Handbolti

Ágúst Þór Jóhannsson: Við áttum þennan sigur skilið

Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar
ágúst þór.jpeg

Valur er bikarmeistari kvenna í Coca Cola bikarnum eftir sex marka sigur á Fram. Jafnræði var stærstan hluta leiks en Valskonur náðu góðu forskoti rétt undir lok leiks og sigruðu að lokum 25-19. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum virkilega ánægður með titillinn.

„Mér líður bara mjög vel. Þetta var hörkuleikur. Enda er Fram með frábært lið og frábæran þjálfara. Við spiluðum feykilega vel í dag og við áttum þennan sigur skilið.“ Sagði Ágúst Þór strax að leik loknum. 

Emma Olsson, línumaður Fram, fékk beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir gróft brot á Elínu Rósu Magnúsdóttur. 

„Það var mikil orka í liðinu hjá okkur. Þær missa línumanninn sinn út, sem er nátturlega virkilega öflugur. En við náðum að halda góðu tempói yfir allan leikinn. Mér fannst við alltaf vera skrefinu á undan þeim. Þetta eru mjög jögn lið og hafa bæði mikil gæði. En mér fannst eins og hungrið væri örlítið meira okkar megin og við vorum aðeins meira á tánum.“

„Heildarframmistaðan er það sem hafði áhrif á sigurinn. Við erum með virkilega breiðan og góðan hóp. Við erum með gott lið sem er vel mannað. Liðsheildin er gríðarlega sterk og ég held að það hafi verið lykillinn hjá okkur í dag.“ Sagði Ágúst Þór að lokum áður en hann fór að taka við verðlaunum liðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×