Kláraði á spretti og slapp aftur við að vakna snemma Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 12:00 James Walton, kylfusveinn Ians Poulter, heldur á regnhlífinni fyrir hann á fyrsta hringnum á The Players í Flórída í gær. Getty/Jared C. Tilton Englendingurinn Ian Poulter virtist ekki hafa neinn áhuga á því að þurfa að vakna snemma í dag til að slá örfá högg á The Players risamótinu í golfi. Þess vegna lauk þessi 46 ára kylfingur leik í gær á harðaspretti. Úrhelli og þrumuveður setti stórt strik í reikninginn á fyrsta keppnisdegi The Players í Flórída í gær og að lokum varð að stöðva leik þó að ýmsir ættu eftir að klára sinn hring, þar sem farið var að rökkva. Ian Poulter vissi hvernig reglurnar eru og vildi ólmur klára sinn hring. Hann náði fugli á sautjándu holu á undaverðum hraða og hljóp svo yfir að átjánda teig til að ná teighöggi áður en flautan gall til merkis um að leik yrði hætt. Þannig fékk Poulter og hans holl að klára hringinn. Speed golf. @IanJamesPoulter with the fastest birdie you'll see on 17. He's racing the sunlight and wants to finish. pic.twitter.com/gWvFohgEJs— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Poulter lék svo lokaholuna á pari þrátt fyrir smáerfiðleika. Hann lék hringinn hins vegar á höggi yfir pari en efstu menn eru á sex höggum undir pari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Poulter hefur hlaupið til að geta klárað hring, og þannig losnað við að vakna snemma til að klárað hringinn daginn eftir. Það gerði hann einnig á The Players árið 2011, þá reyndar ellefu árum yngri og aðeins léttari á fæti. It wasn't Poulter's first race around the island. pic.twitter.com/7OWMNj4lNk— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Úrhelli og þrumuveður setti stórt strik í reikninginn á fyrsta keppnisdegi The Players í Flórída í gær og að lokum varð að stöðva leik þó að ýmsir ættu eftir að klára sinn hring, þar sem farið var að rökkva. Ian Poulter vissi hvernig reglurnar eru og vildi ólmur klára sinn hring. Hann náði fugli á sautjándu holu á undaverðum hraða og hljóp svo yfir að átjánda teig til að ná teighöggi áður en flautan gall til merkis um að leik yrði hætt. Þannig fékk Poulter og hans holl að klára hringinn. Speed golf. @IanJamesPoulter with the fastest birdie you'll see on 17. He's racing the sunlight and wants to finish. pic.twitter.com/gWvFohgEJs— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Poulter lék svo lokaholuna á pari þrátt fyrir smáerfiðleika. Hann lék hringinn hins vegar á höggi yfir pari en efstu menn eru á sex höggum undir pari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Poulter hefur hlaupið til að geta klárað hring, og þannig losnað við að vakna snemma til að klárað hringinn daginn eftir. Það gerði hann einnig á The Players árið 2011, þá reyndar ellefu árum yngri og aðeins léttari á fæti. It wasn't Poulter's first race around the island. pic.twitter.com/7OWMNj4lNk— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira