Innlent

Ás­dís nýr oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ásdís Kristjánsdóttir leiðir, miðað við fyrstu tölur úr prófkjörinu.
Ásdís Kristjánsdóttir leiðir, miðað við fyrstu tölur úr prófkjörinu. Vísir/Arnar

Ásdís Kristjánsdóttir er efst í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi en 1099 atkvæði hafa verið talin. Í öðru sæti er Hjördís Ýr Johnson með 329 atkvæði og í þriðja sæti er Andri Steinn Hilmarsson með 347 atkvæði.

Þá er Hannes Steindórsson í fjórða sæti með 427 atkvæði, Elísabet Berglind Sveinsdóttir í því fimmta með 471 atkvæði og Hanna Carla Jóhannsdóttir í því sjötta með 533 atkvæði. Endanleg úrslit liggja fyrir síðar í kvöld. Þetta kemur fram hjá Sjálfstæðisflokknum.

Uppfært kl. 22.06: Nú hafa 1794 atkvæði verið talin í Kópavogi og Ásdís leiðir enn. Hún hefur hlotið um 76.4% atkvæða, segir hjá Sjálfstæðisflokknum.

Uppfært kl. 22.36: Ásdís Kristjánsdóttir er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún hlaut alls 1881 atkvæða. 

Röð 6 efstu sæta eftir lokaniðurstöður eru eftirfarandi:

1. sæti: Ásdís Kristjánsdóttir með 1881 atkvæði.

2. sæti: Hjördís Ýr Johnson með 739 atkvæði í 1.-2. sæti.

3. sæti: Andri Steinn Hilmarsson með 790 atkvæði í 1.-3. sæti.

4. sæti: Hannes Steindórsson með 980 atkvæði í 1.-4. sæti.

5. sæti: Elísabet Berglind Sveinsdóttir með 1059 atkvæði í 1.-5. sæti.

6. sæti: Hanna Carla Jóhannsdóttir með 1247 atkvæði í 1.-6. sæti.


Tengdar fréttir

Ás­dís hættir hjá SA og vill verða bæjar­stjóri

Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×