„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2022 22:32 Vilhjálmur Egilsson er formaður starfshópsins sem vann skýrsluna. vísir/vilhelm Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem var kynnt í dag. Orkumálaráðherra skipaði í byrjun árs þriggja manna starfshóp til að vinna skýrsluna með sérstakri vísan til markmiða í loftslagsmálum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun plús á hverju ári allan þennan tíma. 100 plús í megawöttum er töluvert stór virkjun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshópsins. Hann segir að við munum geta náð loftslagsmarkmiðunum en að það kalli á aukna framleiðslu. Orkumálaráðherra segir að það séu margar leiðir í boði. „Og það sem er búið að breytast frá því að við vorum síðast að tala um rammann, að það eru komnir fleiri þættir, t.d. vindorkan. Og sömuleiðis og ég hef lagt áherslu á það líka að við þurfum að nýta orkuna betur en við gerum núna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. Frá orkufundi í Hörpu.vísir/vilhelm Heldur þú að það sé bara pólitísk samstaða um að virkja svona mikið? „Ég efast um það en þá þarf sá sem ekki vill fara þessa leið að segja hvað hann nákvæmlega vill,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að það sé pólitísk sátt um loftslagsmarkmiðin þannig að ef við ætlum ekki að búa til okkar grænu orku til þess að uppfylla loftslagsmarkmiðin þá þýðir það að við ætlum að flytja hana inn. Það held ég að verði aldrei sátt um og verður heldur ekki efnahagslega sjálfbært,“ sagði Guðlaugur Þór. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem var kynnt í dag. Orkumálaráðherra skipaði í byrjun árs þriggja manna starfshóp til að vinna skýrsluna með sérstakri vísan til markmiða í loftslagsmálum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun plús á hverju ári allan þennan tíma. 100 plús í megawöttum er töluvert stór virkjun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshópsins. Hann segir að við munum geta náð loftslagsmarkmiðunum en að það kalli á aukna framleiðslu. Orkumálaráðherra segir að það séu margar leiðir í boði. „Og það sem er búið að breytast frá því að við vorum síðast að tala um rammann, að það eru komnir fleiri þættir, t.d. vindorkan. Og sömuleiðis og ég hef lagt áherslu á það líka að við þurfum að nýta orkuna betur en við gerum núna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. Frá orkufundi í Hörpu.vísir/vilhelm Heldur þú að það sé bara pólitísk samstaða um að virkja svona mikið? „Ég efast um það en þá þarf sá sem ekki vill fara þessa leið að segja hvað hann nákvæmlega vill,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að það sé pólitísk sátt um loftslagsmarkmiðin þannig að ef við ætlum ekki að búa til okkar grænu orku til þess að uppfylla loftslagsmarkmiðin þá þýðir það að við ætlum að flytja hana inn. Það held ég að verði aldrei sátt um og verður heldur ekki efnahagslega sjálfbært,“ sagði Guðlaugur Þór.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira