Tiger komst við eftir hjartnæma ræðu dóttur sinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 13:30 Tiger og Sam Woods á sviðinu þegar hann var vígður inn frægðarhöll golfsins. getty/Chris Condon Tiger Woods átti erfitt með að halda aftur af tárunum eftir hjartnæma ræðu dóttur sinnar er hann var vígður inn í frægðarhöll golfsins. Sam Woods, fjórtán ára dóttir Tigers, var meðal þeirra sem flutti ræðu þegar hann var tekinn inn í frægðarhöll golfsins í gær. Sam fæddist degi eftir að Tiger lenti í 2. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu 2007. „Árið 2007 var pabbi í þeirri stöðu að geta komist í umspil með því að setja niður rúmlega fimm metra pútt en það geigaði. Hann þurfti síðan að drífa sig út á flugvöll, fljúga frá Pittsburgh til Orlando og keyra á spítalann. Innan við fimm mínútum eftir að hann kom inn í herbergið, enn í rauðu golftreyjunni, þann 18. júní fæddist ég. Hann tapaði kannski í golfinu en fékk stærstu gjöfina,“ sagði Sam sem var að sjálfsögðu í rauðum kjól á athöfninni í gær. In June 2007, @TigerWoods might not have won the U.S. Open, but he received the greatest gift a day later...His daughter, Sam. pic.twitter.com/yBOQ3OQjBq— Golf Channel (@GolfChannel) March 10, 2022 Í ræðu sinni sagðist Sam hafa óttast um líf föður síns eftir bílslysið sem hann lenti í á síðasta ári. „Undanfarið hefur pabbi þurft að æfa meira en nokkru sinni fyrr. Fyrir um ári síðan varstu rúmliggjandi á einum erfiðasta tíma ævi þinnar og einu óhugnalegasta augnabliki í okkar lífi. Við vissum ekki hvort þú kæmir heim með tvo fætur eða einn. Núna er verið að vígja þig inn í heiðurshöllina og þú stendur hérna á báðum fótum,“ sagði Sam. „Þess vegna áttu þetta skilið, þú ert baráttumaður. Þú hefur alltaf storkað líkunum, að vera fyrsti svarti og fyrsti asíski kylfingurinn til að vinna risamót, að vinna fimmta Masters mótið eftir nokkrar bakaðgerðir og að geta gengið nokkrum mánuðum eftir bílslysið.“ What a moment. @TigerWoods is inducted into the @GolfHallofFame by his daughter, Sam. pic.twitter.com/ahcuwfXxGD— Golf Channel (@GolfChannel) March 10, 2022 Í ræðu sinni þakkaði Tiger foreldrum sínum fyrir stuðninginn. Faðir hans, Earl, lést 2006 en móðir hans, Tida, er enn á lífi og fagnaði með syni sínum í gær. I feel so honored to have been inducted into the @GolfHallofFame tonight. Having Sam introduce me and my family there watching, it made it even that more special. pic.twitter.com/kVKLv5qOJC— Tiger Woods (@TigerWoods) March 10, 2022 Tiger, sem er 46 ára, hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri, eða átján. Nicklaus var einn þeirra sem sendi Tiger kveðju á athöfninni í gær. Hann minntist þess að hafa fyrst séð Tiger þegar hann var tágrannur þrettán ára strákur. Nicklaus var tjáð að Tiger yrði góður og hann sagði að sá spádómur hefði svo sannarlega ræst. Athöfnin í gær fór fram í nýjum höfuðstöðvum PGA mótaraðarinnar í Flórída. Players meistaramótið hefst þar í ríki í dag. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sam Woods, fjórtán ára dóttir Tigers, var meðal þeirra sem flutti ræðu þegar hann var tekinn inn í frægðarhöll golfsins í gær. Sam fæddist degi eftir að Tiger lenti í 2. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu 2007. „Árið 2007 var pabbi í þeirri stöðu að geta komist í umspil með því að setja niður rúmlega fimm metra pútt en það geigaði. Hann þurfti síðan að drífa sig út á flugvöll, fljúga frá Pittsburgh til Orlando og keyra á spítalann. Innan við fimm mínútum eftir að hann kom inn í herbergið, enn í rauðu golftreyjunni, þann 18. júní fæddist ég. Hann tapaði kannski í golfinu en fékk stærstu gjöfina,“ sagði Sam sem var að sjálfsögðu í rauðum kjól á athöfninni í gær. In June 2007, @TigerWoods might not have won the U.S. Open, but he received the greatest gift a day later...His daughter, Sam. pic.twitter.com/yBOQ3OQjBq— Golf Channel (@GolfChannel) March 10, 2022 Í ræðu sinni sagðist Sam hafa óttast um líf föður síns eftir bílslysið sem hann lenti í á síðasta ári. „Undanfarið hefur pabbi þurft að æfa meira en nokkru sinni fyrr. Fyrir um ári síðan varstu rúmliggjandi á einum erfiðasta tíma ævi þinnar og einu óhugnalegasta augnabliki í okkar lífi. Við vissum ekki hvort þú kæmir heim með tvo fætur eða einn. Núna er verið að vígja þig inn í heiðurshöllina og þú stendur hérna á báðum fótum,“ sagði Sam. „Þess vegna áttu þetta skilið, þú ert baráttumaður. Þú hefur alltaf storkað líkunum, að vera fyrsti svarti og fyrsti asíski kylfingurinn til að vinna risamót, að vinna fimmta Masters mótið eftir nokkrar bakaðgerðir og að geta gengið nokkrum mánuðum eftir bílslysið.“ What a moment. @TigerWoods is inducted into the @GolfHallofFame by his daughter, Sam. pic.twitter.com/ahcuwfXxGD— Golf Channel (@GolfChannel) March 10, 2022 Í ræðu sinni þakkaði Tiger foreldrum sínum fyrir stuðninginn. Faðir hans, Earl, lést 2006 en móðir hans, Tida, er enn á lífi og fagnaði með syni sínum í gær. I feel so honored to have been inducted into the @GolfHallofFame tonight. Having Sam introduce me and my family there watching, it made it even that more special. pic.twitter.com/kVKLv5qOJC— Tiger Woods (@TigerWoods) March 10, 2022 Tiger, sem er 46 ára, hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri, eða átján. Nicklaus var einn þeirra sem sendi Tiger kveðju á athöfninni í gær. Hann minntist þess að hafa fyrst séð Tiger þegar hann var tágrannur þrettán ára strákur. Nicklaus var tjáð að Tiger yrði góður og hann sagði að sá spádómur hefði svo sannarlega ræst. Athöfnin í gær fór fram í nýjum höfuðstöðvum PGA mótaraðarinnar í Flórída. Players meistaramótið hefst þar í ríki í dag. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira