Vogabyggð verði á félagssvæði Þróttar. Landslið karla og kvenna hafa verið stolt þjóðarinnar en Reykjavíkurborg hefur verið þröskuldur í því að byggja upp nýja leikvanga. Raunveruleg hætta er á því að landslið Íslands verði að leika heimaleiki sína erlendis á næstu árum. Ríkið hefur samþykkt að vera með í fjármögnun leikvanganna. Aftur á móti strandar þetta allt á því að borgin taki ákvörðun um hver aðkoma hennar eigi að vera. Svo dæmið sé tekið af Laugardalsvelli þá leggur Reykjavíkurborg núna um 50 milljónir árlega til reksturs vallarins en fær tæplega helming þess tilbaka í fasteignagjöld. Nýr völlur mun bera umtalsvert hærri fasteignagjöld. Sem dæmi má nefna að fasteignagjöld Hörpunnar eru ríflega 300 milljónir árlega. Ef framlag borgarinnar til nýs þjóðarleikvangs væri það sama og áætluð fasteignagjöld bygginganna væri hluti borgarinnar í fjármögnun leystur. Það væri furða ef borgin ætlaði sér að hagnast beint af nýjum leikvöngum. Það má draga umtalsvert úr byggingarkostnaði við gerð nýs knattspyrnuleikvangs ef hann er byggður á nýjum stað. Það verður dýr og erfið framkvæmd að vinna ofan í núverandi velli. Meiri skynsemi væri að byggja á auðu svæði þar sem fer saman nálægð við góðar samgöngur, bílastæði skammt undan og almenningssamgöngu þjóna. Slíkt svæði þarf ekki að vera umfangsmikið og nokkur slík má finna í borginni, fleiri utan borgarmarka. Að auki verða til tækifæri við að tengja við nýja leikvanga annars konar atvinnustarfsemi sem ekki er hægt að koma við í Laugardal. Hótel, veitingastaðir eða skrifstofur samfest við leikvanga gera slíka byggingu og rekstur hagkvæmari auk annarra viðburða sem hægt væri að halda, sem allir vekja athygli á Íslandi og færa okkur beinar og óbeinar tekjur. Ef við viljum að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni, þá þarf borgarstjórn að spýta í lófa og sýna að henni er alvara. Annars byrjum við von bráðar að leika landsleiki fyrst erlendis og síðan í Kópavogi eða Keflavík. Það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Laugardalsvöllur Reykjavík Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Friðjón Friðjónsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eitt verkefna borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að leiða til lykta málefni þjóðaleikvanga landsins, það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni. Fyrir liggur að áhugi er á að hafa þjóðarleikvang í knattspyrnu í Kópavogi. En borgarstjóri hefur ýtt málinu á undan sér og á sama tíma komist upp með að vanrækja íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns, sem eru núna með gríðarlega umfangsmikið barnastarf sem mun aukast enn meira með ákvörðun um að Vogabyggð verði á félagssvæði Þróttar. Landslið karla og kvenna hafa verið stolt þjóðarinnar en Reykjavíkurborg hefur verið þröskuldur í því að byggja upp nýja leikvanga. Raunveruleg hætta er á því að landslið Íslands verði að leika heimaleiki sína erlendis á næstu árum. Ríkið hefur samþykkt að vera með í fjármögnun leikvanganna. Aftur á móti strandar þetta allt á því að borgin taki ákvörðun um hver aðkoma hennar eigi að vera. Svo dæmið sé tekið af Laugardalsvelli þá leggur Reykjavíkurborg núna um 50 milljónir árlega til reksturs vallarins en fær tæplega helming þess tilbaka í fasteignagjöld. Nýr völlur mun bera umtalsvert hærri fasteignagjöld. Sem dæmi má nefna að fasteignagjöld Hörpunnar eru ríflega 300 milljónir árlega. Ef framlag borgarinnar til nýs þjóðarleikvangs væri það sama og áætluð fasteignagjöld bygginganna væri hluti borgarinnar í fjármögnun leystur. Það væri furða ef borgin ætlaði sér að hagnast beint af nýjum leikvöngum. Það má draga umtalsvert úr byggingarkostnaði við gerð nýs knattspyrnuleikvangs ef hann er byggður á nýjum stað. Það verður dýr og erfið framkvæmd að vinna ofan í núverandi velli. Meiri skynsemi væri að byggja á auðu svæði þar sem fer saman nálægð við góðar samgöngur, bílastæði skammt undan og almenningssamgöngu þjóna. Slíkt svæði þarf ekki að vera umfangsmikið og nokkur slík má finna í borginni, fleiri utan borgarmarka. Að auki verða til tækifæri við að tengja við nýja leikvanga annars konar atvinnustarfsemi sem ekki er hægt að koma við í Laugardal. Hótel, veitingastaðir eða skrifstofur samfest við leikvanga gera slíka byggingu og rekstur hagkvæmari auk annarra viðburða sem hægt væri að halda, sem allir vekja athygli á Íslandi og færa okkur beinar og óbeinar tekjur. Ef við viljum að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni, þá þarf borgarstjórn að spýta í lófa og sýna að henni er alvara. Annars byrjum við von bráðar að leika landsleiki fyrst erlendis og síðan í Kópavogi eða Keflavík. Það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun