Kópavogsbær ætlar ekki að innleiða barnasáttmála SÞ Lúðvík Júlíusson skrifar 11. mars 2022 16:30 Velferðarsvið Kópavogs segir nei Nýlega útskýrði Velferðarsvið Kópavogsbæjar frá því að það hefði ekki í hyggju að veita öllum börnum í Kópavogi samræmda og heildstæða þjónustu(1). Velferðarsvið væri á þeirri skoðun, ásamt lögfræðisviði bæjarins, að börn einstæðra foreldra ættu ekki rétt á þessum stuðningi. Þess í stað ættu einstæðir foreldrar sjálfir að bera meiri ábyrgð og bera þyngri byrðar en aðrir foreldrar. Þetta er stefna bæjarins þrátt fyrir að greiddir séu skattar í bæjarsjóð sem standa eiga undir þessari þjónustu. Þarna er Sjálfstæðisfólk ekki samkvæmt sjálfu sér. Ef foreldrar eiga að bera byrðar þá væri eðlilegt að skattar væru lækkaðir á móti. Þetta er ekkert nema tvöföld skattheimta á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Forystufólk segir nei Ég hef sent fyrirspurnir á formann Velferðarráðs Kópavogsbæjar, Karen E. Halldórsdóttur, en hún svarar ekki. Ég hef óskað eftir fundi með félagsmálastóra Velferðarsviðs Kópavogs, Sigrúnu Þórarinsdóttur, en hún hefur ekki svarað. Ég óskaði eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem útskýrði fyrir mér að hann, sem bæjarstjóri, gæti ekki skipt sér af stefnu sveitarfélagsins í velferðarmálum. Samt tók hann við viðurkenningu frá UNICEF og þakkað sjálfum sér fyrir innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Það er spes. Það væri lítið mál fyrir allt þetta fólk að segja við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því öll börn í Kópavogi nytu sömu réttinda. Allir starfsmenn Kópavogsbæjar sem hafa tjáð sig um þessi mál reyna stöðugt að réttlæta það að börn sem tilheyra viðkvæmum hópum eigi ekki að fá sömu þjónustu og eigi ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn. Ég sendi meira að segja Sjálfstæðisflokknum og formanni hans almenna fyrirspurn um stefnu flokksins í barnamálum í apríl í fyrra og núna 11 mánuðum síðar þá hef ég ekki fengið svar. Það segir ákveðna sögu um stefnu flokksins í þessum málaflokki. Hún er engin. Verklagsreglur og viðmið segja nei Í Kópavogi eru engar verklagsreglur varðandi þjónustu við börn með fötlun, engar verklagsreglur varðandi teymisfundi, engin viðmið um þjónustu og engar verklagsreglur varðandi samskipti við foreldra. Starfsmenn eiga að finna eitthvað upp í hvert skipti sem nýtt barn þarf á þjónustu að halda. Sé barn með mikla fötlun þá er það ekki trygging fyrir því að barn fái heildstæða og samfellda þjónustu. Þetta eru svörin sem ég fæ frá Kópavogsbæ og fólk skammast sín ekkert fyrir þau. Velferðarsvið Kópavogsbæjar er einnig á þeirri skoðun að einstaklingur sem á barn með fötlun(andlega og/eða líkamlega), sem er nýkominn til Íslands, sem talar ekki íslensku, þekkir ekki íslensk lög, er fráskilinn og ekki menntaður félagsráðgjafi eigi að sinna samskiptum og veita hinu foreldrinu réttar og viðeigandi upplýsingar sem varða réttindi barnsins. Kópavogsbær vill setja þetta foreldri í stöðu málastjóra. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Það er ótrúlegt að Kópavogsbær sé á þeirri skoðun að barnið eigi ekki rétt á því að hafa báða foreldra vel upplýsta, að báðir foreldrar séu virkir þátttakendur í lífi barnsins og að báðir foreldar séu því til stuðnings. Það er ljóst að Kópavogsbær er langt frá því að vera búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. Hugsið ykkur að á 21. öldinni þá virðist Kópavogsbær hafa sömu sýn á hlutverk kynjanna og verstu karlrembur fyrri alda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að leiða sveitarfélagið á nýjar og betri brautir. Orðum fylgja ekki efndir. Félagsmálaráðuneytið segir nei Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn og svarið sem ég fékk var að börn einstæðra foreldra myndu ekki fá sömu réttindi og önnur börn. Lögin um samþættingu þjónustu hefðu engin áhrif á réttindaleysi þessara barna. Ég vona að Sjálfstæðisfólk og Framsóknarfólk lesi þessa grein. Ég vona að það hafi samband við mig og leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég skrifa þá aðra grein, biðst afsökunar og leiðrétti allt saman. Ég held samt að miðað við áhugaleysi þessara aðila á málefnum barna og fólks í viðkvæmri stöðu að þá sé ekkert að fara að gerast. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1)https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3144 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Kópavogur Lúðvík Júlíusson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Velferðarsvið Kópavogs segir nei Nýlega útskýrði Velferðarsvið Kópavogsbæjar frá því að það hefði ekki í hyggju að veita öllum börnum í Kópavogi samræmda og heildstæða þjónustu(1). Velferðarsvið væri á þeirri skoðun, ásamt lögfræðisviði bæjarins, að börn einstæðra foreldra ættu ekki rétt á þessum stuðningi. Þess í stað ættu einstæðir foreldrar sjálfir að bera meiri ábyrgð og bera þyngri byrðar en aðrir foreldrar. Þetta er stefna bæjarins þrátt fyrir að greiddir séu skattar í bæjarsjóð sem standa eiga undir þessari þjónustu. Þarna er Sjálfstæðisfólk ekki samkvæmt sjálfu sér. Ef foreldrar eiga að bera byrðar þá væri eðlilegt að skattar væru lækkaðir á móti. Þetta er ekkert nema tvöföld skattheimta á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Forystufólk segir nei Ég hef sent fyrirspurnir á formann Velferðarráðs Kópavogsbæjar, Karen E. Halldórsdóttur, en hún svarar ekki. Ég hef óskað eftir fundi með félagsmálastóra Velferðarsviðs Kópavogs, Sigrúnu Þórarinsdóttur, en hún hefur ekki svarað. Ég óskaði eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem útskýrði fyrir mér að hann, sem bæjarstjóri, gæti ekki skipt sér af stefnu sveitarfélagsins í velferðarmálum. Samt tók hann við viðurkenningu frá UNICEF og þakkað sjálfum sér fyrir innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Það er spes. Það væri lítið mál fyrir allt þetta fólk að segja við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því öll börn í Kópavogi nytu sömu réttinda. Allir starfsmenn Kópavogsbæjar sem hafa tjáð sig um þessi mál reyna stöðugt að réttlæta það að börn sem tilheyra viðkvæmum hópum eigi ekki að fá sömu þjónustu og eigi ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn. Ég sendi meira að segja Sjálfstæðisflokknum og formanni hans almenna fyrirspurn um stefnu flokksins í barnamálum í apríl í fyrra og núna 11 mánuðum síðar þá hef ég ekki fengið svar. Það segir ákveðna sögu um stefnu flokksins í þessum málaflokki. Hún er engin. Verklagsreglur og viðmið segja nei Í Kópavogi eru engar verklagsreglur varðandi þjónustu við börn með fötlun, engar verklagsreglur varðandi teymisfundi, engin viðmið um þjónustu og engar verklagsreglur varðandi samskipti við foreldra. Starfsmenn eiga að finna eitthvað upp í hvert skipti sem nýtt barn þarf á þjónustu að halda. Sé barn með mikla fötlun þá er það ekki trygging fyrir því að barn fái heildstæða og samfellda þjónustu. Þetta eru svörin sem ég fæ frá Kópavogsbæ og fólk skammast sín ekkert fyrir þau. Velferðarsvið Kópavogsbæjar er einnig á þeirri skoðun að einstaklingur sem á barn með fötlun(andlega og/eða líkamlega), sem er nýkominn til Íslands, sem talar ekki íslensku, þekkir ekki íslensk lög, er fráskilinn og ekki menntaður félagsráðgjafi eigi að sinna samskiptum og veita hinu foreldrinu réttar og viðeigandi upplýsingar sem varða réttindi barnsins. Kópavogsbær vill setja þetta foreldri í stöðu málastjóra. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Það er ótrúlegt að Kópavogsbær sé á þeirri skoðun að barnið eigi ekki rétt á því að hafa báða foreldra vel upplýsta, að báðir foreldrar séu virkir þátttakendur í lífi barnsins og að báðir foreldar séu því til stuðnings. Það er ljóst að Kópavogsbær er langt frá því að vera búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. Hugsið ykkur að á 21. öldinni þá virðist Kópavogsbær hafa sömu sýn á hlutverk kynjanna og verstu karlrembur fyrri alda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að leiða sveitarfélagið á nýjar og betri brautir. Orðum fylgja ekki efndir. Félagsmálaráðuneytið segir nei Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn og svarið sem ég fékk var að börn einstæðra foreldra myndu ekki fá sömu réttindi og önnur börn. Lögin um samþættingu þjónustu hefðu engin áhrif á réttindaleysi þessara barna. Ég vona að Sjálfstæðisfólk og Framsóknarfólk lesi þessa grein. Ég vona að það hafi samband við mig og leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég skrifa þá aðra grein, biðst afsökunar og leiðrétti allt saman. Ég held samt að miðað við áhugaleysi þessara aðila á málefnum barna og fólks í viðkvæmri stöðu að þá sé ekkert að fara að gerast. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1)https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3144
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun