Handbolti

Kristján Örn öflugur í sigri Aix | Grétar Ari í stuði hjá Nice

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristján Örn átti góðan leik í kvöld.
Kristján Örn átti góðan leik í kvöld. PAUC

Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í franska handboltanum í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson átti flottan leik að venju fyrir Aix sem vann Limoges á útivelli í efstu deild. Þá fór Grétar Ari Guðjónsson mikinn í marki Nice í B-deildinni.

Kristján Örn skoraði sjö mörk úr aðeins 10 skotum í öruggum sex marka sigri Aix, lokatölur 27-33. 

Eftir sigur kvöldsins eru Kristján Örn og félagar í 3. sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Nantes í 2. sætinu en sjö stigum minna en stórlið París Saint-Germain.

Grétar Ari varði 15 skot í öruggum átta marka sigri Nice á Villeurbanne í frönsku B-deildinni, lokatölur 34-26. 

Var Grétar Ari með 39 prósent markvörslu í leiknum. Nice er í 4. sæti B-deildarinnar og er í baráttunni um að komast upp í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×