Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-66 | Taphrina Njarðvíkur hélt áfram að Hlíðarenda Hjörvar Ólafsson skrifar 13. mars 2022 21:05 Vísir/Bára Valur bar sigurorð af Njarðvík, 76-66, þegar liðin áttust við í Subway-deild kvenna í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en góðar rispur Valskvenna voru fleiri og þar af leiðandi fóru heimakonur með sigur af hólmi. Njarðvík hefur nú beðið lægri hlut í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en liðið hafði tapað fyrir Haukum, Fjölni og Grindavík fyrir ósigurinn í leiknum í kvöld. Valur komst hins vegar aftur á sigurbraut eftir tap gegn Breiðabliki í síðustu umferð deildarinnar. Valskonur voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en gestirnir úr Njarðvík hleyptu heimakonum aftur á móti ekki langt frá sér og í hálfleik munaði fjórum stigum á liðunum. Staðan var 38-34 þegar þriðji leikhluti hófst. Gestirnir frá Njarðvík byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu frumkvæðinu í leiknum. Eydís Eva Þórisdóttir skoraði hins vegar þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili undir lok þriðja leikhluta og kom Val 57-50 yfir. Eydís Eva var ekki hætt en hún opnaði fjórða leikhluta með fjórða þristi sínum í leiknum en hún nýtti fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti svo niður þrjú af þeim fimm skotum sem hún tók fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. Valur var sterkari aðilinn á lokakafla leiksins og vann sannfærandi sigur. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn með 26 stig í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en Valur hafði halað inn sínum stigum í 20 leikjum en Njarðvík náð í sína punkta í 21 leik. Fjölnir vermir toppsæti deildarinnar með 30 stig, Valur og Haukar koma þar á eftir með 28 stig hvort lið og Njarðvík hefur 26 stig í fjórða sæti. Af hverju vann Valur? Í jöfnum leik var það betri skotnýting Vals sem varð til þess að liðið fór með sigur af hólmi. Þá var varnarleikur Vals til fyrirmyndar en grimmd leikmanna liðsins sló vopninn úr höndum Njarðvíkurliðsins. Þá fengu Valsarar 41 stig af bekknum og stigaskorið og framlagið dreifðist mun betur hjá leikmönnum Vals í þessari viðureign. Hverjar stóðu upp úr? Eydís Eva Þórisdóttir gerði gæfumuninn með þriggja stiga körfum sínum á lykilaugnablikum í leiknum. Þriggja stiga körfur hennar sköpuðu mun sem Njarðvík náði aldrei að brúa. Aliyah A'taeya Collier og Diane Diéné Oumou báru af hjá gestunum. Hvað gekk illa? Leikmenn Njarðvíkur létu mótlætið fara verulega í taugarnar á sér þegar hlutirnir gengu ekki upp í lokaáhlaupi gestanna að forskoti Vals. Í stað þess að vinna saman að því að koma sér inn í leikinn ætluðu leikmenn liðsins að gera hlutina upp á eigin spýtur. Þá mátti sjá Ljónynjurnar sýna pirring í garð samherja sinna og beina reiði sinni í átt að dómurum leiksins. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og er ekki rétta leiðin til þess að binda enda á taphrinu Njarðvíkurliðsins. Hvað gerist næst? Njarðvík etur kappi við Hauka í undanúrslitum VÍS-bikarsins á fimmtudagskvöldið kemur. Það eru hins vegar tíu dagar í næsta leik hjá Valsliðinu en Hlíðarendaliðið sækir þá Keflavík heim í næstu umferð Subway-deildarinnar. Hildur Björg: Frábær vörn og barátta sem skilar þessum sigri Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði líkt og allt Valsliðið frábæra vörn þegar liðið lagði Njarðvík að velli 76-66 í Subway-deild kvenna í körfubolta í Origo-höllinni í kvöld. „Við náðum upp frábærri vörn og baráttu sem skilaði okkur þessum sigri. Það var svo mjög mikilvægt að naglinn Eydís Eva Þórisdóttir steig upp þegar mest á reyndi og setti niður mikilvæg þriggja stiga skot,“ sagði Hildur Björg í samtali við Vísi eftir leik liðanna í kvöld. Valur laut í lægra haldi fyrir Blikum í síðustu umferð deildarinnar og Hildur Björg var ánægð með að ná að kvitta fyrir það tap strax. „Það er langbest að fá tækifæri sem fyrst til þess að komast aftur á beinu brautina eftir tap og ég er gríðarlega sátt með að það hafi tekist. Nú er bara stefnan að klára deildarkeppnina vel og koma okkur í góða stöðu fyrir úrslitakeppnina,“ sagði hún um sigurinn í kvöld og framhaldið. Vilborg: Megum ekki gleyma því að heilt yfir höfum við spilað mjög vel í vetur Vilborg Jónsdóttir sem skoraði sjö stig fyrir Njarðvík í leiknum sagði að leikmenn hefðu farið út úr leikplaninu í lok þriðja leikhluta og upphafi þessi fjórða. „Við náðum ekki að spila nógu lengi vel af fullum krafti og þá fórum við út úr því sem hafði verið lagt upp með að gera í leiknum þegar við vorum að koma okkur inn í leikinn í lok þriðja leikhluta. Þá fórum við að hleypa þeim í skot sem við áttum ekki að gera og því fór sem fór,“ sagði Vilborg sem hefur þó ekki áhyggjur af því að fjögurra leikja taphrina hafi mikil andleg áhrif á liðið. „Það eru öll liðin búin að ganga í gegnum lægðir í vetur og við megum ekki gleyma því að heilt yfir höfum við spilað mjög vel. Þessi slæmi kafli er vissulega að koma á slæmum tímapunkti svona í lok deildarkeppninnar. Nú er hins vegar bara að núllstilla okkur, finna aftur fyrra form og laga það sem hefur gengið illa í síðustu leikjum. Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi töp fari í sálina á leikmönnum. Nú er bara full einbetigin á næsta verkefni sem er undanúrslitaleikur í bikar við Hauka,“ sagði leikstjórnandinn um stöðu mála. Subway-deild kvenna Valur UMF Njarðvík
Valur bar sigurorð af Njarðvík, 76-66, þegar liðin áttust við í Subway-deild kvenna í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en góðar rispur Valskvenna voru fleiri og þar af leiðandi fóru heimakonur með sigur af hólmi. Njarðvík hefur nú beðið lægri hlut í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en liðið hafði tapað fyrir Haukum, Fjölni og Grindavík fyrir ósigurinn í leiknum í kvöld. Valur komst hins vegar aftur á sigurbraut eftir tap gegn Breiðabliki í síðustu umferð deildarinnar. Valskonur voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en gestirnir úr Njarðvík hleyptu heimakonum aftur á móti ekki langt frá sér og í hálfleik munaði fjórum stigum á liðunum. Staðan var 38-34 þegar þriðji leikhluti hófst. Gestirnir frá Njarðvík byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu frumkvæðinu í leiknum. Eydís Eva Þórisdóttir skoraði hins vegar þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili undir lok þriðja leikhluta og kom Val 57-50 yfir. Eydís Eva var ekki hætt en hún opnaði fjórða leikhluta með fjórða þristi sínum í leiknum en hún nýtti fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti svo niður þrjú af þeim fimm skotum sem hún tók fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. Valur var sterkari aðilinn á lokakafla leiksins og vann sannfærandi sigur. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn með 26 stig í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en Valur hafði halað inn sínum stigum í 20 leikjum en Njarðvík náð í sína punkta í 21 leik. Fjölnir vermir toppsæti deildarinnar með 30 stig, Valur og Haukar koma þar á eftir með 28 stig hvort lið og Njarðvík hefur 26 stig í fjórða sæti. Af hverju vann Valur? Í jöfnum leik var það betri skotnýting Vals sem varð til þess að liðið fór með sigur af hólmi. Þá var varnarleikur Vals til fyrirmyndar en grimmd leikmanna liðsins sló vopninn úr höndum Njarðvíkurliðsins. Þá fengu Valsarar 41 stig af bekknum og stigaskorið og framlagið dreifðist mun betur hjá leikmönnum Vals í þessari viðureign. Hverjar stóðu upp úr? Eydís Eva Þórisdóttir gerði gæfumuninn með þriggja stiga körfum sínum á lykilaugnablikum í leiknum. Þriggja stiga körfur hennar sköpuðu mun sem Njarðvík náði aldrei að brúa. Aliyah A'taeya Collier og Diane Diéné Oumou báru af hjá gestunum. Hvað gekk illa? Leikmenn Njarðvíkur létu mótlætið fara verulega í taugarnar á sér þegar hlutirnir gengu ekki upp í lokaáhlaupi gestanna að forskoti Vals. Í stað þess að vinna saman að því að koma sér inn í leikinn ætluðu leikmenn liðsins að gera hlutina upp á eigin spýtur. Þá mátti sjá Ljónynjurnar sýna pirring í garð samherja sinna og beina reiði sinni í átt að dómurum leiksins. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og er ekki rétta leiðin til þess að binda enda á taphrinu Njarðvíkurliðsins. Hvað gerist næst? Njarðvík etur kappi við Hauka í undanúrslitum VÍS-bikarsins á fimmtudagskvöldið kemur. Það eru hins vegar tíu dagar í næsta leik hjá Valsliðinu en Hlíðarendaliðið sækir þá Keflavík heim í næstu umferð Subway-deildarinnar. Hildur Björg: Frábær vörn og barátta sem skilar þessum sigri Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði líkt og allt Valsliðið frábæra vörn þegar liðið lagði Njarðvík að velli 76-66 í Subway-deild kvenna í körfubolta í Origo-höllinni í kvöld. „Við náðum upp frábærri vörn og baráttu sem skilaði okkur þessum sigri. Það var svo mjög mikilvægt að naglinn Eydís Eva Þórisdóttir steig upp þegar mest á reyndi og setti niður mikilvæg þriggja stiga skot,“ sagði Hildur Björg í samtali við Vísi eftir leik liðanna í kvöld. Valur laut í lægra haldi fyrir Blikum í síðustu umferð deildarinnar og Hildur Björg var ánægð með að ná að kvitta fyrir það tap strax. „Það er langbest að fá tækifæri sem fyrst til þess að komast aftur á beinu brautina eftir tap og ég er gríðarlega sátt með að það hafi tekist. Nú er bara stefnan að klára deildarkeppnina vel og koma okkur í góða stöðu fyrir úrslitakeppnina,“ sagði hún um sigurinn í kvöld og framhaldið. Vilborg: Megum ekki gleyma því að heilt yfir höfum við spilað mjög vel í vetur Vilborg Jónsdóttir sem skoraði sjö stig fyrir Njarðvík í leiknum sagði að leikmenn hefðu farið út úr leikplaninu í lok þriðja leikhluta og upphafi þessi fjórða. „Við náðum ekki að spila nógu lengi vel af fullum krafti og þá fórum við út úr því sem hafði verið lagt upp með að gera í leiknum þegar við vorum að koma okkur inn í leikinn í lok þriðja leikhluta. Þá fórum við að hleypa þeim í skot sem við áttum ekki að gera og því fór sem fór,“ sagði Vilborg sem hefur þó ekki áhyggjur af því að fjögurra leikja taphrina hafi mikil andleg áhrif á liðið. „Það eru öll liðin búin að ganga í gegnum lægðir í vetur og við megum ekki gleyma því að heilt yfir höfum við spilað mjög vel. Þessi slæmi kafli er vissulega að koma á slæmum tímapunkti svona í lok deildarkeppninnar. Nú er hins vegar bara að núllstilla okkur, finna aftur fyrra form og laga það sem hefur gengið illa í síðustu leikjum. Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi töp fari í sálina á leikmönnum. Nú er bara full einbetigin á næsta verkefni sem er undanúrslitaleikur í bikar við Hauka,“ sagði leikstjórnandinn um stöðu mála.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum