Lokaður inni í átta fermetra gámi í viku Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2022 10:31 Sturla fékk veiruna á versta mögulega tíma. Eftir þrotlausa vinnu, undirbúning og æfingar mátti skíðakappinn Sturla Snær Snorrason sætta sig við að verja meirihluta tíma síns á Ólympíuleikunum lokaður inni í átta fermetra gluggalausum gámi eftir að hafa greinst með covid smit á versta mögulega tíma. Aðstæður á kórónuveirusjúkrahúsinu hafa verið harðlega gagnrýndar og jafnvel líkt við fangabúðir, en Sturla var þar í viku. Hann missti af annarri keppnisgrein sinni vegna veikindanna og rétt náði að keppa í hinni, en var svo óheppinn að rífa þar vöðva og detta úr keppni. „Ég fæ veiruna á mögulega versta tíma sem hægt var að fá hana. Daginn eftir setningarathöfnina vakna ég svona hálfslappur og hélt ég væri bara illa sofinn. Svo fer ég á æfingu og þá finn ég að það er eitthvað annað meira að en bara lítill svefn. Ég tek þá annað covid próf og fer síðan og legg mig. Síðan þegar ég vakna koma tveir Kínverjar í skemmtilegum covidbúningum og segja við mig að ég sé með veiruna,“ segir Sturla sem var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann var með einkenni. Í raun leið honum eins og að hann væri að deyja í sjúkrabílnum þar sem umstangið var svo mikið í kringum hann og sjúkrabíllinn á fleygiferð, en Sturla með smá beinverki og hausverk. Sjúkrahúsið var í raun heilt þorp af gámum. Þar var hann í viku. „Þegar ég fór að hressast byrjaði ég að reyna að gera æfingar inni í gámnum. Það gekk ekki, því ég var alveg búinn á því. Netflix og allt svona afþreyingarefni er bannað í Kína svo ég gat ekki horft á það. Svo ég hugsaði, áður en ég verð geðveikur á því að gera ekkert verð ég að finna mér eitthvað að gera. Svo ég byrjaði að smíða mér heimasíðu sem ég kann ekkert og hef aldrei gert. Ég þurfti þar að fikta mig áfram sem var mikil þolinmæðisvinna,“ segir Sturla. Beint í sóttkví Sturla bjó til vefsíðuna Vegamál.is en það er fyrirtæki sem hann rekur með föður sínum. „Eftir að ég losna af spítalanum er mér hent í viku sóttkví og fæ samt að fara á æfingar við mjög sérstakar aðstæður. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég gæti ekki keppt í stórsviginu og ákveð því að stefna á svigið sem er mín grein,“ segir Sturla. En örfáum dögum síðar var Sturla mættur í brekkurnar til að keppa í svigi. Það vildi ekki betur til en svo að Sturla féll úr keppni eftir að hafa misst af beygju í brautinni. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni í fréttum af atvikinu að hann missti af beygjunni eftir að hafa meiðst. Sturla, sem hefur verið atvinnumaður á skíðum frá árinu 2015 og æfir stærstan hluta ársins með liði á Ítalíu, hann var bjartsýnn á að meiðslin væru minniháttar en nú er komið í ljós að þau eru alvarlegri en talið var í fyrstu. „Það er búið að taka þá ákvörðun að ég fer á meiðslalistann og tímabilið er búið hjá mér. Þetta tímabil fór alveg í vaskinn hjá mér.“ Sigrún Ósk ræddi við Sturlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og má sjá innslagið í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Aðstæður á kórónuveirusjúkrahúsinu hafa verið harðlega gagnrýndar og jafnvel líkt við fangabúðir, en Sturla var þar í viku. Hann missti af annarri keppnisgrein sinni vegna veikindanna og rétt náði að keppa í hinni, en var svo óheppinn að rífa þar vöðva og detta úr keppni. „Ég fæ veiruna á mögulega versta tíma sem hægt var að fá hana. Daginn eftir setningarathöfnina vakna ég svona hálfslappur og hélt ég væri bara illa sofinn. Svo fer ég á æfingu og þá finn ég að það er eitthvað annað meira að en bara lítill svefn. Ég tek þá annað covid próf og fer síðan og legg mig. Síðan þegar ég vakna koma tveir Kínverjar í skemmtilegum covidbúningum og segja við mig að ég sé með veiruna,“ segir Sturla sem var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann var með einkenni. Í raun leið honum eins og að hann væri að deyja í sjúkrabílnum þar sem umstangið var svo mikið í kringum hann og sjúkrabíllinn á fleygiferð, en Sturla með smá beinverki og hausverk. Sjúkrahúsið var í raun heilt þorp af gámum. Þar var hann í viku. „Þegar ég fór að hressast byrjaði ég að reyna að gera æfingar inni í gámnum. Það gekk ekki, því ég var alveg búinn á því. Netflix og allt svona afþreyingarefni er bannað í Kína svo ég gat ekki horft á það. Svo ég hugsaði, áður en ég verð geðveikur á því að gera ekkert verð ég að finna mér eitthvað að gera. Svo ég byrjaði að smíða mér heimasíðu sem ég kann ekkert og hef aldrei gert. Ég þurfti þar að fikta mig áfram sem var mikil þolinmæðisvinna,“ segir Sturla. Beint í sóttkví Sturla bjó til vefsíðuna Vegamál.is en það er fyrirtæki sem hann rekur með föður sínum. „Eftir að ég losna af spítalanum er mér hent í viku sóttkví og fæ samt að fara á æfingar við mjög sérstakar aðstæður. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég gæti ekki keppt í stórsviginu og ákveð því að stefna á svigið sem er mín grein,“ segir Sturla. En örfáum dögum síðar var Sturla mættur í brekkurnar til að keppa í svigi. Það vildi ekki betur til en svo að Sturla féll úr keppni eftir að hafa misst af beygju í brautinni. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni í fréttum af atvikinu að hann missti af beygjunni eftir að hafa meiðst. Sturla, sem hefur verið atvinnumaður á skíðum frá árinu 2015 og æfir stærstan hluta ársins með liði á Ítalíu, hann var bjartsýnn á að meiðslin væru minniháttar en nú er komið í ljós að þau eru alvarlegri en talið var í fyrstu. „Það er búið að taka þá ákvörðun að ég fer á meiðslalistann og tímabilið er búið hjá mér. Þetta tímabil fór alveg í vaskinn hjá mér.“ Sigrún Ósk ræddi við Sturlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og má sjá innslagið í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira