Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Atli Ísleifsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. mars 2022 14:50 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“, aðspurður um erfiða stöðu á spítulum landsins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. Þetta segir Willum Þór í samtali við fréttastofuna aðspurður um stöðuna á heilbrigðisstofnunum landsins. Hundrað sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. „En það skal alveg viðurkennt að auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni en þetta er tímabundinn kúfur og ef við horfum til annarra þjóða, sem hafa aflétt að fullu, þá er þetta svipuð staða. Stutt tímabil sem þarf að fara í gegnum,“ segir Willum. Sjá má viðtalið við Willum í heild sinni í spilaranum að neðan. Þarf að losa um flæðið Síðustu mánuði hefur mikið verið fjallað um alvarlega stöðu á bráðadeild Landspítalans þar sem álag hefur verið mikið á starfsfólk og erfiðlega hefur gengið að útskrifa sjúklinga. „Það þarf losa um flæðið á spítalanum og það er viðvarandi verkefni,“ segir Willum. „Það hefur flækt eilítið stöðuna eru víðtæk smit. Við höfum notað Vífilsstaði, Landakot, hjúkrunarheimili, heimahjúkrun. Við höfum verið með bakvarðasveit hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks. Við þurfum í raun að treysta, sem hingað til, á þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu.“ Engar samkomutakmarkanir Aðspurður um hvort að staðan á spítalanum réttlæti að grípa aftur til samkomutakmarkana segir Willum að slíkar ráðstafanir myndu teljast langt umfram meðalhóf og skila mjög takmörkuðum árangri. Reynslan erlendis frá sýni það og útbreiðslan sé það mikil. Hann segir að frekar skuli leggja áherslu á persónulegar sóttvarnir fólks. „Það sem flækir stöðuna í jafn mikilli útbreiðslu og nú er, er að smit eru að koma upp inni á heilbrigðisstofnunum. Við upplifum það að einhverju leyti í samfélaginu að Covid er að einhverju leyti frá, en það er alls ekki þannig inni á heilbrigðisstofnunum. Þetta er kúfur sem við þurfum að komast í gegnum. Við treystum á góða bólusetningarstöðu. Við höfum bætt mönnunina með breytingu á vaktaskipulagi og greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag, en nú er þetta [Covid-smit] bara inni á öllum heilbrigðisstofnunum og því er erfiðara að nýta mannskap á milli stofnana. En ég bind vonir við að við förum í gegnum þetta. Útsjónarsemi Covid-göngudeildarinnar er hluti af þessu, en þetta er búið að vera mikið álag á heilbrigðisstofnanirnar en ég bind nú vonir við að þetta fari nú að hjaðna,“ segir Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta segir Willum Þór í samtali við fréttastofuna aðspurður um stöðuna á heilbrigðisstofnunum landsins. Hundrað sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. „En það skal alveg viðurkennt að auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni en þetta er tímabundinn kúfur og ef við horfum til annarra þjóða, sem hafa aflétt að fullu, þá er þetta svipuð staða. Stutt tímabil sem þarf að fara í gegnum,“ segir Willum. Sjá má viðtalið við Willum í heild sinni í spilaranum að neðan. Þarf að losa um flæðið Síðustu mánuði hefur mikið verið fjallað um alvarlega stöðu á bráðadeild Landspítalans þar sem álag hefur verið mikið á starfsfólk og erfiðlega hefur gengið að útskrifa sjúklinga. „Það þarf losa um flæðið á spítalanum og það er viðvarandi verkefni,“ segir Willum. „Það hefur flækt eilítið stöðuna eru víðtæk smit. Við höfum notað Vífilsstaði, Landakot, hjúkrunarheimili, heimahjúkrun. Við höfum verið með bakvarðasveit hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks. Við þurfum í raun að treysta, sem hingað til, á þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu.“ Engar samkomutakmarkanir Aðspurður um hvort að staðan á spítalanum réttlæti að grípa aftur til samkomutakmarkana segir Willum að slíkar ráðstafanir myndu teljast langt umfram meðalhóf og skila mjög takmörkuðum árangri. Reynslan erlendis frá sýni það og útbreiðslan sé það mikil. Hann segir að frekar skuli leggja áherslu á persónulegar sóttvarnir fólks. „Það sem flækir stöðuna í jafn mikilli útbreiðslu og nú er, er að smit eru að koma upp inni á heilbrigðisstofnunum. Við upplifum það að einhverju leyti í samfélaginu að Covid er að einhverju leyti frá, en það er alls ekki þannig inni á heilbrigðisstofnunum. Þetta er kúfur sem við þurfum að komast í gegnum. Við treystum á góða bólusetningarstöðu. Við höfum bætt mönnunina með breytingu á vaktaskipulagi og greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag, en nú er þetta [Covid-smit] bara inni á öllum heilbrigðisstofnunum og því er erfiðara að nýta mannskap á milli stofnana. En ég bind vonir við að við förum í gegnum þetta. Útsjónarsemi Covid-göngudeildarinnar er hluti af þessu, en þetta er búið að vera mikið álag á heilbrigðisstofnanirnar en ég bind nú vonir við að þetta fari nú að hjaðna,“ segir Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00