Rigningin skolar snjónum í burtu en vandinn við stjórn borgarinnar er viðvarandi Helgi Áss Grétarsson skrifar 11. mars 2022 12:31 Það hefur verið snjóþungt í Reykjavík undanfarnar vikur, ekki síst í efri byggðum. Fátt á að koma óvart í þeim efnum enda Reykjavík nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi. Allir vegfarendur hafa upplifað erfiðleika við að koma sér á milli staða, ökumenn, hjólreiðafólk og gangfarendur. Sem dæmi hefur staðan í fjölmörgum húsagötum borgarinnar verið sú að ökumenn upplifa sig sem lestarstjóra þar sem ökutækið leikur á reiðiskjálfi inn á brautarteinum. Höktandi fer bíllinn áfram á þeim brautarteinum þar sem gatan er mögulega auð en allt um kring eru háir snjóskaflar sem auka líkur á óhöppum, hvort sem um er að ræða meiðsli á fólki eða munatjóni. Almennir starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar hafa sjálfsagt gert sitt ítrasta til að moka snjó og gera götur greiðfærar. Veruleikinn er hins vegar sá að mörkuð hefur verið pólitísk stefna þar sem grunnþjónusta sem þessi er ekki í forgangi. Svona hefur þetta ekki alltaf verið í Reykjavík og önnur sveitarfélög, svo sem eins og Akureyrarbær, tryggja að grunnþjónusta sem þessi sé í viðunandi horfi. Hitinn og rigningin góða Þar sem ég sit á 3ju hæð Suðurlandsbrautar 18 og horfi út á Esjurætur þá sést að hægt og sígandi er hitanum og rigningunni að takast að skola öllum snjósköflunum í burtu. Það er vel fyrir alla vegfarendur. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að engin þörf var á að sveitarstjórnin í höfuðborginni léti þetta ástand viðgangast. Sveitarfélag á einfaldlega að tryggja að innviðir séu í lagi, götur séu greiðfærar og daglegt líf borgaranna gangi sem snurðulausast fyrir sig. Svo þegar vorar nefnilega þá sést í holótta vegi og biðin eftir því að þeir séu lagfærðir getur tekið langan tíma. Á sumrin eru göturnar oft og einatt ekki þrifnar og grasið vart slegið. Grunnþjónustan þarf að vera í lagi Að mínu mati á rekstur sveitarfélags að vera eins einfaldur og skýr og hægt er. Kerfið er fyrir fólkið, ekki öfugt. Fjármunir og orka starfsmanna á að fara í að leysa hagnýt viðfangsefni hvers dags. Auðvelda á almenningi að lifa lífinu. Á þeim grunni eflum við lífsgæðin í þeirri frábæru borg sem Reykjavík er. Til að koma henni á hærri stall þarf breytingar í Ráðhúsinu og það gerum við í kosningunum í vor. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið snjóþungt í Reykjavík undanfarnar vikur, ekki síst í efri byggðum. Fátt á að koma óvart í þeim efnum enda Reykjavík nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi. Allir vegfarendur hafa upplifað erfiðleika við að koma sér á milli staða, ökumenn, hjólreiðafólk og gangfarendur. Sem dæmi hefur staðan í fjölmörgum húsagötum borgarinnar verið sú að ökumenn upplifa sig sem lestarstjóra þar sem ökutækið leikur á reiðiskjálfi inn á brautarteinum. Höktandi fer bíllinn áfram á þeim brautarteinum þar sem gatan er mögulega auð en allt um kring eru háir snjóskaflar sem auka líkur á óhöppum, hvort sem um er að ræða meiðsli á fólki eða munatjóni. Almennir starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar hafa sjálfsagt gert sitt ítrasta til að moka snjó og gera götur greiðfærar. Veruleikinn er hins vegar sá að mörkuð hefur verið pólitísk stefna þar sem grunnþjónusta sem þessi er ekki í forgangi. Svona hefur þetta ekki alltaf verið í Reykjavík og önnur sveitarfélög, svo sem eins og Akureyrarbær, tryggja að grunnþjónusta sem þessi sé í viðunandi horfi. Hitinn og rigningin góða Þar sem ég sit á 3ju hæð Suðurlandsbrautar 18 og horfi út á Esjurætur þá sést að hægt og sígandi er hitanum og rigningunni að takast að skola öllum snjósköflunum í burtu. Það er vel fyrir alla vegfarendur. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að engin þörf var á að sveitarstjórnin í höfuðborginni léti þetta ástand viðgangast. Sveitarfélag á einfaldlega að tryggja að innviðir séu í lagi, götur séu greiðfærar og daglegt líf borgaranna gangi sem snurðulausast fyrir sig. Svo þegar vorar nefnilega þá sést í holótta vegi og biðin eftir því að þeir séu lagfærðir getur tekið langan tíma. Á sumrin eru göturnar oft og einatt ekki þrifnar og grasið vart slegið. Grunnþjónustan þarf að vera í lagi Að mínu mati á rekstur sveitarfélags að vera eins einfaldur og skýr og hægt er. Kerfið er fyrir fólkið, ekki öfugt. Fjármunir og orka starfsmanna á að fara í að leysa hagnýt viðfangsefni hvers dags. Auðvelda á almenningi að lifa lífinu. Á þeim grunni eflum við lífsgæðin í þeirri frábæru borg sem Reykjavík er. Til að koma henni á hærri stall þarf breytingar í Ráðhúsinu og það gerum við í kosningunum í vor. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun