Sport

Besti árangur Íslands frá upphafi

Atli Arason skrifar
Hilmar Snær Örvarsson á ferðinni.
Hilmar Snær Örvarsson á ferðinni. Getty/Lintao Zhang

Hilmar Snær Örvarsson, frá skíðadeild Víkings, átti frábæra nótt í Kína á vetrarólympíuleiknum fatlaðra. Hilmar keppti í svigi þar sem hann endaði fimmti með samanlagðan tíma upp á eina mínútu og 36,92 sekúndur.

Hilmar var rúmum þremur sekúndum frá pallsæti og sex sekúndum frá gullverðlaunum sem fóru til hins franska Arthur Bauchet sem átti samanlagðan tíma upp á 1 mínútu og 29,61 sekúndur.

Hilmar var níundi eftir fyrri ferðina í svigi á 45,17 sekúndum. Hilmar bætti um betur í seinni ferðinni þar sem hann var með fjórða besta tímann, 51,75 sekúndur.

Fimmta sætið er besti árangur sem íslenskur keppandi hefur náð á vetrarólympíuleiknum fatlaðra frá upphafi. Þetta er í annað sinn sem Hilmar keppir á ólympíuleikunum en Hilmar varð í 13. sæti í sviginu á sínum fyrstu ólympíuleikum fyrir fjórum árum.

Svigið er seinasta grein Hilmars á mótinu en hann keppti einnig í stórsvigi fyrr í vikunni. Hilmar er eini keppandi Íslands á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×