Nýsköpun og öflugt atvinnulíf í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 9. mars 2022 11:31 „Sveitarfélagið á að vera í virku samtali við atvinnulífið, efla nýsköpun og vinna að því að fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu með markvissum hætti.” Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið mikið undanfarin ár og er fjöldi íbúa nú í kringum 11 þúsund. Flesta virka daga fer hluti íbúa til vinnu á höfuðborgarsvæðið eða til nágrannasveitarfélaga sem er í sjálfu sér eðlilegt upp að vissu marki. Það verður þó með auknum íbúafjölda að huga að fjölgun fjölbreyttra atvinnutækifæra í Árborg með það að markmiði að íbúar geti haft fleiri valmöguleika um áhugaverð störf í nærsamfélaginu, stutt frá heimili og fjölskyldu. Atvinnustefna og skýr markmið Fyrirtækjum er í auknum mæli ýtt frá ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og Árborg gæti verið kjörin staður til uppbyggingar fyrir mörg þeirra. Nýtt skrifstofuhótel mun gefa aukin tækifæri en samfélag með góða skóla, öflugt íþrótta- og frístundastarf, nægt landrými og góðar tengingar við helstu samgönguleiðir, ásamt inn- og útflutningshöfn í næsta nágrenni ætti að vera kjörinn staður til frekari uppbyggingar á atvinnustarfsemi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér og vil ég koma að því að leiða sveitarfélagið í samstarfi við hagsmunaaðila að setja fram stefnu með skýr framtíðarmarkmið um hvernig atvinnuuppbyggingu við viljum sjá í sveitarfélaginu. Tækifæri til nýsköpunar Sveitarfélagið Árborg á að vera í virku samtali við fjölbreyttar atvinnugreinar í samfélaginu. Þannig getur sveitarfélagið verið betur í stakk búið að skapa umhverfið sem eflir og hvetur til nýsköpunar og þróunar. Hvort sem um er að ræða verslun, ferðaþjónustu eða fjölbreyttan iðnað. Gott samstarf grunnskóla í Árborg, FSu, FabLab Selfoss, Háskólafélags Suðurlands, atvinnulífsins og tengdra aðila er mikilvægt til að efla og ala upp nýsköpunarhugsun hjá ungmennum í samfélaginu. Slíkt samstarf getur búið til rétta umhverfið og alið af sér frumkvöðla sem fengu að byrja að prófa hluti í grunnskóla, þróuðu áfram í framhaldsskóla og gerðu hugmynd að veruleika í frumkvöðlasetri háskólafélagsins. Þorum að hugsa um stóru myndina og sköpum aðstæður þar sem ný tækifæri verða til. Viltu ræða málin frekar? Þar sem stutt er í prófkjörið laugardaginn 19.mars nk. vil ég nýta tímann vel og reyna að hitta sem flest fyrirtæki og íbúa. Það er því velkomið að senda erindi á bragibjarna1@gmail.com og óska eftir heimsókn til að spjalla um samfélagið okkar og hvernig við getum í sameiningu gert Árborg enn betri. Höfundur er frambjóðandi í 1.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, www.bragibjarna.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
„Sveitarfélagið á að vera í virku samtali við atvinnulífið, efla nýsköpun og vinna að því að fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu með markvissum hætti.” Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið mikið undanfarin ár og er fjöldi íbúa nú í kringum 11 þúsund. Flesta virka daga fer hluti íbúa til vinnu á höfuðborgarsvæðið eða til nágrannasveitarfélaga sem er í sjálfu sér eðlilegt upp að vissu marki. Það verður þó með auknum íbúafjölda að huga að fjölgun fjölbreyttra atvinnutækifæra í Árborg með það að markmiði að íbúar geti haft fleiri valmöguleika um áhugaverð störf í nærsamfélaginu, stutt frá heimili og fjölskyldu. Atvinnustefna og skýr markmið Fyrirtækjum er í auknum mæli ýtt frá ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og Árborg gæti verið kjörin staður til uppbyggingar fyrir mörg þeirra. Nýtt skrifstofuhótel mun gefa aukin tækifæri en samfélag með góða skóla, öflugt íþrótta- og frístundastarf, nægt landrými og góðar tengingar við helstu samgönguleiðir, ásamt inn- og útflutningshöfn í næsta nágrenni ætti að vera kjörinn staður til frekari uppbyggingar á atvinnustarfsemi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér og vil ég koma að því að leiða sveitarfélagið í samstarfi við hagsmunaaðila að setja fram stefnu með skýr framtíðarmarkmið um hvernig atvinnuuppbyggingu við viljum sjá í sveitarfélaginu. Tækifæri til nýsköpunar Sveitarfélagið Árborg á að vera í virku samtali við fjölbreyttar atvinnugreinar í samfélaginu. Þannig getur sveitarfélagið verið betur í stakk búið að skapa umhverfið sem eflir og hvetur til nýsköpunar og þróunar. Hvort sem um er að ræða verslun, ferðaþjónustu eða fjölbreyttan iðnað. Gott samstarf grunnskóla í Árborg, FSu, FabLab Selfoss, Háskólafélags Suðurlands, atvinnulífsins og tengdra aðila er mikilvægt til að efla og ala upp nýsköpunarhugsun hjá ungmennum í samfélaginu. Slíkt samstarf getur búið til rétta umhverfið og alið af sér frumkvöðla sem fengu að byrja að prófa hluti í grunnskóla, þróuðu áfram í framhaldsskóla og gerðu hugmynd að veruleika í frumkvöðlasetri háskólafélagsins. Þorum að hugsa um stóru myndina og sköpum aðstæður þar sem ný tækifæri verða til. Viltu ræða málin frekar? Þar sem stutt er í prófkjörið laugardaginn 19.mars nk. vil ég nýta tímann vel og reyna að hitta sem flest fyrirtæki og íbúa. Það er því velkomið að senda erindi á bragibjarna1@gmail.com og óska eftir heimsókn til að spjalla um samfélagið okkar og hvernig við getum í sameiningu gert Árborg enn betri. Höfundur er frambjóðandi í 1.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, www.bragibjarna.is
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar