Stanley Tucci er heppinn að vera á lífi Elísabet Hanna skrifar 9. mars 2022 16:31 Stanley Tucci er afar þakklátur fyrir lífið. Getty/Rich Polk Leikarinn Stanley Tucci greindist með krabbamein í tungunni árið 2017 en lifir í dag góðu lífi eftir að hafa sigrast á meininu. Hann vill meina að athygli og ást eiginkonu sinnar Felicity Blunt hafi komið honum í gegnum sjúkdóminn. Var lengi að fá greiningu Stanley sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í The Devil Wears Prada, Hunger Games, The Lovely Bones og Julie&Julia. Hann hafði áður komist í kynni við sjúkdóminn en hann missti fyrri eiginkonu sína Kate vegna brjóstakrabbameins árið 2009. Stanley hafði verið með mikla verki í kjálkanum í tvö ár áður en hann fékk greininguna. „Ég fór í myndatöku en meinið sást ekki. Og auðvitað þegar þú heldur að það sé eitthvað að ertu líka hræddur um að það sé eitthvað að.“ Hann greindist að lokum með þriggja sentimetra stórt æxli í tungunni sem var ekki hægt að skera í burtu og var mesta furða að það væri ekki búið að dreifa úr sér eftir allan þennan tíma. Eiginkona hans til tíu ára Felicity hjálpaði honum í gegnum veikindin.Getty/Jeff Spicer Meðferðin á meininu gekk vel Eftir greininguna undir fór hann í gegnum þrjátíu og fimm daga geislameðferð og lyfjameðferð í kjölfarið. Krabbameinið og meðferðirnar gerðu það að verkum að hann gat ekki borðað mat, bragðlaukarnir brengluðust og hann þurfti að nærast í gegnum slöngu. Í dag er hann aftur orðinn mikill matarunnandi rétt eins og fyrir veikindin og gladdist mikið þegar bragðlaukarnir komu til baka. Hann er meðal annars með sjónvarpsþættina Searching for Italy sem tengjast eldamennsku og hefur gefið út matreiðslubækur. „Fullkominn dagur hjá mér væri að fara á markaðinn, kaupa fullt af mat, byrja að elda og leika við krakkana. Svo myndi ég vilja bjóða fólki yfir í mat. Það fyrir mér væri frábær dagur,“ segir leikarinn sem er þakklátur fyrir lífið, fjölskylduna og mat. View this post on Instagram A post shared by Stanley Tucci (@stanleytucci) Systir Emily Blunt Eiginkona hans Felicity er systir leikkonunnar Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily sem bauð Stanley í brúðkaupið sitt eftir að þau urðu vinir við tökur á myndinni The Devil Wears Prada árið 2006 þar sem þau fóru bæði með stórleik. Í dag eiga hjónin saman tvö börn en fyrir átti hann þrjú eldri börn úr fyrra hjónabandinu með Kate. Eiginkona Stanley er Felicity Blunt sem er systir Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily.Getty/ Sylvain Gaboury Hollywood Tengdar fréttir Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Var lengi að fá greiningu Stanley sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í The Devil Wears Prada, Hunger Games, The Lovely Bones og Julie&Julia. Hann hafði áður komist í kynni við sjúkdóminn en hann missti fyrri eiginkonu sína Kate vegna brjóstakrabbameins árið 2009. Stanley hafði verið með mikla verki í kjálkanum í tvö ár áður en hann fékk greininguna. „Ég fór í myndatöku en meinið sást ekki. Og auðvitað þegar þú heldur að það sé eitthvað að ertu líka hræddur um að það sé eitthvað að.“ Hann greindist að lokum með þriggja sentimetra stórt æxli í tungunni sem var ekki hægt að skera í burtu og var mesta furða að það væri ekki búið að dreifa úr sér eftir allan þennan tíma. Eiginkona hans til tíu ára Felicity hjálpaði honum í gegnum veikindin.Getty/Jeff Spicer Meðferðin á meininu gekk vel Eftir greininguna undir fór hann í gegnum þrjátíu og fimm daga geislameðferð og lyfjameðferð í kjölfarið. Krabbameinið og meðferðirnar gerðu það að verkum að hann gat ekki borðað mat, bragðlaukarnir brengluðust og hann þurfti að nærast í gegnum slöngu. Í dag er hann aftur orðinn mikill matarunnandi rétt eins og fyrir veikindin og gladdist mikið þegar bragðlaukarnir komu til baka. Hann er meðal annars með sjónvarpsþættina Searching for Italy sem tengjast eldamennsku og hefur gefið út matreiðslubækur. „Fullkominn dagur hjá mér væri að fara á markaðinn, kaupa fullt af mat, byrja að elda og leika við krakkana. Svo myndi ég vilja bjóða fólki yfir í mat. Það fyrir mér væri frábær dagur,“ segir leikarinn sem er þakklátur fyrir lífið, fjölskylduna og mat. View this post on Instagram A post shared by Stanley Tucci (@stanleytucci) Systir Emily Blunt Eiginkona hans Felicity er systir leikkonunnar Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily sem bauð Stanley í brúðkaupið sitt eftir að þau urðu vinir við tökur á myndinni The Devil Wears Prada árið 2006 þar sem þau fóru bæði með stórleik. Í dag eiga hjónin saman tvö börn en fyrir átti hann þrjú eldri börn úr fyrra hjónabandinu með Kate. Eiginkona Stanley er Felicity Blunt sem er systir Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily.Getty/ Sylvain Gaboury
Hollywood Tengdar fréttir Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52
Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14